Slökkvilið var kallað út á tíunda tímanum í kvöld vegna bíls sem kviknað hafði í við Seljaskóla.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk slökkvistarf vel fyrir sig og er nú lokið. Unnið er að frágangi á vettvangi en bíllinn er ónýtur eftir eldinn.
Ekki er vitað hvort einhver hafi verið í bílnum þegar eldurinn kom upp.
Bíll brann við Seljaskóla
Sylvía Hall skrifar

Mest lesið

Barn á öðru aldursári lést
Innlent





Bíll valt og endaði á hvolfi
Innlent




Þrjú banaslys á fjórum dögum
Innlent