Varnarsigur Hörður Ægisson skrifar 19. júlí 2019 07:00 Fá ríki eiga jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Hagstærðirnar eru vel þekktar. Greinin skapar um 40 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins og liðlega helming af heildarhagvexti frá 2010 má rekja beint og óbeint til uppgangs ferðaþjónustunnar. Við fall WOW air var viðbúið að erlendum ferðamönnum ætti eftir að fækka verulega. Það hefur orðið reyndin – fjöldi þeirra hefur dregist saman um nærri fimmtung á öðrum ársfjórðungi – og önnur flugfélög hafa aðeins að litlum hluta fyllt í skarðið sem WOW skildi eftir sig fyrir flugframboð til og frá landinu. Vandræði Icelandair vegna kyrrsetningar á MAX-vélunum, sem virðast engan enda ætla að taki, hafa þar ekki hjálpað til. Allar hagspár gera því ráð fyrir efnahagssamdrætti á þessu ári. Tölur um fækkun í komum ferðamanna segja hins vegar ekki alla söguna. Aðrir hagvísar, meðal annars aukning í umferð um hringveginn og erlend kortavelta, benda í aðra átt og gefa til kynna að staðan sé ekki eins slæm og margir óttuðust. Þannig jókst kortavelta ferðamanna í júní um nærri eitt prósent á milli ára – mest var aukningin í verslun og dagvöru – þrátt fyrir að farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll hafi á sama tíma fækkað um fjórðung. Þetta eru afar jákvæð tíðindi, bæði fyrir ferðaþjónustuna og hagkerfið, og til marks um að tekjusamdráttur þjóðarbúsins verði minni en fækkun ferðamanna í kjölfar falls WOW air gaf til kynna. Hvað skýrir þessa þróun? Það var vitað að farþegar sem flugu til landsins með WOW air skiluðu að meðaltali færri krónum til hagkerfisins en þeir sem komu með Icelandair. Þeir dvöldu að jafnaði skemur og eyddu minna. Nýjustu tölur um erlenda kortaveltu, sem eru sambærilegar þeim og við sáum fyrir maímánuð, eru því til marks um að dvalartími ferðamanna sé að lengjast og eins að eyðslusamari ferðamenn séu á landinu. Þessir þættir, sem orsakast meðal annars af lægra gengi krónunnar, milda verulega efnahagslegu áhrifin af brotthvarfi WOW air. Á grundvelli lágra fargjalda, sem gátu ekki staðist til lengdar, streymdu til landsins ferðamenn og fyrirtæki réðust í umfangsmiklar fjárfestingar byggðar á væntingum um að þessi þróun myndi vara um ókomin ár. Nú er sá tími liðinn. Fyrir sum fyrirtæki, sem spenntu bogann of hátt, verða afleiðingarnar sársaukafullar en fyrir hagkerfið í heild sinni kann að vera jákvætt að atvinnugreinin aðlagi sig að nýjum og sjálfbærari vexti. Hér hefur skipt sköpum að vera með sveigjanlegan gjaldmiðil sem tekur mið af íslenskum efnahagsaðstæðum. Mikil gengisstyrking krónunnar á sínum tíma gegndi lykilhlutverki í að hægja á hinum ósjálfbæra vexti ferðaþjónustunnar og stuðlaði þannig um leið að meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella. Leiðrétting á genginu, krónan er rúmlega tíu prósentum lægri gagnvart evru en fyrir ári, er að sama skapi til þess fallin að bæta samkeppnisstöðu greinarinnar nú þegar hún stendur frammi fyrir áskorunum og það kreppir að í efnahagslífinu. Krónan hefur gert sitt gagn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Íslenska krónan Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fá ríki eiga jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Hagstærðirnar eru vel þekktar. Greinin skapar um 40 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins og liðlega helming af heildarhagvexti frá 2010 má rekja beint og óbeint til uppgangs ferðaþjónustunnar. Við fall WOW air var viðbúið að erlendum ferðamönnum ætti eftir að fækka verulega. Það hefur orðið reyndin – fjöldi þeirra hefur dregist saman um nærri fimmtung á öðrum ársfjórðungi – og önnur flugfélög hafa aðeins að litlum hluta fyllt í skarðið sem WOW skildi eftir sig fyrir flugframboð til og frá landinu. Vandræði Icelandair vegna kyrrsetningar á MAX-vélunum, sem virðast engan enda ætla að taki, hafa þar ekki hjálpað til. Allar hagspár gera því ráð fyrir efnahagssamdrætti á þessu ári. Tölur um fækkun í komum ferðamanna segja hins vegar ekki alla söguna. Aðrir hagvísar, meðal annars aukning í umferð um hringveginn og erlend kortavelta, benda í aðra átt og gefa til kynna að staðan sé ekki eins slæm og margir óttuðust. Þannig jókst kortavelta ferðamanna í júní um nærri eitt prósent á milli ára – mest var aukningin í verslun og dagvöru – þrátt fyrir að farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll hafi á sama tíma fækkað um fjórðung. Þetta eru afar jákvæð tíðindi, bæði fyrir ferðaþjónustuna og hagkerfið, og til marks um að tekjusamdráttur þjóðarbúsins verði minni en fækkun ferðamanna í kjölfar falls WOW air gaf til kynna. Hvað skýrir þessa þróun? Það var vitað að farþegar sem flugu til landsins með WOW air skiluðu að meðaltali færri krónum til hagkerfisins en þeir sem komu með Icelandair. Þeir dvöldu að jafnaði skemur og eyddu minna. Nýjustu tölur um erlenda kortaveltu, sem eru sambærilegar þeim og við sáum fyrir maímánuð, eru því til marks um að dvalartími ferðamanna sé að lengjast og eins að eyðslusamari ferðamenn séu á landinu. Þessir þættir, sem orsakast meðal annars af lægra gengi krónunnar, milda verulega efnahagslegu áhrifin af brotthvarfi WOW air. Á grundvelli lágra fargjalda, sem gátu ekki staðist til lengdar, streymdu til landsins ferðamenn og fyrirtæki réðust í umfangsmiklar fjárfestingar byggðar á væntingum um að þessi þróun myndi vara um ókomin ár. Nú er sá tími liðinn. Fyrir sum fyrirtæki, sem spenntu bogann of hátt, verða afleiðingarnar sársaukafullar en fyrir hagkerfið í heild sinni kann að vera jákvætt að atvinnugreinin aðlagi sig að nýjum og sjálfbærari vexti. Hér hefur skipt sköpum að vera með sveigjanlegan gjaldmiðil sem tekur mið af íslenskum efnahagsaðstæðum. Mikil gengisstyrking krónunnar á sínum tíma gegndi lykilhlutverki í að hægja á hinum ósjálfbæra vexti ferðaþjónustunnar og stuðlaði þannig um leið að meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella. Leiðrétting á genginu, krónan er rúmlega tíu prósentum lægri gagnvart evru en fyrir ári, er að sama skapi til þess fallin að bæta samkeppnisstöðu greinarinnar nú þegar hún stendur frammi fyrir áskorunum og það kreppir að í efnahagslífinu. Krónan hefur gert sitt gagn.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun