„Ef hún lægir öldur í mínum flokki þá er hún góð“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2019 12:13 Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins Vísir/Vilhelm Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafnar því að sáttatillaga sem hann lagði fram um lagningu sæstrengs grafi undan málflutningi flokkssystkina hans sem standa að þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann. Haraldur telur líklegt að tillagan muni lægja öldur innan Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún njóti víðtæks stuðnings.Sjá einnig: Styður sáttatillögu Haraldar um þjóðaratkvæðagreiðslu og sæstreng Haraldur ræddi sáttatillöguna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Inntur eftir því hvernig tillagan samræmist öðrum tillögum um orkupakkann sem liggja fyrir á Alþingi sagði Haraldur að hann stigi skrefinu lengra. „Það er einn af þessum lagalegu fyrirvörum, sem iðnaðarráðherra hefur sett fram og tengist máli utanríkisráðherra um stjórnskipulega fyrirvarann, er breyting á raforkulögum sem raunverulega rammar inn að alþingi muni þá með sérstakri ákvörðun safna byggingu eða tengingu. Ég er í raun og veru að stíga skrefinu lengra, þetta er einhvers konar viðbótartrygging.“ Borið hefur á efasemdum um innleiðingu þriðja orkupakkans innan Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ráðherrar flokksins séu með málið á sinni könnu. Þannig hafa þingmennirnir Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason verið tvístígandi varðandi orkupakkann, þó að sá síðarnefndi hafi raunar lýst yfir stuðningi við tillögu Haraldar í liðinni viku.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst yfir efasemdum vegna þriðja orkupakkans.Vísir/vilhelm„Já, ég ætla ekki að draga fjöður yfir það, það eru flestir flokkar, eða allavega allir stjórnarflokkarnir, með deilur í þessum efnum,“ sagði Haraldur og sagði mikilvægt að taka mið af ótta fólks varðandi framkvæmd orkupakkans. Þá eigi hann von á því að tillagan muni stuðla að sátt um málið innan flokksins. „Ég á von á því og er mjög áfram um það að iðnaðarráðherra og ríkisstjórnin stígi skref í að skýra þessa mynd í vor og breyta þessu ástandi sem er. Ótti garðyrkjubænda og andstæða við orkupakka 3 er grundvallast mikið til á því hvernig við framkvæmdum orkupakka 1 og 2. [...] En tillagan þessi, ef hún lægir öldur í mínum flokki þá er hún góð og þá lægir hún öldur örugglega víðar.“ Haraldur reiknaði með að hann, ásamt um fimm samflokksmönnum sínum til viðbótar, fái heimild til að leggja tillöguna fram þegar orkupakkinn verður tekinn fyrir í þinginu í ágúst. „Já, nú er ég búinn að fleyta hugmyndinni fram og fæ almennt góðar viðtökur. Ég finn fyrir stuðningi meðal minna flokkssystkina. Það má vera að við látum reyna á það fljótlega að við segjum einfaldlega: Já, við ætlum að láta dreifa tillögunni og láta reyna á stuðning við hana á Alþingi. Við erum kannski ekki komin nákvæmlega þangað núna en þetta eru hugmyndir.“ Haraldur áréttaði að verði tillagan ekki samþykkt fái það engu breytt um stuðning sinn við orkupakkamálið. Aðspurður hafnaði hann því að tillagan grafi undan málflutningi flokkssystkina hans, sem hafa fullyrt að ástæðulaust sé að hafa áhyggjur af innleiðingu orkupakkans. „Nei, ég hef enga ástæðu til að ætla það.“Hlusta má á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Harald í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Styður sáttatillögu Haraldar um sæstreng og þjóðaratkvæðagreiðslu Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. 10. júlí 2019 15:14 „Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“ Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. 7. júlí 2019 13:43 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafnar því að sáttatillaga sem hann lagði fram um lagningu sæstrengs grafi undan málflutningi flokkssystkina hans sem standa að þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann. Haraldur telur líklegt að tillagan muni lægja öldur innan Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún njóti víðtæks stuðnings.Sjá einnig: Styður sáttatillögu Haraldar um þjóðaratkvæðagreiðslu og sæstreng Haraldur ræddi sáttatillöguna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Inntur eftir því hvernig tillagan samræmist öðrum tillögum um orkupakkann sem liggja fyrir á Alþingi sagði Haraldur að hann stigi skrefinu lengra. „Það er einn af þessum lagalegu fyrirvörum, sem iðnaðarráðherra hefur sett fram og tengist máli utanríkisráðherra um stjórnskipulega fyrirvarann, er breyting á raforkulögum sem raunverulega rammar inn að alþingi muni þá með sérstakri ákvörðun safna byggingu eða tengingu. Ég er í raun og veru að stíga skrefinu lengra, þetta er einhvers konar viðbótartrygging.“ Borið hefur á efasemdum um innleiðingu þriðja orkupakkans innan Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ráðherrar flokksins séu með málið á sinni könnu. Þannig hafa þingmennirnir Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason verið tvístígandi varðandi orkupakkann, þó að sá síðarnefndi hafi raunar lýst yfir stuðningi við tillögu Haraldar í liðinni viku.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst yfir efasemdum vegna þriðja orkupakkans.Vísir/vilhelm„Já, ég ætla ekki að draga fjöður yfir það, það eru flestir flokkar, eða allavega allir stjórnarflokkarnir, með deilur í þessum efnum,“ sagði Haraldur og sagði mikilvægt að taka mið af ótta fólks varðandi framkvæmd orkupakkans. Þá eigi hann von á því að tillagan muni stuðla að sátt um málið innan flokksins. „Ég á von á því og er mjög áfram um það að iðnaðarráðherra og ríkisstjórnin stígi skref í að skýra þessa mynd í vor og breyta þessu ástandi sem er. Ótti garðyrkjubænda og andstæða við orkupakka 3 er grundvallast mikið til á því hvernig við framkvæmdum orkupakka 1 og 2. [...] En tillagan þessi, ef hún lægir öldur í mínum flokki þá er hún góð og þá lægir hún öldur örugglega víðar.“ Haraldur reiknaði með að hann, ásamt um fimm samflokksmönnum sínum til viðbótar, fái heimild til að leggja tillöguna fram þegar orkupakkinn verður tekinn fyrir í þinginu í ágúst. „Já, nú er ég búinn að fleyta hugmyndinni fram og fæ almennt góðar viðtökur. Ég finn fyrir stuðningi meðal minna flokkssystkina. Það má vera að við látum reyna á það fljótlega að við segjum einfaldlega: Já, við ætlum að láta dreifa tillögunni og láta reyna á stuðning við hana á Alþingi. Við erum kannski ekki komin nákvæmlega þangað núna en þetta eru hugmyndir.“ Haraldur áréttaði að verði tillagan ekki samþykkt fái það engu breytt um stuðning sinn við orkupakkamálið. Aðspurður hafnaði hann því að tillagan grafi undan málflutningi flokkssystkina hans, sem hafa fullyrt að ástæðulaust sé að hafa áhyggjur af innleiðingu orkupakkans. „Nei, ég hef enga ástæðu til að ætla það.“Hlusta má á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Harald í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Styður sáttatillögu Haraldar um sæstreng og þjóðaratkvæðagreiðslu Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. 10. júlí 2019 15:14 „Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“ Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. 7. júlí 2019 13:43 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Styður sáttatillögu Haraldar um sæstreng og þjóðaratkvæðagreiðslu Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist styðja hugmynd flokksbróður síns, Haraldar Benediktssonar, um þriðja orkupakkann. 10. júlí 2019 15:14
„Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“ Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. 7. júlí 2019 13:43
Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30