Gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2019 12:30 Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður Datacell og Sunshine Press Productions. Vísir/Vilhelm Valitor hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.2 milljarða króna í skaðabætur. Lögmaður fyrirtækjanna tveggja segir gott að málinu sé lokið og gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum. Deilur hafa ríkt milli félaganna en forsaga málsins er sú að Wikileaks tók við styrkjum í gegnum greiðslugátt sem Datacell og SPP ráku. Degi eftir að greiðslugáttin var opnuð lokaði Valitor á hana. Í fréttablaðinu í dag kemur fram að í dómi Hæstaréttar var því slegið föstu að riftun samningsins hafi verið ólögmæt, en síðan þá hafa deilur snúist um skaðabótakröfu vegna riftunar. Skaðabótakrafan hljóðar upp á 1.2 milljarða króna og segir lögmaður Datacell og SPP blendnar tilfinningar fylgja slíku samkomulagi. „Það má segja að þegar samkomulag er gert þá eru það oft blendnar tilfinningar. Menn ná ekki öllu sínu fram eins og upp var lagt með. Það er stundum sagt í lögmennsku að bestu sættirnar séu þær sem báðir aðilar eru ósáttir við. Ætli það sé ekki staðan í dag. En það er hins vegar bara gott að þessu máli sé lokið. Nú er hægt að henda þessu aftur fyrir sig og snúa sér að öðru,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Hann segist búast við því að starfsemi og rekstur WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum enda er SPP rekstraraðili uppljóstrunarsíðunnar. „Já sko það er SPP sem er minn umbjóðandi sem er rekstraraðili uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks, þannig já ég gef mér það að starfsemi og rekstur wikileaks muni njóta góðs af þessu án þess að ég viti nákvæmlega hvernig þessu verði háttað,“ sagði Sveinn Andri. Í fréttatilkynningu frá Valitor kemur fram að gagnkvæmur trúnaður ríki um efni samkomulagsins og verði því ekki greint frekar frá einstökum atriðum þess. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor segir að til grundvallar samkomulaginu hafi legið mat á hagsmunum Valitor auk þess sem horft var til söluferlis félagsins.Greiðslugáttin sem Wikileaks þáði styrki í gegnum var lokað fyrirvaralaust af Valitor 8. júlí 2011, degi eftir opnun hennar.Fréttablaðið/Stefán WikiLeaks Tengdar fréttir Valitor fellst á að greiða Datacell og SPP 1.200 milljónir Samkomulag náðst um að greiðslumiðlunarfyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, greiði Datacell og SPP, rekstrarfélagi WikiLeaks, skaðabætur í samræmi við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í apríl. 4. júlí 2019 06:15 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Valitor hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.2 milljarða króna í skaðabætur. Lögmaður fyrirtækjanna tveggja segir gott að málinu sé lokið og gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum. Deilur hafa ríkt milli félaganna en forsaga málsins er sú að Wikileaks tók við styrkjum í gegnum greiðslugátt sem Datacell og SPP ráku. Degi eftir að greiðslugáttin var opnuð lokaði Valitor á hana. Í fréttablaðinu í dag kemur fram að í dómi Hæstaréttar var því slegið föstu að riftun samningsins hafi verið ólögmæt, en síðan þá hafa deilur snúist um skaðabótakröfu vegna riftunar. Skaðabótakrafan hljóðar upp á 1.2 milljarða króna og segir lögmaður Datacell og SPP blendnar tilfinningar fylgja slíku samkomulagi. „Það má segja að þegar samkomulag er gert þá eru það oft blendnar tilfinningar. Menn ná ekki öllu sínu fram eins og upp var lagt með. Það er stundum sagt í lögmennsku að bestu sættirnar séu þær sem báðir aðilar eru ósáttir við. Ætli það sé ekki staðan í dag. En það er hins vegar bara gott að þessu máli sé lokið. Nú er hægt að henda þessu aftur fyrir sig og snúa sér að öðru,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Hann segist búast við því að starfsemi og rekstur WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum enda er SPP rekstraraðili uppljóstrunarsíðunnar. „Já sko það er SPP sem er minn umbjóðandi sem er rekstraraðili uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks, þannig já ég gef mér það að starfsemi og rekstur wikileaks muni njóta góðs af þessu án þess að ég viti nákvæmlega hvernig þessu verði háttað,“ sagði Sveinn Andri. Í fréttatilkynningu frá Valitor kemur fram að gagnkvæmur trúnaður ríki um efni samkomulagsins og verði því ekki greint frekar frá einstökum atriðum þess. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor segir að til grundvallar samkomulaginu hafi legið mat á hagsmunum Valitor auk þess sem horft var til söluferlis félagsins.Greiðslugáttin sem Wikileaks þáði styrki í gegnum var lokað fyrirvaralaust af Valitor 8. júlí 2011, degi eftir opnun hennar.Fréttablaðið/Stefán
WikiLeaks Tengdar fréttir Valitor fellst á að greiða Datacell og SPP 1.200 milljónir Samkomulag náðst um að greiðslumiðlunarfyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, greiði Datacell og SPP, rekstrarfélagi WikiLeaks, skaðabætur í samræmi við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í apríl. 4. júlí 2019 06:15 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Valitor fellst á að greiða Datacell og SPP 1.200 milljónir Samkomulag náðst um að greiðslumiðlunarfyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, greiði Datacell og SPP, rekstrarfélagi WikiLeaks, skaðabætur í samræmi við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í apríl. 4. júlí 2019 06:15