Flýtimeðferð Guðmundur Brynjólfsson skrifar 8. júlí 2019 07:00 Íslendingar trúa því að þeir séu sérstakir átaksmenn, afkastamiklir akkorðsmenn; oft er vísað í vertíðarstemminguna. En stenst þetta, hvað gerum við þegar mikið liggur við? Við byrjum á því að opna samráðsgátt, sem er höfð opin í mánuð eða tvo. Það er lýðræðislegt. Og samhliða, eða nokkrum mánuðum seinna (sem er nánast það sama), er skipaður vinnuhópur til þess að fara yfir það sem barst í samráðsgáttina. Þegar vinnuhópurinn hefur eftir 4-6 vikur skilað til rýnihóps er málið yfirleitt komið á borð nefndar áður en mjög langt um líður (óræð tímamæling). Þegar nefndin hefur starfað í hálft ár eða svo kemst hún að því – oftast kengbogin í krísu – að hún hefur ekki nægar valdheimildir. Bíður hún þá um sinn til þess að athuga hvort valdheimildirnar detti ekki af himnum ofan. Það gerist ekki – fyrir því er reynsla. Því þarf ráðherra að skerast í leikinn og auka valdheimildir nefndarinnar. Það gerir ráðherra ekki fyrr en eftir að í honum hefur verið djöflast í hálfan mánuð eða svo (eftir að í hann næst), en það tekur ekki minna en tíu daga að finna ráðherra. Ráðherrann eykur þá valdheimildir og gefur nefndinni aukið svigrúm til starfa. Það lukkast vel og nefndin skilar áliti – og tillögum ef minnisblað ráðherra gaf slík fyrirmæli. Þegar niðurstöðum hefur verið vísað til þeirrar stofnunar sem á að sinna mikilvæga málinu þá kemur oftar en ekki í ljós – eftir mánuð eða svo – að stofnunina skortir fé til þess að hrinda því í framkvæmd sem nefndin lagði til. Þá er að bíða þess að ný fjárlög komi, ári seinna, til afgreiðslu Alþingis. Það er engu logið með eljuna! Íslendingar eru vertíðarmenn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Hælisleitendur Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Íslendingar trúa því að þeir séu sérstakir átaksmenn, afkastamiklir akkorðsmenn; oft er vísað í vertíðarstemminguna. En stenst þetta, hvað gerum við þegar mikið liggur við? Við byrjum á því að opna samráðsgátt, sem er höfð opin í mánuð eða tvo. Það er lýðræðislegt. Og samhliða, eða nokkrum mánuðum seinna (sem er nánast það sama), er skipaður vinnuhópur til þess að fara yfir það sem barst í samráðsgáttina. Þegar vinnuhópurinn hefur eftir 4-6 vikur skilað til rýnihóps er málið yfirleitt komið á borð nefndar áður en mjög langt um líður (óræð tímamæling). Þegar nefndin hefur starfað í hálft ár eða svo kemst hún að því – oftast kengbogin í krísu – að hún hefur ekki nægar valdheimildir. Bíður hún þá um sinn til þess að athuga hvort valdheimildirnar detti ekki af himnum ofan. Það gerist ekki – fyrir því er reynsla. Því þarf ráðherra að skerast í leikinn og auka valdheimildir nefndarinnar. Það gerir ráðherra ekki fyrr en eftir að í honum hefur verið djöflast í hálfan mánuð eða svo (eftir að í hann næst), en það tekur ekki minna en tíu daga að finna ráðherra. Ráðherrann eykur þá valdheimildir og gefur nefndinni aukið svigrúm til starfa. Það lukkast vel og nefndin skilar áliti – og tillögum ef minnisblað ráðherra gaf slík fyrirmæli. Þegar niðurstöðum hefur verið vísað til þeirrar stofnunar sem á að sinna mikilvæga málinu þá kemur oftar en ekki í ljós – eftir mánuð eða svo – að stofnunina skortir fé til þess að hrinda því í framkvæmd sem nefndin lagði til. Þá er að bíða þess að ný fjárlög komi, ári seinna, til afgreiðslu Alþingis. Það er engu logið með eljuna! Íslendingar eru vertíðarmenn!
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar