Innlent

Opnað fyrir umferð um Öxnadalsheiði að nýju

Andri Eysteinsson skrifar
Fá vettvangi slyssins.
Fá vettvangi slyssins. Vísir
Opnað hefur verið fyrir umferð um Öxnadalsheiði að nýju eftir að olíuflutningabíll valt á veginum fyrr í dag. Um sautján þúsund lítrar af olíu láku úr tanknum og rakleitt í Grjótá sem er nærri veginum.

Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi á Norðurlandi vestra, segir olíuslikju hafa verið sjáanlega í Grjótá og alveg við ármótin við Norðurá. Í Norðurá hafi slikjan ekki verið sjáanleg en þó olíubragð af vatninu þegar Sigurjón smakkaði það. Ekki er um vatnsverndarsvæði að ræða og komst því olían ekki í neysluvatn.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur nú greint frá því að búið sé að opna veginn að nýju. Á meðan að á lokun stóð var umferð þung í gegnum Múlagöng og var bílum hleypt þar inn í hollum.


Tengdar fréttir

Umferð um Múlagöng að róast

Þung umferð hefur verið í gegnum Múlagöng í dag eftir að veginum um Öxnadalsheiði var lokað vegna bílveltu í hádeginu.

Öxnadalsheiði lokað vegna slyss

Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×