Persónuvernd tekur ekki afstöðu til útgáfu tekjublaða Eiður Þór Árnason skrifar 12. júlí 2019 14:58 Tekjublöðin eru söluhæstu blöð ársins hjá sumum miðlum, og hleypur auglýsingasalan í þeim á milljónum. Fréttablaðið/Anton Persónuvernd telur að Ríkisskattstjóra sé heimilt að birta upplýsingar um tekjuskatt og útsvar, en hafi ekki heimild til að birta upplýsingar um gjöld einstaklinga til Ríkisútvarpsins og í framkvæmdasjóð aldraðra.Álit Persónuverndar kemur í kjölfar þess að Ríkisskattstjóri óskaði eftir áliti stofnunarinnar á vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við framlagningu álagningarskráa. Álagningarskrár Ríkisskattstjóra sýna álagða skatta á skattgreiðendur og hafa meðal annars verið notaðar af fjölmiðlum til þess að útbúa lista yfir tekjur einstaklinga og gefa út tekjublöð.Útgáfa slíkra tekjublaða hefur verið í uppnámi í ljósi breytinga sem Ríkisskattstjóri fyrirhugaði á framsetningu upplýsinga í álagningarskrám, og frestun á birtingu þeirra. Í nóvember úrskurðaði Persónuvernd að Viskubrunnur ehf., sem rak vefsíðuna tekjur.is, skyldi eyða gagnagrunni sínum á grundvelli nýrra persónuverndarlaga. Hefur starfsfólk Ríkisskattstjóra verið lengi að túlka niðurstöðuna vegna álagningarskránna. Þann 31. maí síðastliðinn átti að birta skrárnar en á síðustu stundu var ákveðið að fresta birtingu þeirra fram til 19. ágúst. Í nýútgefnu áliti Persónuverndar úrskurðar stofnunin einnig að Ríkisskattstjóri megi ekki birta kennitölur einstaklinga með álagningarskránum þar sem nafn, heimilisfang og fæðingardagur sé talið nægja til að persónugreina þá. Persónuvernd segir jafnframt að vinnsla á upplýsingum úr álagningarskrám eingöngu í þágu fjölmiðla, falli ekki undir valdsvið Persónuverndar. Það sama eigi við ef upplýsingar úr skránum eru unnar af einstaklingum og eingöngu til persónulegra nota. Í þeim efnum segir stofnunin það vera utan síns valdsviðs að skera úr um hvar mörkin milli tjáningarfrelsis fjölmiðla annars vegar og friðhelgi einkalífsins hins vegar liggja, ef litið er til ákvæða stjórnarskrárinnar. Úrlausn slíkra álitaefna heyri undir dómstóla að skera úr um. Fjölmiðlar Persónuvernd Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55 Loka Tekjur.is og eyða öllum upplýsingum Persónuvernd hefur tilkynnt stjórnendum hinnar umdeildu upplýsingasíðu Tekjur.is að birting þeirra á tekjum Íslendinga upp úr skattskrám sé óheimil. 29. nóvember 2018 09:43 Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Vefsíðan Tekjur.is gæti þurft að gefa upp hvaða áskrifendur flettu öðrum upp á síðunni. Beiðnin þyrfti að koma frá þeim sem upplýsingarnar varða. 25. október 2018 06:00 Útgáfa tekjublaða sumarsins í uppnámi Töluverð óvissa ríkir um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í sumar en enn er ekki vitað hvaða upplýsingar munu koma fram í álagningarskrám. Mikið er í húfi fyrir þá fjölmiðla sem gefa út, bæði hvað varðar sölu og auglýsýsingar. 5. júlí 2019 07:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Persónuvernd telur að Ríkisskattstjóra sé heimilt að birta upplýsingar um tekjuskatt og útsvar, en hafi ekki heimild til að birta upplýsingar um gjöld einstaklinga til Ríkisútvarpsins og í framkvæmdasjóð aldraðra.Álit Persónuverndar kemur í kjölfar þess að Ríkisskattstjóri óskaði eftir áliti stofnunarinnar á vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við framlagningu álagningarskráa. Álagningarskrár Ríkisskattstjóra sýna álagða skatta á skattgreiðendur og hafa meðal annars verið notaðar af fjölmiðlum til þess að útbúa lista yfir tekjur einstaklinga og gefa út tekjublöð.Útgáfa slíkra tekjublaða hefur verið í uppnámi í ljósi breytinga sem Ríkisskattstjóri fyrirhugaði á framsetningu upplýsinga í álagningarskrám, og frestun á birtingu þeirra. Í nóvember úrskurðaði Persónuvernd að Viskubrunnur ehf., sem rak vefsíðuna tekjur.is, skyldi eyða gagnagrunni sínum á grundvelli nýrra persónuverndarlaga. Hefur starfsfólk Ríkisskattstjóra verið lengi að túlka niðurstöðuna vegna álagningarskránna. Þann 31. maí síðastliðinn átti að birta skrárnar en á síðustu stundu var ákveðið að fresta birtingu þeirra fram til 19. ágúst. Í nýútgefnu áliti Persónuverndar úrskurðar stofnunin einnig að Ríkisskattstjóri megi ekki birta kennitölur einstaklinga með álagningarskránum þar sem nafn, heimilisfang og fæðingardagur sé talið nægja til að persónugreina þá. Persónuvernd segir jafnframt að vinnsla á upplýsingum úr álagningarskrám eingöngu í þágu fjölmiðla, falli ekki undir valdsvið Persónuverndar. Það sama eigi við ef upplýsingar úr skránum eru unnar af einstaklingum og eingöngu til persónulegra nota. Í þeim efnum segir stofnunin það vera utan síns valdsviðs að skera úr um hvar mörkin milli tjáningarfrelsis fjölmiðla annars vegar og friðhelgi einkalífsins hins vegar liggja, ef litið er til ákvæða stjórnarskrárinnar. Úrlausn slíkra álitaefna heyri undir dómstóla að skera úr um.
Fjölmiðlar Persónuvernd Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55 Loka Tekjur.is og eyða öllum upplýsingum Persónuvernd hefur tilkynnt stjórnendum hinnar umdeildu upplýsingasíðu Tekjur.is að birting þeirra á tekjum Íslendinga upp úr skattskrám sé óheimil. 29. nóvember 2018 09:43 Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Vefsíðan Tekjur.is gæti þurft að gefa upp hvaða áskrifendur flettu öðrum upp á síðunni. Beiðnin þyrfti að koma frá þeim sem upplýsingarnar varða. 25. október 2018 06:00 Útgáfa tekjublaða sumarsins í uppnámi Töluverð óvissa ríkir um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í sumar en enn er ekki vitað hvaða upplýsingar munu koma fram í álagningarskrám. Mikið er í húfi fyrir þá fjölmiðla sem gefa út, bæði hvað varðar sölu og auglýsýsingar. 5. júlí 2019 07:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55
Loka Tekjur.is og eyða öllum upplýsingum Persónuvernd hefur tilkynnt stjórnendum hinnar umdeildu upplýsingasíðu Tekjur.is að birting þeirra á tekjum Íslendinga upp úr skattskrám sé óheimil. 29. nóvember 2018 09:43
Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Vefsíðan Tekjur.is gæti þurft að gefa upp hvaða áskrifendur flettu öðrum upp á síðunni. Beiðnin þyrfti að koma frá þeim sem upplýsingarnar varða. 25. október 2018 06:00
Útgáfa tekjublaða sumarsins í uppnámi Töluverð óvissa ríkir um hvort hægt verður að gefa út tekjublöð í sumar en enn er ekki vitað hvaða upplýsingar munu koma fram í álagningarskrám. Mikið er í húfi fyrir þá fjölmiðla sem gefa út, bæði hvað varðar sölu og auglýsýsingar. 5. júlí 2019 07:00