„EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. júlí 2019 18:30 Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. Alþingi kemur saman á ný í nokkra daga hinn 28. ágúst til að ljúka síðari umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann og á tillagan að ganga til atkvæðagreiðslu hinn 2. september næstkomandi. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari telur að Alþingi eigi að hafna tillögunni en hann skrifaði grein um málið sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag. Hann telur að líkur á samningsbrotamálum aukist verði gerðir þriðja orkuppakans innleiddar. Þá sé sú hætta fyrir hendi að höfðað verði skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði sæstrengur ekki lagður. Eins og margsinnis hefur verið rakið fela gerðir þriðja orkupakkans ekki í sér neina skyldu um lagningu sæstrengs. Valdheimildir ACER, Samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, verða hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gagnvart EFTA-ríkjunum. Þessar valdheimildir gagnvart Íslandi verða ekki virkar nema fyrir hendi sé tenging íslensks orkumarkaðar við evrópska raforkumarkaðinn með sæstreng. Arnar Þór Jónsson segir engan ágreining um þetta. Hann telji hins vegar málshöfðunaráhættu til staðar ef íslenska ríkið standi í vegi fyrir einkaaðilum, sem vilji leggja slíkan streng, í fyllingu tímans þegar það verður búið að innleiða gerðir þriðja orkupakkans. Ekki sé hægt að útiloka slíka málshöfðun og þá áhættu sem henni fylgir. „Þetta snýst ekki um það að ríkið leggi þennan streng. Og það er alveg rétt að það er engin kvöð á íslenska ríkinu að leggja þennan streng. Þetta snýr að því að ríkin þvælist ekki fyrir einkaaðilum sem vilja á einhverjum tímapunkti leggja streng til Íslands. Það er það sem málið snýst um. Ef menn vilja ræða um að íslenska ríkinu beri ekki að gera þetta og hitt þá eru þeir farnir út af þeim teinum,“ segir Arnar Þór.Vill fara aftur inn í sameiginlegu EES-nefndinaEn hvað væri þá rökrétt framhald af því að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans? „Væri það ekki bara að fara með þetta aftur inn í sameiginlegu EES-nefndina og biðja um undanþáguna aftur? Við erum þátttakendur í alþjóðlegu samstarfi og menn hafa skilning á því að þjóðir vilji verja sína hagsmuni út frá eignarrétti og lýðræði. Það eru hundrað dæmi um það að þjóðir hafi gert það í evrópsku samstarfi. Ég er á móti svona lögmálshyggju í þessu. EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga en ekki Íslendingar fyrir EES-samninginn.“ Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, vann álitsgerð fyrir utanríkisráðuneytið þar sem hann heldur því fram að höfnun þriðja orkupakkans gæti sett EES-samninginn í uppnám. Í álitsgerð Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, sem einnig var unnin fyrir utanríkisráðuneytið, segir að höfnun afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara og upptöku gerðar í EES-samninginn fæli í sér „algjört neyðarúrræði“ og að synjun íslenska ríkisins um afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara „fæli í sér fordæmalausa stöðu sem hefði í för með sér mikla lagalega og pólitíska óvissu og setti framkvæmd EES-samningsins í uppnám.“ Arnar Þór er eðlilega ekki sammála þessu í ljósi þess sem áður er rakið. Hann segir að þriðji orkupakkinn afhjúpi í hnotskurn þann vanda sem fylgi EES-samningnum. Hann gagnrýnir þá lýðræðisbresti sem birtist í afgreiðslu mála hjá sameiginlegu EES-nefndinni. Þar séu greidd atkvæði um risavaxna hagsmuni Íslendinga þegar teknar eru ákvarðanir um að taka gerðir upp í EES-samninginn. Vanda þurfi málsmeðferð þegar miklir hagsmunir séu undir. „Íslensk stjórnvöld verða að gera betri greinarmun á smámálum og stórmálum. Með smámálum á ég við neytendamál og slíkt en stórmál varða innviði samfélagsins. Þar þurfa íslensk stjórnvöld að setja mannafla í og athygli á að verja hagsmuni Íslendinga, punktur,“ segir Arnar Þór Jónsson. Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Sjá meira
Arnar Þór Jónsson héraðsdómari segir að Alþingi ætti að hafna þingsályktunartillögu um innleiðingu þriðja orkupakkans þegar það kemur saman í ágúst. Þá segir hann að íslensk stjórnvöld verði að gæta hagsmuna Íslendinga betur við upptöku gerða í EES-samninginn. Alþingi kemur saman á ný í nokkra daga hinn 28. ágúst til að ljúka síðari umræðu um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann og á tillagan að ganga til atkvæðagreiðslu hinn 2. september næstkomandi. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari telur að Alþingi eigi að hafna tillögunni en hann skrifaði grein um málið sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag. Hann telur að líkur á samningsbrotamálum aukist verði gerðir þriðja orkuppakans innleiddar. Þá sé sú hætta fyrir hendi að höfðað verði skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði sæstrengur ekki lagður. Eins og margsinnis hefur verið rakið fela gerðir þriðja orkupakkans ekki í sér neina skyldu um lagningu sæstrengs. Valdheimildir ACER, Samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, verða hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gagnvart EFTA-ríkjunum. Þessar valdheimildir gagnvart Íslandi verða ekki virkar nema fyrir hendi sé tenging íslensks orkumarkaðar við evrópska raforkumarkaðinn með sæstreng. Arnar Þór Jónsson segir engan ágreining um þetta. Hann telji hins vegar málshöfðunaráhættu til staðar ef íslenska ríkið standi í vegi fyrir einkaaðilum, sem vilji leggja slíkan streng, í fyllingu tímans þegar það verður búið að innleiða gerðir þriðja orkupakkans. Ekki sé hægt að útiloka slíka málshöfðun og þá áhættu sem henni fylgir. „Þetta snýst ekki um það að ríkið leggi þennan streng. Og það er alveg rétt að það er engin kvöð á íslenska ríkinu að leggja þennan streng. Þetta snýr að því að ríkin þvælist ekki fyrir einkaaðilum sem vilja á einhverjum tímapunkti leggja streng til Íslands. Það er það sem málið snýst um. Ef menn vilja ræða um að íslenska ríkinu beri ekki að gera þetta og hitt þá eru þeir farnir út af þeim teinum,“ segir Arnar Þór.Vill fara aftur inn í sameiginlegu EES-nefndinaEn hvað væri þá rökrétt framhald af því að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans? „Væri það ekki bara að fara með þetta aftur inn í sameiginlegu EES-nefndina og biðja um undanþáguna aftur? Við erum þátttakendur í alþjóðlegu samstarfi og menn hafa skilning á því að þjóðir vilji verja sína hagsmuni út frá eignarrétti og lýðræði. Það eru hundrað dæmi um það að þjóðir hafi gert það í evrópsku samstarfi. Ég er á móti svona lögmálshyggju í þessu. EES-samningurinn er til fyrir Íslendinga en ekki Íslendingar fyrir EES-samninginn.“ Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, vann álitsgerð fyrir utanríkisráðuneytið þar sem hann heldur því fram að höfnun þriðja orkupakkans gæti sett EES-samninginn í uppnám. Í álitsgerð Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, sem einnig var unnin fyrir utanríkisráðuneytið, segir að höfnun afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara og upptöku gerðar í EES-samninginn fæli í sér „algjört neyðarúrræði“ og að synjun íslenska ríkisins um afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara „fæli í sér fordæmalausa stöðu sem hefði í för með sér mikla lagalega og pólitíska óvissu og setti framkvæmd EES-samningsins í uppnám.“ Arnar Þór er eðlilega ekki sammála þessu í ljósi þess sem áður er rakið. Hann segir að þriðji orkupakkinn afhjúpi í hnotskurn þann vanda sem fylgi EES-samningnum. Hann gagnrýnir þá lýðræðisbresti sem birtist í afgreiðslu mála hjá sameiginlegu EES-nefndinni. Þar séu greidd atkvæði um risavaxna hagsmuni Íslendinga þegar teknar eru ákvarðanir um að taka gerðir upp í EES-samninginn. Vanda þurfi málsmeðferð þegar miklir hagsmunir séu undir. „Íslensk stjórnvöld verða að gera betri greinarmun á smámálum og stórmálum. Með smámálum á ég við neytendamál og slíkt en stórmál varða innviði samfélagsins. Þar þurfa íslensk stjórnvöld að setja mannafla í og athygli á að verja hagsmuni Íslendinga, punktur,“ segir Arnar Þór Jónsson.
Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Sjá meira