Stjarnan rifti samningi við Guðrúnu Ósk sem glímir við höfuðmeiðsli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2019 19:00 Miklar væntingar voru gerðar til Guðrúnar Ósk hjá Stjörnunni en hún náði aðeins tveimur leikjum með liðinu. vísir/ernir Handboltamarkvörðurinn Guðrún Ósk Maríasdóttir hvetur leikmenn til skoða vel þá samninga sem þeir skrifa undir eftir að Stjarnan rifti einhliða samningi hennar við félagið. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari tvö ár í röð með Fram gekk Guðrún Ósk í raðir Stjörnunnar vorið 2018. Síðasta tímabil var hins vegar endasleppt hjá henni. Í leik gegn Selfossi í 2. umferð fékk Guðrún Ósk skot í höfuðið og hefur ekkert spilað síðan þá. Höfuðmeiðslin hafa einnig haft mikil áhrif á daglegt líf Guðrúnar Óskar. Í maí rifti Stjarnan svo samningi sínum við hana. „Í samningnum er endurskoðunarákvæði sem gildir frá 1.-10. maí. Mig minnir að 8. eða 9. maí hafi ég fengið símtal frá formanninum um að samningnum yrði rift og ég þyrfti að skrifa undir skjal sem ég skoðaði betur með manninum mínum,“ sagði Guðrún Ósk í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum. „Hann lét vini sína í lögfræðinni skoða það líka og við ákváðum að við vildum fá aðeins meira rými til að skoða þetta áður en við skrifuðum undir. Ég fór með þau svör til Stjörnunnar. Stuttu seinna sögðust þau hafa rætt við sína lögfræðinga og það væri ekki nauðsynlegt fyrir mig að skrifa undir þetta skjal. Þau gætu rift samningnum einhliða.“ Guðrún Ósk vill hvetja aðra leikmenn til að vera meðvitaða um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. Hún var ekki tryggð þar sem hún varð fyrir meiðslum í keppnisleik og hvorki heimilistryggingar hennar né samningur Stjörnunnar ná yfir meiðsli í keppnisleikjum. „Það hefði breytt ótrúlega miklu fyrir mig hefði ég verið með slíka tryggingu, að geta tekið mér þann tíma sem ég þurfti í batann áhyggjulaust,“ sagði Guðrún Ósk. „Það skiptir máli hvað stendur í samningnum. Þú getur ekki bara skrifað undir hvað sem er og gert ráð fyrir að allt verði gott og blessað.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Hvetur leikmenn til að kynna sér samninga sem þeir skrifa undir Garðabær Olís-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira
Handboltamarkvörðurinn Guðrún Ósk Maríasdóttir hvetur leikmenn til skoða vel þá samninga sem þeir skrifa undir eftir að Stjarnan rifti einhliða samningi hennar við félagið. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari tvö ár í röð með Fram gekk Guðrún Ósk í raðir Stjörnunnar vorið 2018. Síðasta tímabil var hins vegar endasleppt hjá henni. Í leik gegn Selfossi í 2. umferð fékk Guðrún Ósk skot í höfuðið og hefur ekkert spilað síðan þá. Höfuðmeiðslin hafa einnig haft mikil áhrif á daglegt líf Guðrúnar Óskar. Í maí rifti Stjarnan svo samningi sínum við hana. „Í samningnum er endurskoðunarákvæði sem gildir frá 1.-10. maí. Mig minnir að 8. eða 9. maí hafi ég fengið símtal frá formanninum um að samningnum yrði rift og ég þyrfti að skrifa undir skjal sem ég skoðaði betur með manninum mínum,“ sagði Guðrún Ósk í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum. „Hann lét vini sína í lögfræðinni skoða það líka og við ákváðum að við vildum fá aðeins meira rými til að skoða þetta áður en við skrifuðum undir. Ég fór með þau svör til Stjörnunnar. Stuttu seinna sögðust þau hafa rætt við sína lögfræðinga og það væri ekki nauðsynlegt fyrir mig að skrifa undir þetta skjal. Þau gætu rift samningnum einhliða.“ Guðrún Ósk vill hvetja aðra leikmenn til að vera meðvitaða um hvað stendur í samningum sem þeir skrifa undir. Hún var ekki tryggð þar sem hún varð fyrir meiðslum í keppnisleik og hvorki heimilistryggingar hennar né samningur Stjörnunnar ná yfir meiðsli í keppnisleikjum. „Það hefði breytt ótrúlega miklu fyrir mig hefði ég verið með slíka tryggingu, að geta tekið mér þann tíma sem ég þurfti í batann áhyggjulaust,“ sagði Guðrún Ósk. „Það skiptir máli hvað stendur í samningnum. Þú getur ekki bara skrifað undir hvað sem er og gert ráð fyrir að allt verði gott og blessað.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Hvetur leikmenn til að kynna sér samninga sem þeir skrifa undir
Garðabær Olís-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira