Varnarsigur Hörður Ægisson skrifar 19. júlí 2019 07:00 Fá ríki eiga jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Hagstærðirnar eru vel þekktar. Greinin skapar um 40 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins og liðlega helming af heildarhagvexti frá 2010 má rekja beint og óbeint til uppgangs ferðaþjónustunnar. Við fall WOW air var viðbúið að erlendum ferðamönnum ætti eftir að fækka verulega. Það hefur orðið reyndin – fjöldi þeirra hefur dregist saman um nærri fimmtung á öðrum ársfjórðungi – og önnur flugfélög hafa aðeins að litlum hluta fyllt í skarðið sem WOW skildi eftir sig fyrir flugframboð til og frá landinu. Vandræði Icelandair vegna kyrrsetningar á MAX-vélunum, sem virðast engan enda ætla að taki, hafa þar ekki hjálpað til. Allar hagspár gera því ráð fyrir efnahagssamdrætti á þessu ári. Tölur um fækkun í komum ferðamanna segja hins vegar ekki alla söguna. Aðrir hagvísar, meðal annars aukning í umferð um hringveginn og erlend kortavelta, benda í aðra átt og gefa til kynna að staðan sé ekki eins slæm og margir óttuðust. Þannig jókst kortavelta ferðamanna í júní um nærri eitt prósent á milli ára – mest var aukningin í verslun og dagvöru – þrátt fyrir að farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll hafi á sama tíma fækkað um fjórðung. Þetta eru afar jákvæð tíðindi, bæði fyrir ferðaþjónustuna og hagkerfið, og til marks um að tekjusamdráttur þjóðarbúsins verði minni en fækkun ferðamanna í kjölfar falls WOW air gaf til kynna. Hvað skýrir þessa þróun? Það var vitað að farþegar sem flugu til landsins með WOW air skiluðu að meðaltali færri krónum til hagkerfisins en þeir sem komu með Icelandair. Þeir dvöldu að jafnaði skemur og eyddu minna. Nýjustu tölur um erlenda kortaveltu, sem eru sambærilegar þeim og við sáum fyrir maímánuð, eru því til marks um að dvalartími ferðamanna sé að lengjast og eins að eyðslusamari ferðamenn séu á landinu. Þessir þættir, sem orsakast meðal annars af lægra gengi krónunnar, milda verulega efnahagslegu áhrifin af brotthvarfi WOW air. Á grundvelli lágra fargjalda, sem gátu ekki staðist til lengdar, streymdu til landsins ferðamenn og fyrirtæki réðust í umfangsmiklar fjárfestingar byggðar á væntingum um að þessi þróun myndi vara um ókomin ár. Nú er sá tími liðinn. Fyrir sum fyrirtæki, sem spenntu bogann of hátt, verða afleiðingarnar sársaukafullar en fyrir hagkerfið í heild sinni kann að vera jákvætt að atvinnugreinin aðlagi sig að nýjum og sjálfbærari vexti. Hér hefur skipt sköpum að vera með sveigjanlegan gjaldmiðil sem tekur mið af íslenskum efnahagsaðstæðum. Mikil gengisstyrking krónunnar á sínum tíma gegndi lykilhlutverki í að hægja á hinum ósjálfbæra vexti ferðaþjónustunnar og stuðlaði þannig um leið að meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella. Leiðrétting á genginu, krónan er rúmlega tíu prósentum lægri gagnvart evru en fyrir ári, er að sama skapi til þess fallin að bæta samkeppnisstöðu greinarinnar nú þegar hún stendur frammi fyrir áskorunum og það kreppir að í efnahagslífinu. Krónan hefur gert sitt gagn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Íslenska krónan Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Fá ríki eiga jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Hagstærðirnar eru vel þekktar. Greinin skapar um 40 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins og liðlega helming af heildarhagvexti frá 2010 má rekja beint og óbeint til uppgangs ferðaþjónustunnar. Við fall WOW air var viðbúið að erlendum ferðamönnum ætti eftir að fækka verulega. Það hefur orðið reyndin – fjöldi þeirra hefur dregist saman um nærri fimmtung á öðrum ársfjórðungi – og önnur flugfélög hafa aðeins að litlum hluta fyllt í skarðið sem WOW skildi eftir sig fyrir flugframboð til og frá landinu. Vandræði Icelandair vegna kyrrsetningar á MAX-vélunum, sem virðast engan enda ætla að taki, hafa þar ekki hjálpað til. Allar hagspár gera því ráð fyrir efnahagssamdrætti á þessu ári. Tölur um fækkun í komum ferðamanna segja hins vegar ekki alla söguna. Aðrir hagvísar, meðal annars aukning í umferð um hringveginn og erlend kortavelta, benda í aðra átt og gefa til kynna að staðan sé ekki eins slæm og margir óttuðust. Þannig jókst kortavelta ferðamanna í júní um nærri eitt prósent á milli ára – mest var aukningin í verslun og dagvöru – þrátt fyrir að farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll hafi á sama tíma fækkað um fjórðung. Þetta eru afar jákvæð tíðindi, bæði fyrir ferðaþjónustuna og hagkerfið, og til marks um að tekjusamdráttur þjóðarbúsins verði minni en fækkun ferðamanna í kjölfar falls WOW air gaf til kynna. Hvað skýrir þessa þróun? Það var vitað að farþegar sem flugu til landsins með WOW air skiluðu að meðaltali færri krónum til hagkerfisins en þeir sem komu með Icelandair. Þeir dvöldu að jafnaði skemur og eyddu minna. Nýjustu tölur um erlenda kortaveltu, sem eru sambærilegar þeim og við sáum fyrir maímánuð, eru því til marks um að dvalartími ferðamanna sé að lengjast og eins að eyðslusamari ferðamenn séu á landinu. Þessir þættir, sem orsakast meðal annars af lægra gengi krónunnar, milda verulega efnahagslegu áhrifin af brotthvarfi WOW air. Á grundvelli lágra fargjalda, sem gátu ekki staðist til lengdar, streymdu til landsins ferðamenn og fyrirtæki réðust í umfangsmiklar fjárfestingar byggðar á væntingum um að þessi þróun myndi vara um ókomin ár. Nú er sá tími liðinn. Fyrir sum fyrirtæki, sem spenntu bogann of hátt, verða afleiðingarnar sársaukafullar en fyrir hagkerfið í heild sinni kann að vera jákvætt að atvinnugreinin aðlagi sig að nýjum og sjálfbærari vexti. Hér hefur skipt sköpum að vera með sveigjanlegan gjaldmiðil sem tekur mið af íslenskum efnahagsaðstæðum. Mikil gengisstyrking krónunnar á sínum tíma gegndi lykilhlutverki í að hægja á hinum ósjálfbæra vexti ferðaþjónustunnar og stuðlaði þannig um leið að meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella. Leiðrétting á genginu, krónan er rúmlega tíu prósentum lægri gagnvart evru en fyrir ári, er að sama skapi til þess fallin að bæta samkeppnisstöðu greinarinnar nú þegar hún stendur frammi fyrir áskorunum og það kreppir að í efnahagslífinu. Krónan hefur gert sitt gagn.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun