Sýknaður þótt niðurbrotsefni fyndust í þvagi Jakob Bjarnar skrifar 5. júlí 2019 13:25 Gísli Tryggvason lögmaður er harla ánægður með nýfallinn dóm og segir hann til marks um tímamót. Fréttablaðið/Anton Brink Í vikunni féll dómur þar sem maður nokkur var sýknaður af ákæru um að hafa verið undir áhrifum við akstur ökutækis. Reyndar fleiri en einn. Gísli Tryggvason lögmaður segir að um tímamótadóma sé að ræða en hann metur það svo að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á forsendum niðurbrotsefna í þvagi. Sem stenst enga skoðun. „Ég, eins og fleiri verjendur, hef reynt að verja menn gegn ásökunum um að keyra bíl undir áhrifum á þessum forsendum. Algengast hjá mínum skjólstæðingum er að um sé að ræða niðurbrotsefni kannabis í þvagi. Ákæra og gögn sýna kannabis í blóði, virk efni eða svokölluð niðurbrotsefni í þvagi. Sem eru þá oft bara restar sem menn neyttu fyrir einhverjum dögum eða jafnvel vikum,“ segir Gísli til útskýringar.Lög sem stangast á við vísindalegar staðreyndir Lögmaðurinn segir að vísindalega liggi það fyrir að menn séu ekkert undir áhrifum þó niðurbrotsefni finnist í þvagi. Hann segir að árið 2006 hafi verið gerð breyting á umferðarlögum, þess efnis að menn teldust vera undir áhrifum ef efni fyndust annað hvort í blóði eða þvagi. „Þarna voru sett lög sem stönguðust á við vísindalegar staðreyndir,“ segir Gísli. En allar götur síðan, á þessum þrettán árum frá því lögin voru sett, hafa verjendur reynt að fá þessu hnekkt án árangurs. „Þarna var löggjafinn að setja reglu sem jafngildir því að allt sem er gult teldist vera ostur. Þó það sé ekki ostur samkvæmt mjólkurfræðingum,“ segir Gísli sem reyndi að nota þessa líkingu við dómara sem var þá ekki móttækilegur fyrir þessari röksemdafærslu. Nú refsilaust finnist merki um ávana- og fíkniefni í þvagi Gísli segir að algengt hafi verið að menn hafi losnað við sviptingu ökuréttinda, sem voru í þessari stöðu, en þeir hafi fengið sektir. Nú sé þessu óréttlæti lokið, þessu misræmi milli laga og vísinda. Lagabreyting hefur verið gerð, þegar Alþingi samþykkti ný umferðarlög 11. júní síðastliðinn og samkvæmt þeim er mönnum refsilaust þótt merki um ávana– og fíkniefni finnist í þvagi þeirra. Þetta má sjá í dómi sem Gísli hefur nú undir höndum.Úr dómsorði. Gísli segir að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á forsendum laga sem stangast á við vísindlegar staðreyndir.Gísli segir flesta sammála um að refsa beri þeim sem að sönnu eru undir áhrifum þegar þeir eru að stýra ökutæki. En, illu heilli hafi þessi regla verið sett inn á sínum tíma til að einfalda sönnun. Lögmenn hafa vísað til nýrra umferðarlaga og sækjendur þá bent á að lögin hafi ekki tekið gildi þegar hið meinta brot var framið en Gísli benti þá á að mat löggjafans hafi breyst á ætluðum verknaði og sekt og því beri að meta þetta afturvirk. Refsilög eru afturvirk þegar þau eru ívilnandi. Gísli fagnar þessu en hann metur það svo, spurður, að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á þessum vafasömu forsendum. „Og sjálfsagt miklu fleiri sem hafa gengist undir sektargerðir. Fæstir taka til varna nemaþegar þeir sjá einhvern möguleika á slíku, þá að vörnin gangi upp miðað við fordæmi. Á mínum stutta ferli sem sakamálalögmaður hef ég verið með mörg svona mál á minni könnu. Þannig að þau hljóta að skipta hundruðum.“ Dómsmál Kannabis Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Í vikunni féll dómur þar sem maður nokkur var sýknaður af ákæru um að hafa verið undir áhrifum við akstur ökutækis. Reyndar fleiri en einn. Gísli Tryggvason lögmaður segir að um tímamótadóma sé að ræða en hann metur það svo að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á forsendum niðurbrotsefna í þvagi. Sem stenst enga skoðun. „Ég, eins og fleiri verjendur, hef reynt að verja menn gegn ásökunum um að keyra bíl undir áhrifum á þessum forsendum. Algengast hjá mínum skjólstæðingum er að um sé að ræða niðurbrotsefni kannabis í þvagi. Ákæra og gögn sýna kannabis í blóði, virk efni eða svokölluð niðurbrotsefni í þvagi. Sem eru þá oft bara restar sem menn neyttu fyrir einhverjum dögum eða jafnvel vikum,“ segir Gísli til útskýringar.Lög sem stangast á við vísindalegar staðreyndir Lögmaðurinn segir að vísindalega liggi það fyrir að menn séu ekkert undir áhrifum þó niðurbrotsefni finnist í þvagi. Hann segir að árið 2006 hafi verið gerð breyting á umferðarlögum, þess efnis að menn teldust vera undir áhrifum ef efni fyndust annað hvort í blóði eða þvagi. „Þarna voru sett lög sem stönguðust á við vísindalegar staðreyndir,“ segir Gísli. En allar götur síðan, á þessum þrettán árum frá því lögin voru sett, hafa verjendur reynt að fá þessu hnekkt án árangurs. „Þarna var löggjafinn að setja reglu sem jafngildir því að allt sem er gult teldist vera ostur. Þó það sé ekki ostur samkvæmt mjólkurfræðingum,“ segir Gísli sem reyndi að nota þessa líkingu við dómara sem var þá ekki móttækilegur fyrir þessari röksemdafærslu. Nú refsilaust finnist merki um ávana- og fíkniefni í þvagi Gísli segir að algengt hafi verið að menn hafi losnað við sviptingu ökuréttinda, sem voru í þessari stöðu, en þeir hafi fengið sektir. Nú sé þessu óréttlæti lokið, þessu misræmi milli laga og vísinda. Lagabreyting hefur verið gerð, þegar Alþingi samþykkti ný umferðarlög 11. júní síðastliðinn og samkvæmt þeim er mönnum refsilaust þótt merki um ávana– og fíkniefni finnist í þvagi þeirra. Þetta má sjá í dómi sem Gísli hefur nú undir höndum.Úr dómsorði. Gísli segir að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á forsendum laga sem stangast á við vísindlegar staðreyndir.Gísli segir flesta sammála um að refsa beri þeim sem að sönnu eru undir áhrifum þegar þeir eru að stýra ökutæki. En, illu heilli hafi þessi regla verið sett inn á sínum tíma til að einfalda sönnun. Lögmenn hafa vísað til nýrra umferðarlaga og sækjendur þá bent á að lögin hafi ekki tekið gildi þegar hið meinta brot var framið en Gísli benti þá á að mat löggjafans hafi breyst á ætluðum verknaði og sekt og því beri að meta þetta afturvirk. Refsilög eru afturvirk þegar þau eru ívilnandi. Gísli fagnar þessu en hann metur það svo, spurður, að tugir ef ekki hundruð manna hafi verið dæmdir á þessum vafasömu forsendum. „Og sjálfsagt miklu fleiri sem hafa gengist undir sektargerðir. Fæstir taka til varna nemaþegar þeir sjá einhvern möguleika á slíku, þá að vörnin gangi upp miðað við fordæmi. Á mínum stutta ferli sem sakamálalögmaður hef ég verið með mörg svona mál á minni könnu. Þannig að þau hljóta að skipta hundruðum.“
Dómsmál Kannabis Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira