Handbolti

Hrafnhildur Hanna til Frakklands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hrafnhildur Hanna hefur þrisvar sinnum orðið markahæst í Olís-deild kvenna.
Hrafnhildur Hanna hefur þrisvar sinnum orðið markahæst í Olís-deild kvenna. vísir/vilhelm
Landsliðskonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er gengin í raðir franska úrvalsdeildarliðsins Bourg-de-Péage Drôme Handball. Hún kemur til liðsins frá Selfossi sem féll úr Olís-deild kvenna í vetur. Frá þessu er greint á sunnlenska.is.

Hrafnhildur Hanna er komin til Frakklands og hóf æfingar með nýja liðinu í gær.

Bourg-de-Péage Drôme endaði í næstneðsta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en hélt sér uppi eftir umspil.

Hrafnhildur Hanna, sem er 24 ára, hefur verið í lykilhlutverki hjá Selfossi undanfarin ár. Hún var markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar þrisvar sinnum í röð (2015-2017). Þessi sömu ár var hún valin besti sóknarmaður Olís-deildarinnar. Hrafnhildur Hanna hefur leikið með íslenska landsliðinu síðan 2014.

Báðar landsliðskonurnar í herbúðum Selfoss eru því farnar frá félaginu. Perla Ruth Albertsdóttir, mágkona Hrafnhildar Hönnu, gekk í raðir Fram fyrr í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×