Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2019 14:10 Trump hefur snúið sér að lyklaborðinu enn á ný. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. Þar gagnrýndi sendiherrann stjórn Trump og sagði hana vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa.Sjá einnig: Trump og sendiherra Bretlands í hár saman May hefur lýst yfir stuðningi við sendiherrann en segir skoðanir hans ekki endurspegla skoðanir ríkisstjórnarinnar. Ummæli May eru í takt við ummæli utanríkisráðherrans Jeremy Hunt sem sagði ríkisstjórnina bera fullt traust til Bandaríkjaforseta og stjórnar hans. „Okkur finnst enn að undir stjórn Trump Bandaríkjaforseta sé stjórn Bandaríkjanna ekki aðeins mjög skilvirk heldur einnig besti mögulegi vinur Bretlands á hinu alþjóðlega sviði,“ sagði Hunt.Brexit viðræðurnar „stórslys“ Trump er ekki sáttur við May og gagnrýnir störf hennar í Brexit viðræðunum við Evrópusambandið. Hann segir viðræðurnar misheppnaðar og í raun stórslys. Þá séu Bandaríkin ekki heldur himinlifandi með störf Darroch. „Klikkaði sendiherrann sem Bretland prangaði upp á okkur er ekki maður sem við erum ánægð með, mjög heimskur náungi. Hann ætti að tala við landið sitt, og forsætisráðherrann May, um misheppnaðar Brexit viðræður frekar en að vera svekktur út í gagnrýni mína varðandi hversu illa þær voru tæklaðar,“ skrifaði forsetinn á Twitter-síðu sína. Hann segist hafa sagt May hvernig hún ætti að semja við Evrópusambandið en hún hafi farið sína „heimskulegu“ leið og því hafi það ekki tekist. Hann bætir við að hann þekki ekki sendiherrann en hann hafi heyrt að hann sé „oflátungslegt fífl“....handled. I told @theresa_may how to do that deal, but she went her own foolish way-was unable to get it done. A disaster! I don’t know the Ambassador but have been told he is a pompous fool. Tell him the USA now has the best Economy & Military anywhere in the World, by far... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 9, 2019 Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. Þar gagnrýndi sendiherrann stjórn Trump og sagði hana vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa.Sjá einnig: Trump og sendiherra Bretlands í hár saman May hefur lýst yfir stuðningi við sendiherrann en segir skoðanir hans ekki endurspegla skoðanir ríkisstjórnarinnar. Ummæli May eru í takt við ummæli utanríkisráðherrans Jeremy Hunt sem sagði ríkisstjórnina bera fullt traust til Bandaríkjaforseta og stjórnar hans. „Okkur finnst enn að undir stjórn Trump Bandaríkjaforseta sé stjórn Bandaríkjanna ekki aðeins mjög skilvirk heldur einnig besti mögulegi vinur Bretlands á hinu alþjóðlega sviði,“ sagði Hunt.Brexit viðræðurnar „stórslys“ Trump er ekki sáttur við May og gagnrýnir störf hennar í Brexit viðræðunum við Evrópusambandið. Hann segir viðræðurnar misheppnaðar og í raun stórslys. Þá séu Bandaríkin ekki heldur himinlifandi með störf Darroch. „Klikkaði sendiherrann sem Bretland prangaði upp á okkur er ekki maður sem við erum ánægð með, mjög heimskur náungi. Hann ætti að tala við landið sitt, og forsætisráðherrann May, um misheppnaðar Brexit viðræður frekar en að vera svekktur út í gagnrýni mína varðandi hversu illa þær voru tæklaðar,“ skrifaði forsetinn á Twitter-síðu sína. Hann segist hafa sagt May hvernig hún ætti að semja við Evrópusambandið en hún hafi farið sína „heimskulegu“ leið og því hafi það ekki tekist. Hann bætir við að hann þekki ekki sendiherrann en hann hafi heyrt að hann sé „oflátungslegt fífl“....handled. I told @theresa_may how to do that deal, but she went her own foolish way-was unable to get it done. A disaster! I don’t know the Ambassador but have been told he is a pompous fool. Tell him the USA now has the best Economy & Military anywhere in the World, by far... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 9, 2019
Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30