Fiskeldi er fjöregg Sigurður Pétursson skrifar 19. júlí 2019 18:36 Í grein Bjarna Brynjólfssonar frá 16. júlí sl. undir yfirskriftinni „Leikurinn að fjöregginu“ er dregin upp dökk mynd af fiskeldi í sjó og gefið í skyn að ef laxeldi yrði leyft í Ísafjarðardjúpi myndi það leiða til neikvæðra áhrifa á allt dýralíf á svæðinu. Reyndar minnist greinarhöfundur ekkert á fjölmörg jákvæð áhrif fiskeldis á fyrrum sveitunga sína í Djúpinu. Fiskeldisbóndanum frá Vestfjörðum finnst upplýsingagjöfin frá skrifstofunni í Reykjavík ekki alveg vera í samræmi við þá reynslu sem þegar er komin af fiskeldinu.Óupplýst umræða gagnast engum og best er þeir sem áhuga hafa á að kynna sér fiskeldið á Vestfjörðum komi og skoði þá nútímalegu starfsemi sem þar er nú þannig að hægt sé að kynna sér staðreyndir og mynda sér síðan skoðun á þessari einni umhverfisvænustu framleiðslu dýrapróteina sem völ er á. Fiskeldi hefur verið að byggjast upp á undanförnum árum og nærtækt að líta til áralangs eldis í Dýrafirði. Ólíkt því sem haldið er fram í grein Bjarna er eldisbúnaður í dag í samræmi við hörðustu kröfur sem fyrirfinnast (NS9415 staðalinn). Eldið er þar að auki vottað samkvæmt strangasta umhverfisstaðli Aquaculture Stewardship Council (ASC) fyrir eldisframleiðslu. Engin sýklalyf eru notuð í framleiðslunn. Hér fara saman hagsmunir eldisbænda og umhverfisins sem og þær stöngu kröfur sem neytendur gera á vistvæna matvælaframleiðslu. Laxalús getur borist frá villtum laxi í eldið en það sem Bjarni ekki þekkir er að í samráði við vísindamenn höfum við hingað til haldið þessu sníkjudýri niðri með þróun aðferða á sambýli hrognkelsa og laxa þar sem hinir fyrrgreindu éta lúsina af laxinum. Þau áhrif sem eldissvæðin hafa skapað varðandi bolfisk í firðinum eru að villti fiskurinn virðist sækja í skjólið af kvíasvæðunum sem hefur myndað ný veiðisvæði sem smábátasjómenn hafa notið góðs af. Nærri einu af helstu eldissvæðunum í Dýrafirði er æðarvarp sem hefur dafnað mjög vel í annars erfiðu árferði fyrir marga æðabændur. Eldið í Dýrafirði hefur einnig haft jákvæð áhrif á samfélagið þar sem Arctic Fish er nú orðinn stærsti atvinnuveitandinn á svæðinu og sömu sögu er að segja um eldi á silung og þorski í Ísafjarðardjúpi. Í niðurlagi greinar leggur höfundur til að laxeldið fari á land. Arctic Fish er þegar með seiðaframleiðslu sína í endurnýtingarkerfi (RAS) í nýjum byggingum, þeim stærstu á Vestfjörðum, þar sem framleidd eru upp undir 500 tonn af lífmassa. Ef færa ætti áætlað burðarþol Ísafjarðardjúps upp á land þyrfti til þess mikið landrými og mun meira rafmagn en tiltækt er á þessu svæði. Uppbygging fiskeldis í sjó á eldissvæðum á landsbyggðinni er í samræmi við stefnu Matvælastofnunar Sameinuðu Þjóðanna (FAO), sem leggur áherslu á að auka umhverfisvæna matvælaframleiðslu, þar sem sérstök áhersla er á fiskeldi í sjó. Ég tel að við Íslendingar ættum að halda áfram að nýta bakgrunn okkar í sjávarútvegi og fiskeldi sem og nýta þær náttúrulegu auðlindir sem við eigum í hreinu vatni, jarðvarma og hreinni raforku til uppbyggingar á framleiðslu á stórum seiðum/unglax til fiskeldis í sjó. Ísafjarðardjúp er að mörgu leyti sambærilegt Dýrafirðinum þar sem þegar hefur verið byggt í þrepum upp laxeldi og ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu á varkáran hátt að hefja eldi í Djúpinu.Höfundur er fiskeldisbóndi hjá Arctic Fish. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Tengdar fréttir Leikurinn að fjöregginu Ákafir talsmenn sjókvíaeldis á laxi í fjörðum landsins hafa tíðrætt þann ábata sem sjávarbyggðir á eldissvæðunum geta haft af eldinu svo og þjóðhagslegan ávinning 16. júlí 2019 07:00 Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í grein Bjarna Brynjólfssonar frá 16. júlí sl. undir yfirskriftinni „Leikurinn að fjöregginu“ er dregin upp dökk mynd af fiskeldi í sjó og gefið í skyn að ef laxeldi yrði leyft í Ísafjarðardjúpi myndi það leiða til neikvæðra áhrifa á allt dýralíf á svæðinu. Reyndar minnist greinarhöfundur ekkert á fjölmörg jákvæð áhrif fiskeldis á fyrrum sveitunga sína í Djúpinu. Fiskeldisbóndanum frá Vestfjörðum finnst upplýsingagjöfin frá skrifstofunni í Reykjavík ekki alveg vera í samræmi við þá reynslu sem þegar er komin af fiskeldinu.Óupplýst umræða gagnast engum og best er þeir sem áhuga hafa á að kynna sér fiskeldið á Vestfjörðum komi og skoði þá nútímalegu starfsemi sem þar er nú þannig að hægt sé að kynna sér staðreyndir og mynda sér síðan skoðun á þessari einni umhverfisvænustu framleiðslu dýrapróteina sem völ er á. Fiskeldi hefur verið að byggjast upp á undanförnum árum og nærtækt að líta til áralangs eldis í Dýrafirði. Ólíkt því sem haldið er fram í grein Bjarna er eldisbúnaður í dag í samræmi við hörðustu kröfur sem fyrirfinnast (NS9415 staðalinn). Eldið er þar að auki vottað samkvæmt strangasta umhverfisstaðli Aquaculture Stewardship Council (ASC) fyrir eldisframleiðslu. Engin sýklalyf eru notuð í framleiðslunn. Hér fara saman hagsmunir eldisbænda og umhverfisins sem og þær stöngu kröfur sem neytendur gera á vistvæna matvælaframleiðslu. Laxalús getur borist frá villtum laxi í eldið en það sem Bjarni ekki þekkir er að í samráði við vísindamenn höfum við hingað til haldið þessu sníkjudýri niðri með þróun aðferða á sambýli hrognkelsa og laxa þar sem hinir fyrrgreindu éta lúsina af laxinum. Þau áhrif sem eldissvæðin hafa skapað varðandi bolfisk í firðinum eru að villti fiskurinn virðist sækja í skjólið af kvíasvæðunum sem hefur myndað ný veiðisvæði sem smábátasjómenn hafa notið góðs af. Nærri einu af helstu eldissvæðunum í Dýrafirði er æðarvarp sem hefur dafnað mjög vel í annars erfiðu árferði fyrir marga æðabændur. Eldið í Dýrafirði hefur einnig haft jákvæð áhrif á samfélagið þar sem Arctic Fish er nú orðinn stærsti atvinnuveitandinn á svæðinu og sömu sögu er að segja um eldi á silung og þorski í Ísafjarðardjúpi. Í niðurlagi greinar leggur höfundur til að laxeldið fari á land. Arctic Fish er þegar með seiðaframleiðslu sína í endurnýtingarkerfi (RAS) í nýjum byggingum, þeim stærstu á Vestfjörðum, þar sem framleidd eru upp undir 500 tonn af lífmassa. Ef færa ætti áætlað burðarþol Ísafjarðardjúps upp á land þyrfti til þess mikið landrými og mun meira rafmagn en tiltækt er á þessu svæði. Uppbygging fiskeldis í sjó á eldissvæðum á landsbyggðinni er í samræmi við stefnu Matvælastofnunar Sameinuðu Þjóðanna (FAO), sem leggur áherslu á að auka umhverfisvæna matvælaframleiðslu, þar sem sérstök áhersla er á fiskeldi í sjó. Ég tel að við Íslendingar ættum að halda áfram að nýta bakgrunn okkar í sjávarútvegi og fiskeldi sem og nýta þær náttúrulegu auðlindir sem við eigum í hreinu vatni, jarðvarma og hreinni raforku til uppbyggingar á framleiðslu á stórum seiðum/unglax til fiskeldis í sjó. Ísafjarðardjúp er að mörgu leyti sambærilegt Dýrafirðinum þar sem þegar hefur verið byggt í þrepum upp laxeldi og ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu á varkáran hátt að hefja eldi í Djúpinu.Höfundur er fiskeldisbóndi hjá Arctic Fish.
Leikurinn að fjöregginu Ákafir talsmenn sjókvíaeldis á laxi í fjörðum landsins hafa tíðrætt þann ábata sem sjávarbyggðir á eldissvæðunum geta haft af eldinu svo og þjóðhagslegan ávinning 16. júlí 2019 07:00
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun