Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Ari Brynjólfsson skrifar 15. júlí 2019 07:30 Ólafur Haukur og Elín Arna settu Draumasetið á laggirnar árið 2013. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Ég er ekki viss um að þetta sé besta staðsetningin. Reyndar gæti þetta verið sú versta af öllum,“ segir Ólafur Haukur Ólafsson, stofnandi Draumasetursins. Draumasetrið er áfangaheimili sem ætlað er fyrrverandi fíklum sem eiga engan annan samastað. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku deiliskipulag smáhýsa fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda, og munu smáhýsin rísa á Höfðabakka og á stað þar sem nú eru bílastæði fyrir utan Draumasetrið. Ólafur Haukur óttast að í smáhýsin flytji einstaklingar í virkri neyslu sem ættu ekki að umgangast þá sem eru í bata. „Ég veit alveg hvernig þetta er þegar einstaklingur í neyslu kemur inn til okkar, það titrar allt og skelfur. Þetta er ótrúlega erfitt fyrir fólk sem er að stíga fyrstu skref í edrúmennsku,“ segir Ólafur Haukur. „Fyrir utan að það er eitthvað að samfélagi sem ætlast til að fólk búi í gámum á bílastæði.“Ragna Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar.Ragna Sigurðardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulags- og samgönguráði, segir að ekki sé gefið að í smáhýsunum við Héðinsgötu verði einstaklingar í virkri neyslu, enda sé um fjölbreyttan hóp að ræða sem glímir við húsnæðisleysi af ýmsum ástæðum. „Þeim einstaklingum sem þurfa þjónustu verður fundið viðeigandi úrræði sem byggir á faglegu mati í hverju tilviki fyrir sig. En sú hugmyndafræði er ríkjandi almennt hjá Reykjavíkurborg að það sé til húsnæði fyrir fólk í virkri neyslu, í anda „Housing First“ stefnunnar“, segir Ragna. Mikilvægt sé að umræða um úrræði einkennist ekki af fordómum gagnvart þessum hópi. „Það á enginn að vera á götunni og það skiptir máli að þessir einstaklingar hafi öruggt skjól.“ Ragna bendir á að það séu dæmi þess að áfangaheimili séu rekin við hlið búsetuúrræða. „Það getur verið jákvætt fyrir þá sem eru að sækja þjónustu áfangaheimilisins að hafa húsnæði sem er nálægt því.“ Ólafur Haukur setti Draumasetrið á laggirnar ásamt eiginkonu sinni, Elínu Örnu Arnardóttur, vegna húsnæðisvanda fíkla í bata. Hann segir önnur dæmi ekki sambærileg. „Það er stór munur á þessu. Þar er fólk sem vinnur við að passa að það sé enginn samgangur á milli á nóttunni, hér eru engir næturverðir. Það verður að finna einhverja betri lausn.“ Telur hann einnig að það megi draga í efa árangur þeirra úrræða sem eru of nálægt Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri húsnæðismála velferðarsviðs, segir að gert sé ráð fyrir 25 smáhýsum víðs vegar um borgina. Nú séu komnar lóðir við Höfðabakka og Héðinsgötu og verið sé að skoða fleiri lóðir á öðrum stöðum. Tekið verði fullt tillit til umhverfisins þegar húsnæði er úthlutað. Leyfi er fyrir fimm smáhýsum á Héðinsgötu, Berglind gerir ráð fyrir þremur til fjórum smáhýsum. Ragna segir að starfsfólk velferðarsviðs verði með sérhæft eftirlit í kringum smáhýsi, svokallað VOR-teymi mun líta inn og bjóða þjónustu þar sem við á. „Það getur skipt sköpum ef fólk vill ná bata að hafa eigið heimili.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
„Ég er ekki viss um að þetta sé besta staðsetningin. Reyndar gæti þetta verið sú versta af öllum,“ segir Ólafur Haukur Ólafsson, stofnandi Draumasetursins. Draumasetrið er áfangaheimili sem ætlað er fyrrverandi fíklum sem eiga engan annan samastað. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku deiliskipulag smáhýsa fyrir heimilislaust fólk með fjölþættan vanda, og munu smáhýsin rísa á Höfðabakka og á stað þar sem nú eru bílastæði fyrir utan Draumasetrið. Ólafur Haukur óttast að í smáhýsin flytji einstaklingar í virkri neyslu sem ættu ekki að umgangast þá sem eru í bata. „Ég veit alveg hvernig þetta er þegar einstaklingur í neyslu kemur inn til okkar, það titrar allt og skelfur. Þetta er ótrúlega erfitt fyrir fólk sem er að stíga fyrstu skref í edrúmennsku,“ segir Ólafur Haukur. „Fyrir utan að það er eitthvað að samfélagi sem ætlast til að fólk búi í gámum á bílastæði.“Ragna Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar.Ragna Sigurðardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í skipulags- og samgönguráði, segir að ekki sé gefið að í smáhýsunum við Héðinsgötu verði einstaklingar í virkri neyslu, enda sé um fjölbreyttan hóp að ræða sem glímir við húsnæðisleysi af ýmsum ástæðum. „Þeim einstaklingum sem þurfa þjónustu verður fundið viðeigandi úrræði sem byggir á faglegu mati í hverju tilviki fyrir sig. En sú hugmyndafræði er ríkjandi almennt hjá Reykjavíkurborg að það sé til húsnæði fyrir fólk í virkri neyslu, í anda „Housing First“ stefnunnar“, segir Ragna. Mikilvægt sé að umræða um úrræði einkennist ekki af fordómum gagnvart þessum hópi. „Það á enginn að vera á götunni og það skiptir máli að þessir einstaklingar hafi öruggt skjól.“ Ragna bendir á að það séu dæmi þess að áfangaheimili séu rekin við hlið búsetuúrræða. „Það getur verið jákvætt fyrir þá sem eru að sækja þjónustu áfangaheimilisins að hafa húsnæði sem er nálægt því.“ Ólafur Haukur setti Draumasetrið á laggirnar ásamt eiginkonu sinni, Elínu Örnu Arnardóttur, vegna húsnæðisvanda fíkla í bata. Hann segir önnur dæmi ekki sambærileg. „Það er stór munur á þessu. Þar er fólk sem vinnur við að passa að það sé enginn samgangur á milli á nóttunni, hér eru engir næturverðir. Það verður að finna einhverja betri lausn.“ Telur hann einnig að það megi draga í efa árangur þeirra úrræða sem eru of nálægt Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri húsnæðismála velferðarsviðs, segir að gert sé ráð fyrir 25 smáhýsum víðs vegar um borgina. Nú séu komnar lóðir við Höfðabakka og Héðinsgötu og verið sé að skoða fleiri lóðir á öðrum stöðum. Tekið verði fullt tillit til umhverfisins þegar húsnæði er úthlutað. Leyfi er fyrir fimm smáhýsum á Héðinsgötu, Berglind gerir ráð fyrir þremur til fjórum smáhýsum. Ragna segir að starfsfólk velferðarsviðs verði með sérhæft eftirlit í kringum smáhýsi, svokallað VOR-teymi mun líta inn og bjóða þjónustu þar sem við á. „Það getur skipt sköpum ef fólk vill ná bata að hafa eigið heimili.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00