Viðskipti erlent

Endurskipulagning Deutsche Bank gæti haft í för með sér 20.000 uppsagnir

Andri Eysteinsson skrifar
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Mainhattan, viðskiptahverfi Frankfurt.
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Mainhattan, viðskiptahverfi Frankfurt. Getty/Bloomberg
Endurskipulagning innan Deutsche Bank gæti haft með sér í för að allt að 20.000 manns missi vinnuna hjá þessum stærsta banka Þýskalands. BBC greinir frá.

Endurskipulagningin er talin munu hafa mest áhrif á fjárfestingahluta bankans og sé nánar litið á málin er talið að áhrifanna muni mest gæta á skrifstofum bankans í New York og Lundúnum. Búist er við því að yfirstjórn Deutsche Bank samþykki nýtt skipulag á fundi sínum í dag.

Viðræður um samruna Deutsche Bank og Commerzbank runnu út í sandinn í apríl og hefur það haft áhrif á mögulega skipulagningu bankans.

Þýska ríkisstjórnin studdi við samruna bankana með það að markmiði að byggja upp einn sterkan aðila í bankasýslu landsins.

Stjórn beggja banka leit þó svo á málið að gallar samruna væru fleiri en kostir og hættu því viðræðum.

Um 100.000 manns starfa hjá bankanum á heimsvísu og er því mögulegt að fimmtungi starfsmanna verði sagt upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×