Dómar gegn íslenska ríkinu orðnir sex á þessu ári Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. júlí 2019 06:00 Frá Mannréttindadómstóli Evrópu. Nordicphotos/AFP Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Bragasonar og Júlíusar Þórs Sigurðssonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær. Styrmir Þór var dæmdur í eins árs fangelsi í Exeter málinu svokallaða en hann er fyrrverandi forstjóri MP Banka. Júlíus Þór var dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir hlutdeild í refsiverðu verðsamráði þegar hann var starfsmaður Húsasmiðjunnar. Brot ríkisins á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar fólust í því að Hæstiréttur byggði niðurstöðu sína á sönnunarmati lægra dómstigs án þess að vitni hafi komið fyrir Hæstarétt og gefið skýrslu. Sú málsmeðferð sem málin lúta að er ekki lengur viðhöfð á Íslandi eftir tilkomu Landsréttar sem gegnir nú hlutverki áfrýjunardómstóls í sakamálum á Íslandi. Þeir dómar sem fallið hafa í Strassborg á þessu ári vegna meðferðar sakamála hér á landi eru orðnir sex talsins. Tveir vegna skorts á sönnunarfærslu í Hæstarétti, einn vegna vanhæfis dómara, einn vegna ólögmætrar skipunar dómara og tveir vegna réttar til að vera ekki refsað tvívegis fyrir sama brot. Fyrsti dómur MDE gegn Íslandi í slíku máli féll árið 2017. MDE taldi ríkið ekki brotlegt í máli lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall og féll dómur þar að lútandi í febrúar síðastliðnum. Efri deild réttarins hefur hins vegar fallist á að taka þann dóm til endurskoðunar. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12 Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Fimm dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu um brot íslenska ríkisins á ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Tvær dómsáttir hafa verið gerðar að auki. 5. júní 2019 08:00 Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Bragasonar og Júlíusar Þórs Sigurðssonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær. Styrmir Þór var dæmdur í eins árs fangelsi í Exeter málinu svokallaða en hann er fyrrverandi forstjóri MP Banka. Júlíus Þór var dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir hlutdeild í refsiverðu verðsamráði þegar hann var starfsmaður Húsasmiðjunnar. Brot ríkisins á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar fólust í því að Hæstiréttur byggði niðurstöðu sína á sönnunarmati lægra dómstigs án þess að vitni hafi komið fyrir Hæstarétt og gefið skýrslu. Sú málsmeðferð sem málin lúta að er ekki lengur viðhöfð á Íslandi eftir tilkomu Landsréttar sem gegnir nú hlutverki áfrýjunardómstóls í sakamálum á Íslandi. Þeir dómar sem fallið hafa í Strassborg á þessu ári vegna meðferðar sakamála hér á landi eru orðnir sex talsins. Tveir vegna skorts á sönnunarfærslu í Hæstarétti, einn vegna vanhæfis dómara, einn vegna ólögmætrar skipunar dómara og tveir vegna réttar til að vera ekki refsað tvívegis fyrir sama brot. Fyrsti dómur MDE gegn Íslandi í slíku máli féll árið 2017. MDE taldi ríkið ekki brotlegt í máli lögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars Hall og féll dómur þar að lútandi í febrúar síðastliðnum. Efri deild réttarins hefur hins vegar fallist á að taka þann dóm til endurskoðunar.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12 Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Fimm dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu um brot íslenska ríkisins á ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Tvær dómsáttir hafa verið gerðar að auki. 5. júní 2019 08:00 Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12
Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Fimm dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu um brot íslenska ríkisins á ákvæði um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Tvær dómsáttir hafa verið gerðar að auki. 5. júní 2019 08:00
Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45