Einhverjir erlendir gestir munu missa af Gleðigöngunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júlí 2019 18:45 Gleðiganga Hinsegin-daga verður farin viku seinna í ár en venja hefur verið. Ein ástæðan er vegna stórtónleika Ed Sheeran í Laugardalnum og spurning hvort Reykjavíkurborg hefði þolað tvo stórviðburði á einum degi. Dæmi eru um að erlendir gestir hátíðarinnar hafi verið búnir að bóka flug og gistingu, muni missa af göngunni. Tuttugu ár eru síðan Hinsegin dagar voru haldnir í fyrsta skipti a Íslandi og í tilefni tímamótanna verður blásið til mikilla hátíðahalda í Reykjavík frá 8. ágúst sem endar með árvissir Gleðigöngu í miðborginni. „Bæði eru 50 ár frá Stonewall og við erum að fagna 20 ára afmæli hér í Reykjavík þannig að við erum fyrst og fremst að lengja dagskrána. Dagskrá Hinsegin-daga stendur í tíu daga, ekki sex eins og síðustu ár. Við erum að bjóða upp á miklu fjölbreyttari og fleiri viðburði heldur en síðustu ár,“ segir Gunnlaugur. Fjölbreytileikanum hefur verið fagnað með Gleðigöngu helgina eftir Verslunarmannahelgi, frá því hún var farin fyrst en í ár verður breyting þar á og mun hún fara fram 17. ágúst. Tveimur vikum eftir Verslunarmannahelgi. „Við erum viku seinna á ferðinni, ef svo á segja, með gönguna en hátíðin, vissulega, byrja vikuna eftir Verslunarmannahelgi. Þetta er fyrst og fremst, eins og ég segi, til að gera okkur breiðari á þessu stóra ári,“ segir Gunnlaugur.Einhverjir erlendir gestir munu missa af Gleðigöngunni En breytingin hefur komið illa við þó nokkra og hefur fréttastofan upplýsingar um að bæði erlendir blaðamenn og erlendir gestir, sem vanið hafa komur sínar hingað til lands til þess að gera hátíðinni skil, missa af göngunni í ár. Flugfar og gisting var bókuð á síðasta ári og gengið út frá því að gangan yrði sömu helgi verið hefur. „Auðvitað er það líka staðreynd að á „okkar“ laugardegi verða stórtónleikar í Laugardalnum þannig að það má velta því fyrir sér hvort borgin hefði höndlað tvo stórviðburði á sama degi,“ segir Gunnlaugur. Við höfum svo sem ekki fengið þetta inn á borð til okkar, en auðvitað var kannski við því að búast en við tilkynntum þessar dagsetningar í október í fyrra þannig að þetta hefur legið fyrir í töluverðan tíma,“ segir Gunnlaugur.Fleiri bæjarhátíðir í nágrenni við Reykjavík Þá eru að minnsta kosti tvær bæjarhátíðir skipulagðar í nágrenni Reykjavíkur þessa helgi. Fjölskyldudagar í Vogum og Blómstrandi dagar í Hveragerði.Eruð þið ekkert hrædd um að aðsókn minnki á þær bæjarhátíðir með þessum breytingum? „Á móti erum við ekki að lenda ofan í Fiskideginum mikla þannig að þetta er alltaf eitthvað. Nei, ég held að við séum kannski ekki að fara, eða ég vona að við séum ekki að fara skemma fyrir öðrum hátíðum. Það er bara gaman að fólk geti valið,“ segir Gunnlaugur. Þá verður breyting á leiðarvali og mun Gleðigangan, sem hefst í ár við Hallgrímskirkju, fara niður niður Skólavörðustíg, niður Bankastræti og svo Lækjagötu í átt að Hljómskálagarðinum. Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Hinsegin dagar árið 2019 verða tíu daga hátíð Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli á næsta ári. Til stendur að teygja verulega á hátíðinni af því tilefni og bjóoða upp á fleiri og stærri viðburði. Á sama tíma verða fimmtíu ár liðin frá Stonewall uppreisninni sem margir telja marka upphaf eiginlegrar réttindabaráttu hinsegin fólks. 25. október 2018 11:32 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Gleðiganga Hinsegin-daga verður farin viku seinna í ár en venja hefur verið. Ein ástæðan er vegna stórtónleika Ed Sheeran í Laugardalnum og spurning hvort Reykjavíkurborg hefði þolað tvo stórviðburði á einum degi. Dæmi eru um að erlendir gestir hátíðarinnar hafi verið búnir að bóka flug og gistingu, muni missa af göngunni. Tuttugu ár eru síðan Hinsegin dagar voru haldnir í fyrsta skipti a Íslandi og í tilefni tímamótanna verður blásið til mikilla hátíðahalda í Reykjavík frá 8. ágúst sem endar með árvissir Gleðigöngu í miðborginni. „Bæði eru 50 ár frá Stonewall og við erum að fagna 20 ára afmæli hér í Reykjavík þannig að við erum fyrst og fremst að lengja dagskrána. Dagskrá Hinsegin-daga stendur í tíu daga, ekki sex eins og síðustu ár. Við erum að bjóða upp á miklu fjölbreyttari og fleiri viðburði heldur en síðustu ár,“ segir Gunnlaugur. Fjölbreytileikanum hefur verið fagnað með Gleðigöngu helgina eftir Verslunarmannahelgi, frá því hún var farin fyrst en í ár verður breyting þar á og mun hún fara fram 17. ágúst. Tveimur vikum eftir Verslunarmannahelgi. „Við erum viku seinna á ferðinni, ef svo á segja, með gönguna en hátíðin, vissulega, byrja vikuna eftir Verslunarmannahelgi. Þetta er fyrst og fremst, eins og ég segi, til að gera okkur breiðari á þessu stóra ári,“ segir Gunnlaugur.Einhverjir erlendir gestir munu missa af Gleðigöngunni En breytingin hefur komið illa við þó nokkra og hefur fréttastofan upplýsingar um að bæði erlendir blaðamenn og erlendir gestir, sem vanið hafa komur sínar hingað til lands til þess að gera hátíðinni skil, missa af göngunni í ár. Flugfar og gisting var bókuð á síðasta ári og gengið út frá því að gangan yrði sömu helgi verið hefur. „Auðvitað er það líka staðreynd að á „okkar“ laugardegi verða stórtónleikar í Laugardalnum þannig að það má velta því fyrir sér hvort borgin hefði höndlað tvo stórviðburði á sama degi,“ segir Gunnlaugur. Við höfum svo sem ekki fengið þetta inn á borð til okkar, en auðvitað var kannski við því að búast en við tilkynntum þessar dagsetningar í október í fyrra þannig að þetta hefur legið fyrir í töluverðan tíma,“ segir Gunnlaugur.Fleiri bæjarhátíðir í nágrenni við Reykjavík Þá eru að minnsta kosti tvær bæjarhátíðir skipulagðar í nágrenni Reykjavíkur þessa helgi. Fjölskyldudagar í Vogum og Blómstrandi dagar í Hveragerði.Eruð þið ekkert hrædd um að aðsókn minnki á þær bæjarhátíðir með þessum breytingum? „Á móti erum við ekki að lenda ofan í Fiskideginum mikla þannig að þetta er alltaf eitthvað. Nei, ég held að við séum kannski ekki að fara, eða ég vona að við séum ekki að fara skemma fyrir öðrum hátíðum. Það er bara gaman að fólk geti valið,“ segir Gunnlaugur. Þá verður breyting á leiðarvali og mun Gleðigangan, sem hefst í ár við Hallgrímskirkju, fara niður niður Skólavörðustíg, niður Bankastræti og svo Lækjagötu í átt að Hljómskálagarðinum.
Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Hinsegin dagar árið 2019 verða tíu daga hátíð Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli á næsta ári. Til stendur að teygja verulega á hátíðinni af því tilefni og bjóoða upp á fleiri og stærri viðburði. Á sama tíma verða fimmtíu ár liðin frá Stonewall uppreisninni sem margir telja marka upphaf eiginlegrar réttindabaráttu hinsegin fólks. 25. október 2018 11:32 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Hinsegin dagar árið 2019 verða tíu daga hátíð Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli á næsta ári. Til stendur að teygja verulega á hátíðinni af því tilefni og bjóoða upp á fleiri og stærri viðburði. Á sama tíma verða fimmtíu ár liðin frá Stonewall uppreisninni sem margir telja marka upphaf eiginlegrar réttindabaráttu hinsegin fólks. 25. október 2018 11:32