Þolendur segja stuðninginn skipta öllu máli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2019 20:00 Gangan hófst klukkan 14 í dag. EINAR ÁRNASON Druslugangan var gengin í níunda sinn í dag. Skipuleggjendur göngunnar segja að hugarfarsbreyting hafi orðið í samfélaginu frá því að gangan fór fyrst fram, en þó sé þörf á kerfisbreytingu. Þolendur segja stuðninginn, sem sýndur var í dag, mikilvægan. Druslugangan er gengin til að sýna samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis og er tilgangurinn meðal annars að skila skömm þolenda þangað sem hún á heima. Einn af stjórnendum göngunnar segir að hugarfarsbreyting hafi orðið í samfélaginu en þörf sé á kerfisbreytingu. „Í ár erum við að leggja áherslu á það að þetta er í öllum samfélagshópum, gerendur eru alls staða og þetta eru fjölskyldumeðlimir, lögreglumenn, lögfræðingar og í öllum stéttum. Þetta er samfélagsvandamál og þess vegna erum við hér af því að þetta er mjög stórt kerfisbundið vandamál sem við þurfum að vinna í saman,“ sagði Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachman. Hvers vegna gangið þið í dag? „Því ég er þolandi,“ sagði Inger Schoöth“ Hvaða þýðingu hefur gangan fyrir þig? „Þetta er bara stuðningur í allar áttir, ekki spurning. Við stöndum saman og við neitum þessu, við viljum ekki taka þátt í þessu lengur,“ sagði Inga. „Ég hef gengið hér síðustu fjögur ár með mömmu en við erum báðar brotaþolar. Stuðningurinn skiptir öllu máli,“ sagði Magdalena Katrín Sveinsdóttir „Við göngum í dag til þess að sýna samstöðu og taka afstöðu. Það er mjög mikilvægt að mæta hingað og taka afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi og sýna þessa samstöðu sem þarf í samfélaginu til að tækla þessi málefni,“ sögðu Auður Albertsdóttir og Sigyn Jónsdóttir. Druslugangan Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Druslugangan gengin í níunda sinn í dag Druslugangan er gengin til að sýna samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis 27. júlí 2019 12:30 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Druslugangan var gengin í níunda sinn í dag. Skipuleggjendur göngunnar segja að hugarfarsbreyting hafi orðið í samfélaginu frá því að gangan fór fyrst fram, en þó sé þörf á kerfisbreytingu. Þolendur segja stuðninginn, sem sýndur var í dag, mikilvægan. Druslugangan er gengin til að sýna samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis og er tilgangurinn meðal annars að skila skömm þolenda þangað sem hún á heima. Einn af stjórnendum göngunnar segir að hugarfarsbreyting hafi orðið í samfélaginu en þörf sé á kerfisbreytingu. „Í ár erum við að leggja áherslu á það að þetta er í öllum samfélagshópum, gerendur eru alls staða og þetta eru fjölskyldumeðlimir, lögreglumenn, lögfræðingar og í öllum stéttum. Þetta er samfélagsvandamál og þess vegna erum við hér af því að þetta er mjög stórt kerfisbundið vandamál sem við þurfum að vinna í saman,“ sagði Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachman. Hvers vegna gangið þið í dag? „Því ég er þolandi,“ sagði Inger Schoöth“ Hvaða þýðingu hefur gangan fyrir þig? „Þetta er bara stuðningur í allar áttir, ekki spurning. Við stöndum saman og við neitum þessu, við viljum ekki taka þátt í þessu lengur,“ sagði Inga. „Ég hef gengið hér síðustu fjögur ár með mömmu en við erum báðar brotaþolar. Stuðningurinn skiptir öllu máli,“ sagði Magdalena Katrín Sveinsdóttir „Við göngum í dag til þess að sýna samstöðu og taka afstöðu. Það er mjög mikilvægt að mæta hingað og taka afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi og sýna þessa samstöðu sem þarf í samfélaginu til að tækla þessi málefni,“ sögðu Auður Albertsdóttir og Sigyn Jónsdóttir.
Druslugangan Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Druslugangan gengin í níunda sinn í dag Druslugangan er gengin til að sýna samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis 27. júlí 2019 12:30 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Druslugangan gengin í níunda sinn í dag Druslugangan er gengin til að sýna samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis 27. júlí 2019 12:30