Suður-kóresk yfirvöld hafa greint frá því að nágrannar þeirra í norðri hafi skotið tveimur flaugum út á haf frá austurströnd Norður-Kóreu. AP greinir frá. Ekki er vitað nákvæmlega af hvaða toga flaugarnar voru.
Suður-Kóreumenn segja Norður-Kóreumenn hafa skotið frá svæðinu í kringum borgina Wonsan og að flaugarnar hafi flogið rúma 430 kílómetra áður en þær höfnuðu í japanshafinu. Í maí síðastliðinn varaði forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, Norður Kóreu við frekari eldflaugatilraunum.
Yfirvöld bæði í Suður-Kóreu og í Bandaríkjunum eru sögð hafa hafið rannsókn á málinu. Um er að ræða fyrsta tilvikið af þessum toga síðan að forsetarnir Trump og Moon hittu leiðtoga Norður Kóreu í júní.
