Stærsti jarðskjálfti sem skekið hefur Kalíforníu í tvo áratugi Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2019 08:43 Borg englanna fann vel fyrir skjálftanum í nótt. Getty/David McNew Jarðskjálfti sem mældist að stærðinni 7,1 skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. Um er að ræða stærsta skjálfta sem mælst hefur á svæðinu í tvo áratugi.Skjálftamiðjan var á 900 metra dýpi í borginni Ridgecrest um 240km norðaustur af Los Angeles, stærstu borgar Kalíforníu.Áhrifa jarðskjálftans gætti víðar en í suðurhluta Kalíforníu en skjálftinn fannst til að mynda einnig í Las Vegas í Nevada og á landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó. Jarðskjálftafræðingurinn Dr. Lucy Jones, ráðgjafi borgarstjóra Los Angeles, sagði á blaðamannafundi að um væri að ræða skjálftahrinu en síðasta fimmtudag skók skjálfti sem mældist 6,4 svæðið. Þá hafa eftirskjálftar verið fjölmargir en sá stærsti í nótt mældist 5,5.Samkvæmt BBC hafa engar fregnir borist af dauðsföllum af völdum skjálftans en í Ridgecrest glíma íbúar við eldsvoða, gasleka og rafmagnsleysi. Skjálftinn hafði einhver áhrif á íþróttir í suðvesturhluta Bandaríkjanna en hætta þurfti leik New Orleans Pelicans og New York Knicks í sumardeild NBA-deildarinnar í körfubolta þegar fjórði leikhluti var nýhafinn. Þá sést skjálftinn vel á myndbandi sem hafnaboltaliðið Los Angeles Dodgers deildi á Twitter síðu sinni.#EarthquakeLA pic.twitter.com/yDOOEYSk4j — Los Angeles Dodgers (@Dodgers) July 6, 2019 Bandaríkin Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Jarðskjálfti sem mældist að stærðinni 7,1 skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt. Um er að ræða stærsta skjálfta sem mælst hefur á svæðinu í tvo áratugi.Skjálftamiðjan var á 900 metra dýpi í borginni Ridgecrest um 240km norðaustur af Los Angeles, stærstu borgar Kalíforníu.Áhrifa jarðskjálftans gætti víðar en í suðurhluta Kalíforníu en skjálftinn fannst til að mynda einnig í Las Vegas í Nevada og á landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó. Jarðskjálftafræðingurinn Dr. Lucy Jones, ráðgjafi borgarstjóra Los Angeles, sagði á blaðamannafundi að um væri að ræða skjálftahrinu en síðasta fimmtudag skók skjálfti sem mældist 6,4 svæðið. Þá hafa eftirskjálftar verið fjölmargir en sá stærsti í nótt mældist 5,5.Samkvæmt BBC hafa engar fregnir borist af dauðsföllum af völdum skjálftans en í Ridgecrest glíma íbúar við eldsvoða, gasleka og rafmagnsleysi. Skjálftinn hafði einhver áhrif á íþróttir í suðvesturhluta Bandaríkjanna en hætta þurfti leik New Orleans Pelicans og New York Knicks í sumardeild NBA-deildarinnar í körfubolta þegar fjórði leikhluti var nýhafinn. Þá sést skjálftinn vel á myndbandi sem hafnaboltaliðið Los Angeles Dodgers deildi á Twitter síðu sinni.#EarthquakeLA pic.twitter.com/yDOOEYSk4j — Los Angeles Dodgers (@Dodgers) July 6, 2019
Bandaríkin Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira