Sturtuferð og öryggisbelti hápunktar í eftirminnilegri Íslandsferð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júlí 2019 21:30 Kenísk fótboltabörn komu til Íslands í gær til að keppa á ReyCup fótboltamótinu. Börnin koma úr grunnskólanum Litla-Versló sem staðsettur er í Kenía en íslenskt góðgerðarfélag rekur skólann. Hér upplifa börnin hluti sem þeir hafa aldrei prufað áður eins og að setja á sig öryggisbelti. Bakgrunnur verkefnisins tengist skólastarfi í Kenía. En á síðustu 10 árum hafa hjónin og Hafnfirðingarnir Paul Rames og Rosmary Atien með hjálp góðra vina safnað fjármagni til að reka skólastarf í Keníu. Félagið rekur skóla sem kallast litli Versló, leikskóla og nú fótboltalið þar í landi. „Síðan kemur upp þessi hugmynd að leyfa einu liðinu að taka þátt í ReyCup á Íslandi. Skipuleggjendur mótsins ákváðu að bjóða liðinu til landsins endurgjaldslaust,“ sagði Gunnar Axel Axelsson, talsmaður góðgerðarfélagsins Tears Children and Youth Aid. Þá þurfti að fjármagna allan ferðakostnað og uppihald strákanna. Góðgerðarfélagið hafði tuttugu daga til að safna ríflega þremur milljónum og það tókst. Strákarnir ganga allir í grunnskólann Litla-Versló.PAUL RAMES Heimilisaðstæður strákanna í Kenía eru erfiðar. Flestir búi við mikla fátækt og eru nokkrir þeirra munaðarlausir. Fæstir strákanna hafa farið út fyrir þorpið sitt og enginn þeirra hefur farið erlendis áður. Eins og heyra má eru strákarnir gríðarlega þakklátir fyrir tækifærið. „Mér líður vel þegar ég sé Ísland. Við komum hingað til að spila fótbolta. Ég er spenntur yfir að vera á Íslandi. Ég er glaður. Ísland er gott land og þetta er góð borg. Þakka ykkur fyrir,“ sagði einn strákanna. Fótboltaliðið kom til landsins í gær og segir Gunnar að frá því að ferðalagið hófst hafi strákarnir upplifað heiminn á nýjan hátt „Bara það að fara í bílferð. Við þurftum að kenna þeim að nota öryggisbelti. Í morgun fengu þeir allir hver sinn fótbolta, en enginn þeirra hefur átt sinn fótbolta sjálfur,“ sagði Gunnar. Í gær fóru strákarnir í sundferð sem var hápunktur dagsins. „Ég í rauninni uppgötvaði ekki fyrr en við komum í fataklefann og fórum að gera okkur klára að þetta var í fyrsta skipti sem þeir fóru í sturtu. Það var risa stór upplifun fyrir þá og í rauninni hefðum við getað sleppt sundferðinni því sturtuferðin var svo merkileg. Það var algjörlega frábært augnablik þegar þeir hlupu og við horfðum á heilt Kenískt fótboltalið hlaupa inn í Suðurbæjarlaug og þeir hoppuðu allir ofan í laugina á sama tíma. Leikurinn í þeim og gleðin var alveg ótrúleg,“ sagði Gunnar Axel. Fótboltaliðið við komuna til ÍslandsAÐSEND MYND Íslandsvinir Kenía ReyCup Íþróttir barna Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Kenísk fótboltabörn komu til Íslands í gær til að keppa á ReyCup fótboltamótinu. Börnin koma úr grunnskólanum Litla-Versló sem staðsettur er í Kenía en íslenskt góðgerðarfélag rekur skólann. Hér upplifa börnin hluti sem þeir hafa aldrei prufað áður eins og að setja á sig öryggisbelti. Bakgrunnur verkefnisins tengist skólastarfi í Kenía. En á síðustu 10 árum hafa hjónin og Hafnfirðingarnir Paul Rames og Rosmary Atien með hjálp góðra vina safnað fjármagni til að reka skólastarf í Keníu. Félagið rekur skóla sem kallast litli Versló, leikskóla og nú fótboltalið þar í landi. „Síðan kemur upp þessi hugmynd að leyfa einu liðinu að taka þátt í ReyCup á Íslandi. Skipuleggjendur mótsins ákváðu að bjóða liðinu til landsins endurgjaldslaust,“ sagði Gunnar Axel Axelsson, talsmaður góðgerðarfélagsins Tears Children and Youth Aid. Þá þurfti að fjármagna allan ferðakostnað og uppihald strákanna. Góðgerðarfélagið hafði tuttugu daga til að safna ríflega þremur milljónum og það tókst. Strákarnir ganga allir í grunnskólann Litla-Versló.PAUL RAMES Heimilisaðstæður strákanna í Kenía eru erfiðar. Flestir búi við mikla fátækt og eru nokkrir þeirra munaðarlausir. Fæstir strákanna hafa farið út fyrir þorpið sitt og enginn þeirra hefur farið erlendis áður. Eins og heyra má eru strákarnir gríðarlega þakklátir fyrir tækifærið. „Mér líður vel þegar ég sé Ísland. Við komum hingað til að spila fótbolta. Ég er spenntur yfir að vera á Íslandi. Ég er glaður. Ísland er gott land og þetta er góð borg. Þakka ykkur fyrir,“ sagði einn strákanna. Fótboltaliðið kom til landsins í gær og segir Gunnar að frá því að ferðalagið hófst hafi strákarnir upplifað heiminn á nýjan hátt „Bara það að fara í bílferð. Við þurftum að kenna þeim að nota öryggisbelti. Í morgun fengu þeir allir hver sinn fótbolta, en enginn þeirra hefur átt sinn fótbolta sjálfur,“ sagði Gunnar. Í gær fóru strákarnir í sundferð sem var hápunktur dagsins. „Ég í rauninni uppgötvaði ekki fyrr en við komum í fataklefann og fórum að gera okkur klára að þetta var í fyrsta skipti sem þeir fóru í sturtu. Það var risa stór upplifun fyrir þá og í rauninni hefðum við getað sleppt sundferðinni því sturtuferðin var svo merkileg. Það var algjörlega frábært augnablik þegar þeir hlupu og við horfðum á heilt Kenískt fótboltalið hlaupa inn í Suðurbæjarlaug og þeir hoppuðu allir ofan í laugina á sama tíma. Leikurinn í þeim og gleðin var alveg ótrúleg,“ sagði Gunnar Axel. Fótboltaliðið við komuna til ÍslandsAÐSEND MYND
Íslandsvinir Kenía ReyCup Íþróttir barna Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira