Innlent

Öll áhersla á að minnka hömlur

Ari Brynjólfsson skrifar
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir það áherslu flokksins að losna við markaðshindranir á leigubílamarkaði.

„Í okkar huga snýst þetta ekki um eitthvert einstakt fyrirtæki, Uber eða eitthvert annað fyrirtæki, heldur snýst þetta um markaðshindranir. Það er okkar stóra afstaða í þessu, við viljum náttúrulega ekki vera með markaðshindranir líkt og fyrirkomulagið er í dag. Það er fyrst og síðast það sem við viljum laga,“ segir Þórdís Lóa.

„Loftslagsmál, umferðarmál í borginni og fleira er í rauninni annars eðlis og allt önnur umræða.“




Tengdar fréttir

Stígi varlega til jarðar varðandi Uber

Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur segir að komi til þess að farveitur á borð við Uber hefji starfsemi í borginni þurfi að stíga varlega til jarðar. Uber geti bætt nýtingu á hverjum bíl en líka leitt til aukinnar umferðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×