Leggjum grunn að næsta góðæri Brynjólfur Stefánsson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Greinendur eru sammála um að eftir góðæri síðustu ára séu töluverðar líkur á að nú hægist á hagkerfinu. Til að bregðast við þeirri þróun gæti verið skynsamlegt að huga að uppbyggingu fyrir næstu uppsveiflu með því að fjárfesta í innviðum, svo sem samgöngumannvirkjum eða flutningskerfum raforku. Innviðauppbygging hjálpar okkur að mæta þeim áskorunum sem felast í samfélagsbreytingum og umhverfis- og efnahagsþróun komandi missera. Landsframleiðsla mun að öllum líkindum dragast saman á þessu ári, bæði vegna fækkunar ferðamanna og loðnubrests. Ólíkt fyrri niðursveiflum er ekki gert ráð fyrir að nú fylgi gengisfall krónunnar með tilheyrandi verðbólgu og vaxtahækkunum. Þvert á móti ættum við að geta tekist á við viðsnúninginn með vaxtalækkunum þar sem stoðir hagkerfisins eru sterkari en áður. Tilkoma ferðaþjónustunnar og jákvæð erlend staða þjóðarbúsins hefur aukið viðnámsþrótt hagkerfisins töluvert. Jafnframt var jákvæð hagþróun síðustu ára ekki keyrð áfram af skuldasöfnun heimila eða hins opinbera eins og þekkist frá fyrri tíð. Þó að þjóðfélagið sé á margan hátt vel búið undir niðursveiflu þá eru ýmsir óvissuþættir sem þarf að huga að. Samdráttur í ferðaþjónustu getur til dæmis orðið meiri en búist er við og í ljósi þess hve atvinnugreinin er stór hluti hagkerfisins getur það haft alvarlegar afleiðingar. Jafnframt eru blikur á lofti hjá okkar stærstu viðskiptaþjóðum, sem hæglega getur haft áhrif á okkur. Því gæti niðursveiflan orðið dýpri en spár gera ráð fyrir. Ríkisstjórn Íslands hefur meðal annars brugðist við þessum fyrirboðum um lakari efnahagshorfur með því að kalla á endurskoðun fjármálastefnunnar. Með minni umsvifum í þjóðfélaginu munu skatttekjur minnka samhliða auknum kostnaði vegna atvinnuleysis. Því getur verið óumflýjanlegt að draga úr ríkisútgjöldum og fresta fyrirhuguðum skattalækkunum. Sparnaður landsmanna hefur aukist töluvert á síðustu árum, ekki síst vegna breytinga á greiðslum almennings í lífeyriskerfið. Sú staðreynd ásamt ágætis ávöxtun á fjárfestingum síðustu ára hefur gert það að verkum að fjárfestingaþörf sameiginlegra sjóða okkar hefur aukist jafnt og þétt. Sögulega hefur stór hluti fjárfestinga lífeyrissjóðanna farið í ríkisskuldabréf sem hafa gefið góða verðtryggða ávöxtun. Það hefur skapað grundvöll fyrir því að sjóðirnir hafa skilað ávöxtun umfram lögbundin 3,5% viðmið. Mikil eftirspurn eftir ríkisbréfum og takmarkað framboð, meðal annars vegna þess að ríkið hefur greitt niður skuldir á undanförnum árum, ásamt vaxtalækkunum hefur valdið því að ávöxtunarkrafa þessara fjárfestingarkosta hefur lækkað mikið. Því er líklegt að lífeyrissjóðirnir þurfi að leita á önnur mið en í ríkisskuldabréf til að fá ásættanlega ávöxtun þegar fram líða stundir. Þegar ríkisvextir eru lágir og útlit fyrir að hægst geti á hagkerfinu getur verið farsælt að treysta innviðina, undirbúa næstu hagsveiflu og undirbyggja hagsæld komandi kynslóða. Innviðir eru ein af forsendum þess að atvinnulífið, hvort sem það er ferðaþjónusta eða fiskvinnsla, sé samkeppnishæft. Fyrst draga þarf úr ríkisútgjöldum liggur beint við að leita annarra leiða til að fjármagna uppbyggingu innviða. Í því samhengi er samstarf einkageirans og opinberra aðila fyrirkomulag sem getur hentað vel, ekki ósvipað því sem var mótað til að grafa og síðar afhenda Hvalfjarðargöngin. Fjármagna mætti stór verkefni með aðkomu einkaaðila. Slíkar framkvæmdir henta vel þeim fjárfestum sem fjárfesta til langs tíma og gera kröfu um að ávöxtun fylgi verðlagi. Aðkoma fjárfesta gerir okkur þannig kleift að fara í framkvæmdir sem að öðrum kosti þyrftu að bíða í ár eða áratugi eftir að komast á dagskrá ríkis eða sveitarfélaga. Nefna má uppbyggingu hleðslustöðva, sem er forsenda orkuskipta í samgöngum, og stór samgönguverkefni eins og Sundabraut. Þannig mætti fara í auknar fjárfestingar til að takast á við komandi tækni- og umhverfisþróun og byggja jafnframt undir hagvöxt framtíðarinnar. Þetta eru verkefni sem ekki einungis myndu koma hagkerfinu vel heldur myndu auka lífsgæði í landinu almennt. Þannig leggjum við grunn að næsta góðæri.Höfundur er sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Greinendur eru sammála um að eftir góðæri síðustu ára séu töluverðar líkur á að nú hægist á hagkerfinu. Til að bregðast við þeirri þróun gæti verið skynsamlegt að huga að uppbyggingu fyrir næstu uppsveiflu með því að fjárfesta í innviðum, svo sem samgöngumannvirkjum eða flutningskerfum raforku. Innviðauppbygging hjálpar okkur að mæta þeim áskorunum sem felast í samfélagsbreytingum og umhverfis- og efnahagsþróun komandi missera. Landsframleiðsla mun að öllum líkindum dragast saman á þessu ári, bæði vegna fækkunar ferðamanna og loðnubrests. Ólíkt fyrri niðursveiflum er ekki gert ráð fyrir að nú fylgi gengisfall krónunnar með tilheyrandi verðbólgu og vaxtahækkunum. Þvert á móti ættum við að geta tekist á við viðsnúninginn með vaxtalækkunum þar sem stoðir hagkerfisins eru sterkari en áður. Tilkoma ferðaþjónustunnar og jákvæð erlend staða þjóðarbúsins hefur aukið viðnámsþrótt hagkerfisins töluvert. Jafnframt var jákvæð hagþróun síðustu ára ekki keyrð áfram af skuldasöfnun heimila eða hins opinbera eins og þekkist frá fyrri tíð. Þó að þjóðfélagið sé á margan hátt vel búið undir niðursveiflu þá eru ýmsir óvissuþættir sem þarf að huga að. Samdráttur í ferðaþjónustu getur til dæmis orðið meiri en búist er við og í ljósi þess hve atvinnugreinin er stór hluti hagkerfisins getur það haft alvarlegar afleiðingar. Jafnframt eru blikur á lofti hjá okkar stærstu viðskiptaþjóðum, sem hæglega getur haft áhrif á okkur. Því gæti niðursveiflan orðið dýpri en spár gera ráð fyrir. Ríkisstjórn Íslands hefur meðal annars brugðist við þessum fyrirboðum um lakari efnahagshorfur með því að kalla á endurskoðun fjármálastefnunnar. Með minni umsvifum í þjóðfélaginu munu skatttekjur minnka samhliða auknum kostnaði vegna atvinnuleysis. Því getur verið óumflýjanlegt að draga úr ríkisútgjöldum og fresta fyrirhuguðum skattalækkunum. Sparnaður landsmanna hefur aukist töluvert á síðustu árum, ekki síst vegna breytinga á greiðslum almennings í lífeyriskerfið. Sú staðreynd ásamt ágætis ávöxtun á fjárfestingum síðustu ára hefur gert það að verkum að fjárfestingaþörf sameiginlegra sjóða okkar hefur aukist jafnt og þétt. Sögulega hefur stór hluti fjárfestinga lífeyrissjóðanna farið í ríkisskuldabréf sem hafa gefið góða verðtryggða ávöxtun. Það hefur skapað grundvöll fyrir því að sjóðirnir hafa skilað ávöxtun umfram lögbundin 3,5% viðmið. Mikil eftirspurn eftir ríkisbréfum og takmarkað framboð, meðal annars vegna þess að ríkið hefur greitt niður skuldir á undanförnum árum, ásamt vaxtalækkunum hefur valdið því að ávöxtunarkrafa þessara fjárfestingarkosta hefur lækkað mikið. Því er líklegt að lífeyrissjóðirnir þurfi að leita á önnur mið en í ríkisskuldabréf til að fá ásættanlega ávöxtun þegar fram líða stundir. Þegar ríkisvextir eru lágir og útlit fyrir að hægst geti á hagkerfinu getur verið farsælt að treysta innviðina, undirbúa næstu hagsveiflu og undirbyggja hagsæld komandi kynslóða. Innviðir eru ein af forsendum þess að atvinnulífið, hvort sem það er ferðaþjónusta eða fiskvinnsla, sé samkeppnishæft. Fyrst draga þarf úr ríkisútgjöldum liggur beint við að leita annarra leiða til að fjármagna uppbyggingu innviða. Í því samhengi er samstarf einkageirans og opinberra aðila fyrirkomulag sem getur hentað vel, ekki ósvipað því sem var mótað til að grafa og síðar afhenda Hvalfjarðargöngin. Fjármagna mætti stór verkefni með aðkomu einkaaðila. Slíkar framkvæmdir henta vel þeim fjárfestum sem fjárfesta til langs tíma og gera kröfu um að ávöxtun fylgi verðlagi. Aðkoma fjárfesta gerir okkur þannig kleift að fara í framkvæmdir sem að öðrum kosti þyrftu að bíða í ár eða áratugi eftir að komast á dagskrá ríkis eða sveitarfélaga. Nefna má uppbyggingu hleðslustöðva, sem er forsenda orkuskipta í samgöngum, og stór samgönguverkefni eins og Sundabraut. Þannig mætti fara í auknar fjárfestingar til að takast á við komandi tækni- og umhverfisþróun og byggja jafnframt undir hagvöxt framtíðarinnar. Þetta eru verkefni sem ekki einungis myndu koma hagkerfinu vel heldur myndu auka lífsgæði í landinu almennt. Þannig leggjum við grunn að næsta góðæri.Höfundur er sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun