Fiskeldi er fjöregg Sigurður Pétursson skrifar 19. júlí 2019 18:36 Í grein Bjarna Brynjólfssonar frá 16. júlí sl. undir yfirskriftinni „Leikurinn að fjöregginu“ er dregin upp dökk mynd af fiskeldi í sjó og gefið í skyn að ef laxeldi yrði leyft í Ísafjarðardjúpi myndi það leiða til neikvæðra áhrifa á allt dýralíf á svæðinu. Reyndar minnist greinarhöfundur ekkert á fjölmörg jákvæð áhrif fiskeldis á fyrrum sveitunga sína í Djúpinu. Fiskeldisbóndanum frá Vestfjörðum finnst upplýsingagjöfin frá skrifstofunni í Reykjavík ekki alveg vera í samræmi við þá reynslu sem þegar er komin af fiskeldinu.Óupplýst umræða gagnast engum og best er þeir sem áhuga hafa á að kynna sér fiskeldið á Vestfjörðum komi og skoði þá nútímalegu starfsemi sem þar er nú þannig að hægt sé að kynna sér staðreyndir og mynda sér síðan skoðun á þessari einni umhverfisvænustu framleiðslu dýrapróteina sem völ er á. Fiskeldi hefur verið að byggjast upp á undanförnum árum og nærtækt að líta til áralangs eldis í Dýrafirði. Ólíkt því sem haldið er fram í grein Bjarna er eldisbúnaður í dag í samræmi við hörðustu kröfur sem fyrirfinnast (NS9415 staðalinn). Eldið er þar að auki vottað samkvæmt strangasta umhverfisstaðli Aquaculture Stewardship Council (ASC) fyrir eldisframleiðslu. Engin sýklalyf eru notuð í framleiðslunn. Hér fara saman hagsmunir eldisbænda og umhverfisins sem og þær stöngu kröfur sem neytendur gera á vistvæna matvælaframleiðslu. Laxalús getur borist frá villtum laxi í eldið en það sem Bjarni ekki þekkir er að í samráði við vísindamenn höfum við hingað til haldið þessu sníkjudýri niðri með þróun aðferða á sambýli hrognkelsa og laxa þar sem hinir fyrrgreindu éta lúsina af laxinum. Þau áhrif sem eldissvæðin hafa skapað varðandi bolfisk í firðinum eru að villti fiskurinn virðist sækja í skjólið af kvíasvæðunum sem hefur myndað ný veiðisvæði sem smábátasjómenn hafa notið góðs af. Nærri einu af helstu eldissvæðunum í Dýrafirði er æðarvarp sem hefur dafnað mjög vel í annars erfiðu árferði fyrir marga æðabændur. Eldið í Dýrafirði hefur einnig haft jákvæð áhrif á samfélagið þar sem Arctic Fish er nú orðinn stærsti atvinnuveitandinn á svæðinu og sömu sögu er að segja um eldi á silung og þorski í Ísafjarðardjúpi. Í niðurlagi greinar leggur höfundur til að laxeldið fari á land. Arctic Fish er þegar með seiðaframleiðslu sína í endurnýtingarkerfi (RAS) í nýjum byggingum, þeim stærstu á Vestfjörðum, þar sem framleidd eru upp undir 500 tonn af lífmassa. Ef færa ætti áætlað burðarþol Ísafjarðardjúps upp á land þyrfti til þess mikið landrými og mun meira rafmagn en tiltækt er á þessu svæði. Uppbygging fiskeldis í sjó á eldissvæðum á landsbyggðinni er í samræmi við stefnu Matvælastofnunar Sameinuðu Þjóðanna (FAO), sem leggur áherslu á að auka umhverfisvæna matvælaframleiðslu, þar sem sérstök áhersla er á fiskeldi í sjó. Ég tel að við Íslendingar ættum að halda áfram að nýta bakgrunn okkar í sjávarútvegi og fiskeldi sem og nýta þær náttúrulegu auðlindir sem við eigum í hreinu vatni, jarðvarma og hreinni raforku til uppbyggingar á framleiðslu á stórum seiðum/unglax til fiskeldis í sjó. Ísafjarðardjúp er að mörgu leyti sambærilegt Dýrafirðinum þar sem þegar hefur verið byggt í þrepum upp laxeldi og ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu á varkáran hátt að hefja eldi í Djúpinu.Höfundur er fiskeldisbóndi hjá Arctic Fish. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Tengdar fréttir Leikurinn að fjöregginu Ákafir talsmenn sjókvíaeldis á laxi í fjörðum landsins hafa tíðrætt þann ábata sem sjávarbyggðir á eldissvæðunum geta haft af eldinu svo og þjóðhagslegan ávinning 16. júlí 2019 07:00 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Í grein Bjarna Brynjólfssonar frá 16. júlí sl. undir yfirskriftinni „Leikurinn að fjöregginu“ er dregin upp dökk mynd af fiskeldi í sjó og gefið í skyn að ef laxeldi yrði leyft í Ísafjarðardjúpi myndi það leiða til neikvæðra áhrifa á allt dýralíf á svæðinu. Reyndar minnist greinarhöfundur ekkert á fjölmörg jákvæð áhrif fiskeldis á fyrrum sveitunga sína í Djúpinu. Fiskeldisbóndanum frá Vestfjörðum finnst upplýsingagjöfin frá skrifstofunni í Reykjavík ekki alveg vera í samræmi við þá reynslu sem þegar er komin af fiskeldinu.Óupplýst umræða gagnast engum og best er þeir sem áhuga hafa á að kynna sér fiskeldið á Vestfjörðum komi og skoði þá nútímalegu starfsemi sem þar er nú þannig að hægt sé að kynna sér staðreyndir og mynda sér síðan skoðun á þessari einni umhverfisvænustu framleiðslu dýrapróteina sem völ er á. Fiskeldi hefur verið að byggjast upp á undanförnum árum og nærtækt að líta til áralangs eldis í Dýrafirði. Ólíkt því sem haldið er fram í grein Bjarna er eldisbúnaður í dag í samræmi við hörðustu kröfur sem fyrirfinnast (NS9415 staðalinn). Eldið er þar að auki vottað samkvæmt strangasta umhverfisstaðli Aquaculture Stewardship Council (ASC) fyrir eldisframleiðslu. Engin sýklalyf eru notuð í framleiðslunn. Hér fara saman hagsmunir eldisbænda og umhverfisins sem og þær stöngu kröfur sem neytendur gera á vistvæna matvælaframleiðslu. Laxalús getur borist frá villtum laxi í eldið en það sem Bjarni ekki þekkir er að í samráði við vísindamenn höfum við hingað til haldið þessu sníkjudýri niðri með þróun aðferða á sambýli hrognkelsa og laxa þar sem hinir fyrrgreindu éta lúsina af laxinum. Þau áhrif sem eldissvæðin hafa skapað varðandi bolfisk í firðinum eru að villti fiskurinn virðist sækja í skjólið af kvíasvæðunum sem hefur myndað ný veiðisvæði sem smábátasjómenn hafa notið góðs af. Nærri einu af helstu eldissvæðunum í Dýrafirði er æðarvarp sem hefur dafnað mjög vel í annars erfiðu árferði fyrir marga æðabændur. Eldið í Dýrafirði hefur einnig haft jákvæð áhrif á samfélagið þar sem Arctic Fish er nú orðinn stærsti atvinnuveitandinn á svæðinu og sömu sögu er að segja um eldi á silung og þorski í Ísafjarðardjúpi. Í niðurlagi greinar leggur höfundur til að laxeldið fari á land. Arctic Fish er þegar með seiðaframleiðslu sína í endurnýtingarkerfi (RAS) í nýjum byggingum, þeim stærstu á Vestfjörðum, þar sem framleidd eru upp undir 500 tonn af lífmassa. Ef færa ætti áætlað burðarþol Ísafjarðardjúps upp á land þyrfti til þess mikið landrými og mun meira rafmagn en tiltækt er á þessu svæði. Uppbygging fiskeldis í sjó á eldissvæðum á landsbyggðinni er í samræmi við stefnu Matvælastofnunar Sameinuðu Þjóðanna (FAO), sem leggur áherslu á að auka umhverfisvæna matvælaframleiðslu, þar sem sérstök áhersla er á fiskeldi í sjó. Ég tel að við Íslendingar ættum að halda áfram að nýta bakgrunn okkar í sjávarútvegi og fiskeldi sem og nýta þær náttúrulegu auðlindir sem við eigum í hreinu vatni, jarðvarma og hreinni raforku til uppbyggingar á framleiðslu á stórum seiðum/unglax til fiskeldis í sjó. Ísafjarðardjúp er að mörgu leyti sambærilegt Dýrafirðinum þar sem þegar hefur verið byggt í þrepum upp laxeldi og ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu á varkáran hátt að hefja eldi í Djúpinu.Höfundur er fiskeldisbóndi hjá Arctic Fish.
Leikurinn að fjöregginu Ákafir talsmenn sjókvíaeldis á laxi í fjörðum landsins hafa tíðrætt þann ábata sem sjávarbyggðir á eldissvæðunum geta haft af eldinu svo og þjóðhagslegan ávinning 16. júlí 2019 07:00
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar