Sjóðurinn snuðaður og ráðuneyti á flótta 5. júlí 2019 08:15 Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, segir ráðuneytið hunsa erindi sjóðsins. Fréttablaðið/GVA „Við erum að mótmæla þessari reglugerð sem sett var í byrjun desember en við erum búin að bíða í fjóra mánuði eftir svari og það virðist lítið bóla á því,“ segir Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ). Lögfræðingur sjóðsins hefur reynt að fá svör frá félagsmálaráðuneytinu án árangurs. Breytingarnar sem sjóðurinn gagnrýnir varða reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir. Með breytingarreglugerðinni er aukið við stofnreglugerðina ákvæði þess efnis að minnst tveir þriðju hlutar fjármagns sem til úthlutunar sé skuli renna til íbúða sem ætlaðar eru tekju- og eignalitlum leigjendum á vinnumarkaði. Af ákvæði þessu leiðir að í mesta lagi einn þriðji af því fjármagni sem stjórnvöld hafa ákveðið að verja í stofnframlög samkvæmt lögum kemur til greina við úthlutanir framlaga til byggingar eða kaupa á íbúðum sem ætlaðar eru öryrkjum, öldruðum, námsmönnum eða öðrum hópum sem falla undir lögin og eru ekki á vinnumarkaði.Lögfræðingur Brynju krefur Ásmund Einar Daðason, félagsmálaráðherra, um afstöðu. Fjórum mánuðum síðar hefur hún ekki fengist.„Þannig að 67 prósent af stofnframlögum fari til leigufélaga sem eru að þjóna fólki á vinnumarkaði, síðan fá sveitarfélögin 25 prósent og þá eru ekki nema átta prósent eftir fyrir öryrkja, aldraða og námsmenn af heildarpakkanum, sem er nú töluvert stór,“ segir Björn Arnar og segir sjóðinn og lögfræðinga hans telja að þarna sé að auki verið að brjóta gegn jafnræðisreglunni. Í ítrekuðum erindum lögfræðings hússjóðsins til ráðuneytisins, sem síðast var ítrekað nú í lok júní er óskað eftir afstöðu ráðherra um hvort og þá hvernig tiltekin ákvæði reglugerðarinnar eigi sér stoð í lögum og stjórnarskrá. Engin svör hafa þó borist Brynju í fjóra mánuði og segir Björn Arnar að menn séu orðnir langeygir. „Ráðuneytið virðist ekki ætla að svara, ég veit ekki hvort það er svona erfitt að svara þessu. En þetta hefur töluverð áhrif og við erum ósátt við hvert megnið af peningunum er að fara,“ segir Björn Arnar. „Við erum með 600 manns á biðlista og höfum lokað fyrir hann því við teljum okkur ekkert geta komist áfram meðan við fáum engin stofnframlög frá ríki og sveitarfélögum.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
„Við erum að mótmæla þessari reglugerð sem sett var í byrjun desember en við erum búin að bíða í fjóra mánuði eftir svari og það virðist lítið bóla á því,“ segir Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ). Lögfræðingur sjóðsins hefur reynt að fá svör frá félagsmálaráðuneytinu án árangurs. Breytingarnar sem sjóðurinn gagnrýnir varða reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir. Með breytingarreglugerðinni er aukið við stofnreglugerðina ákvæði þess efnis að minnst tveir þriðju hlutar fjármagns sem til úthlutunar sé skuli renna til íbúða sem ætlaðar eru tekju- og eignalitlum leigjendum á vinnumarkaði. Af ákvæði þessu leiðir að í mesta lagi einn þriðji af því fjármagni sem stjórnvöld hafa ákveðið að verja í stofnframlög samkvæmt lögum kemur til greina við úthlutanir framlaga til byggingar eða kaupa á íbúðum sem ætlaðar eru öryrkjum, öldruðum, námsmönnum eða öðrum hópum sem falla undir lögin og eru ekki á vinnumarkaði.Lögfræðingur Brynju krefur Ásmund Einar Daðason, félagsmálaráðherra, um afstöðu. Fjórum mánuðum síðar hefur hún ekki fengist.„Þannig að 67 prósent af stofnframlögum fari til leigufélaga sem eru að þjóna fólki á vinnumarkaði, síðan fá sveitarfélögin 25 prósent og þá eru ekki nema átta prósent eftir fyrir öryrkja, aldraða og námsmenn af heildarpakkanum, sem er nú töluvert stór,“ segir Björn Arnar og segir sjóðinn og lögfræðinga hans telja að þarna sé að auki verið að brjóta gegn jafnræðisreglunni. Í ítrekuðum erindum lögfræðings hússjóðsins til ráðuneytisins, sem síðast var ítrekað nú í lok júní er óskað eftir afstöðu ráðherra um hvort og þá hvernig tiltekin ákvæði reglugerðarinnar eigi sér stoð í lögum og stjórnarskrá. Engin svör hafa þó borist Brynju í fjóra mánuði og segir Björn Arnar að menn séu orðnir langeygir. „Ráðuneytið virðist ekki ætla að svara, ég veit ekki hvort það er svona erfitt að svara þessu. En þetta hefur töluverð áhrif og við erum ósátt við hvert megnið af peningunum er að fara,“ segir Björn Arnar. „Við erum með 600 manns á biðlista og höfum lokað fyrir hann því við teljum okkur ekkert geta komist áfram meðan við fáum engin stofnframlög frá ríki og sveitarfélögum.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira