Gareth Bale skoraði fyrir Real Madrid á móti Arsenal í nótt: „Það breytir engu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2019 07:30 Gareth Bale eftir leikinn í nótt. Getty/Matthew Ashton Real Madrid vann Arsenal í vítakeppni í nótt eftir að liðin höfðu gert 2-2 jafntefli í International Champions Cup æfingarmótinu en leikurinn fór fram í Maryland í Bandaríkjunum. Gareth Bale fékk sínar fyrstu mínútur með Real Madrid á undirbúningstímabilinu þegar hann kom inn á í seinni hálfleik og sá velski skoraði mark. „Hann stóð sig vel og ég er ánægður fyrir hans hönd,“ sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid sem vill losna við Bale úr Real Madrid. Þessi frammistaða eða markið mun ekki hafa nein áhrif á framtíð Bale hjá Real Madrid. „Það breytir engu. Ekkert hefur breyst og þið þekkið stöðuna,“ sagði Zidane.Super-sub appearance for Gareth Bale... Arsenal lost a two-goal lead as Real Madrid seal penalty shoot-out victory — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 24, 2019Arsenal komst í 2-0 í leiknum með mörkum frá þeim Alexandre Lacazette og Pierre-Emerick Aubameyang en Real Madrid var manni færri frá níundu mínútu þegar Nacho fékk rautt spjald. Það varð jafnt í liðum á 40. mínútu þegar Grikkinn Sokratis hjá Arsenal fékk líka að líta rauða spjaldið. Eden Hazard var í byrjunarliði Real Madrid en þeir Bale og Marco Asensio skoruðu mörk spænska liðsins og jöfnuðu á fyrstu fimmtán mínútunum í seinni hálfleik. Gareth Bale klikkaði í vítaspyrnukeppninni sem Real Madrid vann þá 3-2. Granit Xhaka, Nacho Monreal og Robbie Burton klikkuðu hjá Arsenal liðinu.Leon Goretzka tryggði Bayern München 1-0 sigur á AC Milan í International Champions Cup æfingarmótinu en markið skoraði hann á þriðju mínútu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Atlético Madrid vann síðan Guadalajara 5-4 í vítakeppni eftir að liðin gerðu markalaust jafntefli. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Real Madrid vann Arsenal í vítakeppni í nótt eftir að liðin höfðu gert 2-2 jafntefli í International Champions Cup æfingarmótinu en leikurinn fór fram í Maryland í Bandaríkjunum. Gareth Bale fékk sínar fyrstu mínútur með Real Madrid á undirbúningstímabilinu þegar hann kom inn á í seinni hálfleik og sá velski skoraði mark. „Hann stóð sig vel og ég er ánægður fyrir hans hönd,“ sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid sem vill losna við Bale úr Real Madrid. Þessi frammistaða eða markið mun ekki hafa nein áhrif á framtíð Bale hjá Real Madrid. „Það breytir engu. Ekkert hefur breyst og þið þekkið stöðuna,“ sagði Zidane.Super-sub appearance for Gareth Bale... Arsenal lost a two-goal lead as Real Madrid seal penalty shoot-out victory — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 24, 2019Arsenal komst í 2-0 í leiknum með mörkum frá þeim Alexandre Lacazette og Pierre-Emerick Aubameyang en Real Madrid var manni færri frá níundu mínútu þegar Nacho fékk rautt spjald. Það varð jafnt í liðum á 40. mínútu þegar Grikkinn Sokratis hjá Arsenal fékk líka að líta rauða spjaldið. Eden Hazard var í byrjunarliði Real Madrid en þeir Bale og Marco Asensio skoruðu mörk spænska liðsins og jöfnuðu á fyrstu fimmtán mínútunum í seinni hálfleik. Gareth Bale klikkaði í vítaspyrnukeppninni sem Real Madrid vann þá 3-2. Granit Xhaka, Nacho Monreal og Robbie Burton klikkuðu hjá Arsenal liðinu.Leon Goretzka tryggði Bayern München 1-0 sigur á AC Milan í International Champions Cup æfingarmótinu en markið skoraði hann á þriðju mínútu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Atlético Madrid vann síðan Guadalajara 5-4 í vítakeppni eftir að liðin gerðu markalaust jafntefli.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira