Innlent

Segir laun forstjórans hneyksli

Ari Brynjólfsson skrifar
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins Fréttablaðið/Eyþór
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir það hneyksli að fyrrverandi forstjóri Félagsbústaða hafi verið með 1,6 milljónir króna í mánaðarlaun.

Líkt og Fréttablaðið greindi frá í júní síðastliðnum neituðu Félagsbústaðir því að eitthvað óeðlilegt hafi verið við tæplega 37 milljóna greiðslur til hans á rekstrarárinu 2018. Ekki hafi verið gerður neinn sérstakur starfslokasamningur við hann. Laun hans hafi verið 1,6 milljónir á mánuði og hafi hann fengið greiddan út uppsagnarfrest og uppsafnað orlof.

Kolbrún segir í bókun sinni á fundi borgarráðs í gær að hún sé orðlaus yfir upphæðinni. „Laun fráfarandi forstjóra Félagsbústaða eru reginhneyksli,“ segir hún í bókun sinni.

Gerir hún skilyrðislausa kröfu um að laun forstjórans verði lækkuð. „Laun viðkomandi sem sinnir þessu starfi þurfa að vera í einhverju samræmi við þann veruleika sem við lifum í.“




Tengdar fréttir

Enginn sérstakur starfslokasamningur við Auðun Frey

Auðun Freyr Ingvars­son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða, og Félagsbústaðir hafna því að eitthvað óeðlilegt sé við tæplega 37 milljóna greiðslur til hans á rekstrarárinu 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×