Innlent

Gestir Fjölskyldu- og húsdýragarðsins rúmlega 100 þúsund fyrri hluta ársins

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn nýtur vinsælda. Fréttablaðið/Anton Brink
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn nýtur vinsælda. Fréttablaðið/Anton Brink

Ótrú­leg sprenging hefur orðið í komu gesta í Fjöl­skyldu- og hús­dýra­garðinn á fyrstu sex mánuðum ársins og þá hafa ívið fleiri lagt leið sína í sund­laugar Reykja­víkur­borgar. Þetta kemur fram í til­kynningu frá ÍTR.



Gestum Fjölskyldu- og húsdýragarðsins fjölgaði um 32 þúsund á fyrri helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þá hafa 40 þúsund fleiri gestir mætt í sund­laugarnar miðað við í fyrra. Gesta­fjöldinn í laugarnar er 1.173.000 og í Fjöl­skyldu­garðinn 100.600 fyrstu sex mánuðina.



Frétta­blaðið hefur áður greint frá því að í nú í maí var met­að­sókn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn en þá heim­sóttu 26 þúsund manns dýrin og leik­tækin. Var það tölu­verð fjölgun gesta miðað við árið áður en maí­mánuður 2018 var sá versti í sögu garðsins þegar gestir voru einungis 13 þúsund.



Í maí 2019 komu 26.000 fleiri gestir í sund en árið 2018 og 14.000 fleiri í júní­mánuði 2019 en 2018. Í Fjöl­skyldu­garðinum voru gestir 14.000 fleiri í júní­mánuði saman­borið við 2018.



Ekki eru til gögn yfir fjölda gesta á Yl­ströndinni í Naut­hóls­vík en í til­kynningunni kemur fram að að­sókn þar hafi verið gífur­lega góð í sumar, bæði hjá þeim sem sækja Yl­ströndina heim sem og hjá þeim sem stunda sjósund.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×