Hvað gæti gerst við hækkun hita á jörðinni um nokkrar gráður? Bjarni Már Bjarnason skrifar 17. júlí 2019 10:30 Fæstir átta sig á hve einnar gráðu hækkun hitastigs á jörðinni hefur mikil áhrif. Til samanburðar var fyrir 22.000 árum kuldaskeið á jörðu og urðu þá hitabreytingar sem voru -4 stig en þá lá ís yfir norðurhveli og náði alla leið suður til New York. Ef hitinn fer í +4 stiga hitun þá verður hann óbærilegur og eyðimerkur ná yfir 75% jarðar. Mannkynið hefur um það bil einn áratug til að umbreyta heimshagkerfinu til að koma í veg fyrir slíkar hamfarir. Í dag finnum við fyrir veðrabreytingum og hærri hita. Samkvæmt Umhverfisstofnun Evrópu er von á heitasta sumri sögunnar á meginlandinu. Afleiðingarnar verða hærri dánartíðni, mikill uppskerubrestur, fleiri sinu- og skógareldar, og ofsaveður sem orsakar miklar breytingar á umhverfinu.Við 1 gráðu hitun eins og hún er í dag Afleiðingarnar sjáum við aðallega í veðrabreytingum og fréttum af útdauða dýrategunda. Dýrategundir lenda í útrýmingarhættu, breytingar verða í jurtaríkinu og margra tegundir lifa þær ekki af. Miklar breytingar eru í hafinu, með hitun og súrnun sem orsakar dauða kóralrifa, skeldýra og sjávarplantna, og einnig eru fisktegundir í útrýmingarhættu. Hafið tekur við 90% af hitun jarðar og er undirstaða lífs á jörðu. Ísinn á norðurhveli jarðar bráðnar afar hratt og þá truflast jafnvægið á hita sjávar sem hefur síðan veruleg áhrif á vistkerfi hafsins. Það stefnir í fordæmalausar breytingar á sjávarlífi jarðar. Eftir um 10 ár finnum við mikið fyrir þessum breytingum þar sem margföldunaráhrifin eru hröð. Eftir 30 ár eru aðstæðurnar orðnar mjög alvarlegar og eftir 50 ár gætu þær verið orðnar stjórnlausar. Við verðum að gera mjög róttækar breytingar strax, alls ekki seinna en innan við 5 til 10 ára. Annars stefnum við örugglega í 2 gráðu hitun og jafnvel í 3 gráðu hitun.Við 1,5 gráðu hitun Vísindasamfélagið telur nauðsynlegt að heimurinn haldi sér undir 1,5 gráðum til að varðveita lífvænlega plánetu. Mikil neysla mannsins hefur bein áhrif á loftslagskreppuna, Ef neyslan heldur áfram í núverandi mynd, mun hún nánast tvöfaldast milli áranna 2017 og 2050. Maðurinn verður að takmarka neysluna um 50% fyrir árið 2030 og 80% fyrir 2050. Það mun krefjast breytinga á þjónustu og því hvernig vörur eru framleiddar í dag. Það stefnir í efnahagslegt hrun og öll hagkerfi heimsins eins og við þekkjum þau í dag munu snarbreytast eða hrynja. Mörg fyrirtæki munu leggja upp laupana og kapítalisminn hrynur. Lífsgæði verða ekki lengur reiknuð út frá hagvexti. Þetta verður spurning um líf eða dauða. Einstaklingar geta gert margt með því að minnka neyslu og neyslan verður að vera sjálfbær. En það eru einungis stjórnvöld sem geta komið um kring þeim ógnvænlegu breytingum sem þarf að gera og beita þarf neyðarlögum. Það þarf að snardraga úr og fljótlega að hætta vinnslu kola, jarðolíu og gass, en þessi jarðefni knýja um 80% af orkugjöfum mannsins. Einnig þarf að loka öllum verksmiðjum og fyrirtækjum sem menga og auka koltvísýring í andrúmsloftinu. Það eru um 100 fyrirtæki sem bera sök á helmingi af öllum útblæstri í heiminum í dag. Öll hernaðarframleiðsla þarf að hætta. Á Íslandi eru 6 stórfyrirtæki sem menga mest og nýta 80% af raforku landsins. Talið er að 90% dýrategunda hverfi við Ísland innan 50 ára.Við 2 gráðu hitun Óafturkræfur skaði og við förum að missa alla stjórn á aðstæðum. Allir jöklar hverfa eftir 80 til 100 ár og sjávarmál hækkar gífurlega. Hafstraumar breytast og þá gæti kólnað á norðurhveli jarðar. Miklar hamfarir verða, svo hundruð milljóna manna fara á vergang. Stríð, farsóttir og hungur hrjá mannfólkið og milljónir deyja. Veldisvöxtur (vex í hlutfalli við stærð sína) gerist mjög hratt og áhrifin á vistkerfið margfaldast.Við 3 gráðu hitun Miklir þurrkar sem drepa skóga og lífríki jarðar, vistkerfi þolir ekki þessar breytingar og það hrynur.Við 4 gráðu hitun Heimur sem fer yfir 4 gráðu hita verður nær óbyggilegur. Eyðimerkur ná um flest svæði suðurhvels jarðar eða um 70% lands á plánetunni. Við erum að lenda í stríði við okkur sjálf. Neyðarástand mun skapast miklu fyrr en nokkur getur ímyndað sér og við stöndum á hengiflugi eftir nokkur ár. Við erum að deyða allt lífríki jarðar á ógnarhraða. Þetta ferli er komið af stað og verður óstöðvandi innan fárra ára. Stór hluti af öllu lífi getur þurrkast út á næstu 50 til 100 árum. Þó að við Íslendingar séum fámennir, þá gætum við sýnt öðrum þjóðum fordæmi og gert það sem gera þarf á næstu árum. Til að það sé hægt væri hyggilegast að stofna róttæka hreyfingu eða umhverfisflokk fyrir næstu kosningar og komast í valdaaðstöðu. Best væri að fá vísindamenn og umhverfissinna, sem almenningur gæti treyst, til þess að taka við stjórninni, vinna saman og gera það sem gera þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Fæstir átta sig á hve einnar gráðu hækkun hitastigs á jörðinni hefur mikil áhrif. Til samanburðar var fyrir 22.000 árum kuldaskeið á jörðu og urðu þá hitabreytingar sem voru -4 stig en þá lá ís yfir norðurhveli og náði alla leið suður til New York. Ef hitinn fer í +4 stiga hitun þá verður hann óbærilegur og eyðimerkur ná yfir 75% jarðar. Mannkynið hefur um það bil einn áratug til að umbreyta heimshagkerfinu til að koma í veg fyrir slíkar hamfarir. Í dag finnum við fyrir veðrabreytingum og hærri hita. Samkvæmt Umhverfisstofnun Evrópu er von á heitasta sumri sögunnar á meginlandinu. Afleiðingarnar verða hærri dánartíðni, mikill uppskerubrestur, fleiri sinu- og skógareldar, og ofsaveður sem orsakar miklar breytingar á umhverfinu.Við 1 gráðu hitun eins og hún er í dag Afleiðingarnar sjáum við aðallega í veðrabreytingum og fréttum af útdauða dýrategunda. Dýrategundir lenda í útrýmingarhættu, breytingar verða í jurtaríkinu og margra tegundir lifa þær ekki af. Miklar breytingar eru í hafinu, með hitun og súrnun sem orsakar dauða kóralrifa, skeldýra og sjávarplantna, og einnig eru fisktegundir í útrýmingarhættu. Hafið tekur við 90% af hitun jarðar og er undirstaða lífs á jörðu. Ísinn á norðurhveli jarðar bráðnar afar hratt og þá truflast jafnvægið á hita sjávar sem hefur síðan veruleg áhrif á vistkerfi hafsins. Það stefnir í fordæmalausar breytingar á sjávarlífi jarðar. Eftir um 10 ár finnum við mikið fyrir þessum breytingum þar sem margföldunaráhrifin eru hröð. Eftir 30 ár eru aðstæðurnar orðnar mjög alvarlegar og eftir 50 ár gætu þær verið orðnar stjórnlausar. Við verðum að gera mjög róttækar breytingar strax, alls ekki seinna en innan við 5 til 10 ára. Annars stefnum við örugglega í 2 gráðu hitun og jafnvel í 3 gráðu hitun.Við 1,5 gráðu hitun Vísindasamfélagið telur nauðsynlegt að heimurinn haldi sér undir 1,5 gráðum til að varðveita lífvænlega plánetu. Mikil neysla mannsins hefur bein áhrif á loftslagskreppuna, Ef neyslan heldur áfram í núverandi mynd, mun hún nánast tvöfaldast milli áranna 2017 og 2050. Maðurinn verður að takmarka neysluna um 50% fyrir árið 2030 og 80% fyrir 2050. Það mun krefjast breytinga á þjónustu og því hvernig vörur eru framleiddar í dag. Það stefnir í efnahagslegt hrun og öll hagkerfi heimsins eins og við þekkjum þau í dag munu snarbreytast eða hrynja. Mörg fyrirtæki munu leggja upp laupana og kapítalisminn hrynur. Lífsgæði verða ekki lengur reiknuð út frá hagvexti. Þetta verður spurning um líf eða dauða. Einstaklingar geta gert margt með því að minnka neyslu og neyslan verður að vera sjálfbær. En það eru einungis stjórnvöld sem geta komið um kring þeim ógnvænlegu breytingum sem þarf að gera og beita þarf neyðarlögum. Það þarf að snardraga úr og fljótlega að hætta vinnslu kola, jarðolíu og gass, en þessi jarðefni knýja um 80% af orkugjöfum mannsins. Einnig þarf að loka öllum verksmiðjum og fyrirtækjum sem menga og auka koltvísýring í andrúmsloftinu. Það eru um 100 fyrirtæki sem bera sök á helmingi af öllum útblæstri í heiminum í dag. Öll hernaðarframleiðsla þarf að hætta. Á Íslandi eru 6 stórfyrirtæki sem menga mest og nýta 80% af raforku landsins. Talið er að 90% dýrategunda hverfi við Ísland innan 50 ára.Við 2 gráðu hitun Óafturkræfur skaði og við förum að missa alla stjórn á aðstæðum. Allir jöklar hverfa eftir 80 til 100 ár og sjávarmál hækkar gífurlega. Hafstraumar breytast og þá gæti kólnað á norðurhveli jarðar. Miklar hamfarir verða, svo hundruð milljóna manna fara á vergang. Stríð, farsóttir og hungur hrjá mannfólkið og milljónir deyja. Veldisvöxtur (vex í hlutfalli við stærð sína) gerist mjög hratt og áhrifin á vistkerfið margfaldast.Við 3 gráðu hitun Miklir þurrkar sem drepa skóga og lífríki jarðar, vistkerfi þolir ekki þessar breytingar og það hrynur.Við 4 gráðu hitun Heimur sem fer yfir 4 gráðu hita verður nær óbyggilegur. Eyðimerkur ná um flest svæði suðurhvels jarðar eða um 70% lands á plánetunni. Við erum að lenda í stríði við okkur sjálf. Neyðarástand mun skapast miklu fyrr en nokkur getur ímyndað sér og við stöndum á hengiflugi eftir nokkur ár. Við erum að deyða allt lífríki jarðar á ógnarhraða. Þetta ferli er komið af stað og verður óstöðvandi innan fárra ára. Stór hluti af öllu lífi getur þurrkast út á næstu 50 til 100 árum. Þó að við Íslendingar séum fámennir, þá gætum við sýnt öðrum þjóðum fordæmi og gert það sem gera þarf á næstu árum. Til að það sé hægt væri hyggilegast að stofna róttæka hreyfingu eða umhverfisflokk fyrir næstu kosningar og komast í valdaaðstöðu. Best væri að fá vísindamenn og umhverfissinna, sem almenningur gæti treyst, til þess að taka við stjórninni, vinna saman og gera það sem gera þarf.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun