Kanadískt fyrirtæki, VIAD að nafni, hefur fjárfest í fyrirtækinu Geothermal Lagoon og hyggst reisa baðlón á Kársnesinu með útsýni út á Faxaflóa. Þetta kemur fram á vef fyrirtækisins en RÚV greindi frá.
ThinkGeoEnergy greinir frá að VIAD hafi varið 14 milljónum kanadískra dala eða um 1,3 milljörðum króna í 51% hlut í rekstrarfélagi lónsins, Geothermal Lagoon. Dótturfyrirtæki VIAD, Pursuit, mun hafa yfirumsjón með því að reynsla gesta af lóninu verði með besta móti.
Á vef fyrirtækisins VIAD er greint frá því að áætlað sé að lónið verði opnað árið 2021. Þá verður gott útsýni frá lóninu að hafi og að Bessastöðum, bústaði Forseta Íslands.
Í samtali við fréttastofu RÚV sagði Eyþór Guðjónsson, stjórnarformaður Geothermal Lagoon að að baðlónið sé í hönnunarferli en unnið hafi verið í góðu samstarfi við Kópavogsbæ. Þá sé frekari frétta að vænta af lóninu í lok sumars.
Kanadískt félag fjárfestir í baðlóni á Kársnesi
Andri Eysteinsson skrifar
![Kársnes í Kópavogi.](https://www.visir.is/i/BFEF224BB42DA4EFA0B0B2FF017ED178934503FA9CCD168A1049930CAC18559D_713x0.jpg)
Mest lesið
![](/i/220277B4696AA3935AF005ACAC7B832301D72648E1F24BC3A8915C79A718D4DB_240x160.jpg)
![](/i/205C9D030C07D7107F0EEEBF07A87D4581DAA0235B9C82ED0CA7A746183AE4DF_240x160.jpg)
Bankarnir áður svikið neytendur
Viðskipti innlent
![](/i/AD6D0BE2EC16DE60769548384F7F39B4B0B02380E0AFB4D57FA847510638CDC2_240x160.jpg)
Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið
Viðskipti innlent
![](/i/B4EFBA015DCC618BE5AA9914B0DB82AC4B9E63B66AEC21015B3D8ADDC9E7C673_240x160.jpg)
![](/i/2338030F2775F7F07227C4D16642B185F70EAE9616A4EF5CB03F8DD68C879507_240x160.jpg)
![](/i/B5018BBB6E931060BD027BF81CD6A9F0FD55FF73352995A3A7400F2DA062AEE7_240x160.jpg)
Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna
Viðskipti innlent
![](/i/179F2E2FDF5804D38527A8B91119F121EA5835D1CF60155B83E56442F32D9C3B_240x160.jpg)
Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri
Viðskipti innlent
![](/i/6826795CC614CA9939F93EDBD2202CAD0C26915260EF1928535306F394B7DA09_240x160.jpg)
Bilun hjá Landsbankanum
Viðskipti innlent
![](/i/A032DE5D93508AE9B97F45C441C917001EEDCFC340B97C37461EFEFA74E712C9_240x160.jpg)
Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust
Viðskipti innlent
![](/i/DF80E6FA7F6C97343A7B5C77E837607D54318259559EB37C11A9AAF3ABFA0624_240x160.jpg)
Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka
Viðskipti innlent