Spáir methita víða í Evrópu í annarri hitabylgju sumarsins Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 07:45 Fjölskylda kælir sig í Labenne í suðvesturhluta Frakklands þar sem hitinn fór í 40 gráður í gær. AP/Bob Edme Íbúar Vestur-Evrópu búa sig nú undir aðra hitabylgjunni á þessu sumri og er spáð methita í nokkrum löndum, þar á meðal Belgíu, Þýskalandi og Hollandi. Alþjóðaveðurfræðistofnunin segir hitabylgjurnar tvær bera einkenni loftslagsbreytinga af völdum manna. Í Bordeaux í Frakklandi mældist hæsti hiti frá upphafi mælinga í gær. Þá sýndi hitamælirinn 41,2°C, hálfri gráðu meira en fyrra met sem voru 40,7°C árið 2003. Appelsínugul viðvörun er í gildi víða í Frakklandi vegna hita. Varað er við því að hitamet sem hefur staðið frá 1947 gæti verið slegið í París. Það stendur nú í 40,4°C. Hitinn á einnig að fara í 40°C í nokkrum löndum Evrópu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Belgíu hefur rauðu viðbúnaðarstigi verið lýst yfir fyrir allt landið í fyrsta skipti. Nærri Zaragoza á Mið-Spáni er einnig rauð viðvörun í gangi vegna hættu á kjarreldum. Varað er við mikilli hættu á kjarreldum þar og í Portúgal. Í Hollandi er viðlagaáætlun vegna hita í gildi og á Bretlandi er búist við því að hitinn fari í og yfir 35°C. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi, hefur valdið hlýnun upp á um það bil eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu. Vísindamenn segja að hnattræn hlýnun gerir hitabylgjur líklegri og ákafari en áður. Claire Nullis, talskona Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, segir að eins og sést hafi á hitabylgjunni sem gekk yfir Evrópu í júní þá séu þær að verða tíðari, þær hefjist fyrr og verði ákafari. „Þetta er ekki vandamál sem er að hverfa,“ segir hún. Meðalhiti á jörðinni í júní var sá hæsti sem mælst hefur í þeim mánuði, meðal annars vegna hitabylgjunnar sem þá gekk yfir Evrópu. Belgía Frakkland Holland Loftslagsmál Portúgal Spánn Þýskaland Tengdar fréttir Hlýjasti júnímánuður á jörðinni frá því að mælingar hófust Útlit er fyrir að júlí gæti orðið hlýjasti mánuður sem hefur nokkri sinni mælst á jörðinni. 16. júlí 2019 08:27 Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15 Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Íbúar Vestur-Evrópu búa sig nú undir aðra hitabylgjunni á þessu sumri og er spáð methita í nokkrum löndum, þar á meðal Belgíu, Þýskalandi og Hollandi. Alþjóðaveðurfræðistofnunin segir hitabylgjurnar tvær bera einkenni loftslagsbreytinga af völdum manna. Í Bordeaux í Frakklandi mældist hæsti hiti frá upphafi mælinga í gær. Þá sýndi hitamælirinn 41,2°C, hálfri gráðu meira en fyrra met sem voru 40,7°C árið 2003. Appelsínugul viðvörun er í gildi víða í Frakklandi vegna hita. Varað er við því að hitamet sem hefur staðið frá 1947 gæti verið slegið í París. Það stendur nú í 40,4°C. Hitinn á einnig að fara í 40°C í nokkrum löndum Evrópu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Belgíu hefur rauðu viðbúnaðarstigi verið lýst yfir fyrir allt landið í fyrsta skipti. Nærri Zaragoza á Mið-Spáni er einnig rauð viðvörun í gangi vegna hættu á kjarreldum. Varað er við mikilli hættu á kjarreldum þar og í Portúgal. Í Hollandi er viðlagaáætlun vegna hita í gildi og á Bretlandi er búist við því að hitinn fari í og yfir 35°C. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi, hefur valdið hlýnun upp á um það bil eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu. Vísindamenn segja að hnattræn hlýnun gerir hitabylgjur líklegri og ákafari en áður. Claire Nullis, talskona Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, segir að eins og sést hafi á hitabylgjunni sem gekk yfir Evrópu í júní þá séu þær að verða tíðari, þær hefjist fyrr og verði ákafari. „Þetta er ekki vandamál sem er að hverfa,“ segir hún. Meðalhiti á jörðinni í júní var sá hæsti sem mælst hefur í þeim mánuði, meðal annars vegna hitabylgjunnar sem þá gekk yfir Evrópu.
Belgía Frakkland Holland Loftslagsmál Portúgal Spánn Þýskaland Tengdar fréttir Hlýjasti júnímánuður á jörðinni frá því að mælingar hófust Útlit er fyrir að júlí gæti orðið hlýjasti mánuður sem hefur nokkri sinni mælst á jörðinni. 16. júlí 2019 08:27 Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15 Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Hlýjasti júnímánuður á jörðinni frá því að mælingar hófust Útlit er fyrir að júlí gæti orðið hlýjasti mánuður sem hefur nokkri sinni mælst á jörðinni. 16. júlí 2019 08:27
Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15
Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30
Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24