Skógarbændur segja geitur vera skaðræðisskepnur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. júlí 2019 08:00 Geitur éta það sem þeim þykir gott, segir oddvitinn. "Það geta verið tré, runnar og blóm.“ Fréttablaðið/Vilhelm „Örfáir landeigendur á Héraði hafa verið að fá sér geitur og hafa undirritaðir átt í vök að verjast undan ágangi þeirra,“ segir í bréfi tveggja skógarbænda til Fljótsdalshrepps. Eigendur sumarbústaðalands í Fljótsdalshreppi hafa einnig mótmælt lausagöngu geita. Segja skógarbændurnir tveir á Droplaugarstöðum og Geirólfsstöðum það einkennilegt að ekki hafi verið brugðist við kvörtunum þeirra. Háum fjárhæðum af almannafé hafi verið varið til að girða af skógræktarlandið. Geitunum haldi hins vegar ekki girðingar sem haldi sauðfé. „Geitur eru skaðræðis skepnur á nýgróðursetningum og ungskógum, skemma mikið og drepa tré með ágangi sínum,“ segir í bréfi bændanna. Vegna þess hversu mikið geitur skemmi og auki kostnað segjast þeir leggja eindregið til að lausaganga geita verði bönnuð í Fljótsdalshreppi. Málið hefur ekki verið afgreitt á vettvangi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs á Egilsstöðum en sveitarstjórn Fljótsdalshrepps hafnaði tillögunni um bann. „Að sinni verður ekki sett á lausagöngubann geita. Sveitarstjórn skilur áhyggjur sem fram koma í erindunum og hvetur búfjáreigendur til að leitast við að sjá til þess að búfé þeirra valdi ekki skemmdum á eigum annarra,“ segir í bókun sveitastjórnarinnar sem kveður stefnt að því að gera búfjársamþykkt fyrir hreppinn og setja þar umgjörð um búfjárhald. „Þær borða náttúrlega það sem þeim þykir gott. Það geta auðvitað verið tré, runnar og blóm og annað sem verður á vegi þeirra,“ segir Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps, um geiturnar. Hún kveðst halda að um sé að ræða sex geitur í hennar sveitarfélagi. „Þetta eru frekar léttar skepnur og það er talað um að þær haldist illa innan girðinga og reyni alltaf að vera sem hæst uppi – ef það er einn klettur í nágrenninu þá eru þær þar,“ útskýrir oddvitinn. Að sögn Gunnhildar hafa geiturnar ekki unnið skemmdir á áðurnefndu sumarbústaðalandi. „Þeir vita að það eru geitur á bænum og þóttust vissir um að geiturnar myndi valda einhverjum skemmdun en það er ekkert slíkt sem liggur fyrir í dag,“ segir oddvitinn. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Fljótsdalshreppur Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
„Örfáir landeigendur á Héraði hafa verið að fá sér geitur og hafa undirritaðir átt í vök að verjast undan ágangi þeirra,“ segir í bréfi tveggja skógarbænda til Fljótsdalshrepps. Eigendur sumarbústaðalands í Fljótsdalshreppi hafa einnig mótmælt lausagöngu geita. Segja skógarbændurnir tveir á Droplaugarstöðum og Geirólfsstöðum það einkennilegt að ekki hafi verið brugðist við kvörtunum þeirra. Háum fjárhæðum af almannafé hafi verið varið til að girða af skógræktarlandið. Geitunum haldi hins vegar ekki girðingar sem haldi sauðfé. „Geitur eru skaðræðis skepnur á nýgróðursetningum og ungskógum, skemma mikið og drepa tré með ágangi sínum,“ segir í bréfi bændanna. Vegna þess hversu mikið geitur skemmi og auki kostnað segjast þeir leggja eindregið til að lausaganga geita verði bönnuð í Fljótsdalshreppi. Málið hefur ekki verið afgreitt á vettvangi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs á Egilsstöðum en sveitarstjórn Fljótsdalshrepps hafnaði tillögunni um bann. „Að sinni verður ekki sett á lausagöngubann geita. Sveitarstjórn skilur áhyggjur sem fram koma í erindunum og hvetur búfjáreigendur til að leitast við að sjá til þess að búfé þeirra valdi ekki skemmdum á eigum annarra,“ segir í bókun sveitastjórnarinnar sem kveður stefnt að því að gera búfjársamþykkt fyrir hreppinn og setja þar umgjörð um búfjárhald. „Þær borða náttúrlega það sem þeim þykir gott. Það geta auðvitað verið tré, runnar og blóm og annað sem verður á vegi þeirra,“ segir Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps, um geiturnar. Hún kveðst halda að um sé að ræða sex geitur í hennar sveitarfélagi. „Þetta eru frekar léttar skepnur og það er talað um að þær haldist illa innan girðinga og reyni alltaf að vera sem hæst uppi – ef það er einn klettur í nágrenninu þá eru þær þar,“ útskýrir oddvitinn. Að sögn Gunnhildar hafa geiturnar ekki unnið skemmdir á áðurnefndu sumarbústaðalandi. „Þeir vita að það eru geitur á bænum og þóttust vissir um að geiturnar myndi valda einhverjum skemmdun en það er ekkert slíkt sem liggur fyrir í dag,“ segir oddvitinn.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Fljótsdalshreppur Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira