Hefur viku til að stefna blaðamanni Aðalheiður Ámundadóttir og Ari Brynjólfsson skrifar 24. júlí 2019 06:00 Seðlabanki Íslands. Vísir/Vilhelm Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst í gær á beiðni Seðlabanka Íslands um frestun réttaráhrifa úrskurðar sem kveðinn var upp 10. júlí síðastliðinn. Ekki hefur verið fallist á slíka beiðni áður, í máli sem varðar upplýsingarétt fjölmiðils. Með úrskurði nefndarinnar frá 10. júlí var bankanum gert skylt að veita blaðamanni Fréttablaðsins aðgang að upplýsingum um fjármögnun bankans á framhaldsnámi fyrrverandi forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða greiðslur á annan tug milljóna króna. Forsendur þeirrar niðurstöðu voru meðal annars að almenningur hefði ríkari hagsmuni af því að skjalið verði gert opinbert en viðkomandi starfsmaður af því að það fari leynt. Með úrskurði sínum í gær féllst nefndin hins vegar á beiðni bankans um að samningurinn verði ekki afhentur fyrr en dómur um skyldu til að afhenda samninginn liggur fyrir. Frestunin er bundin því skilyrði að bankinn vísi málinu til dómstóla innan sjö daga og krefjist flýtimeðferðar. Í niðurstöðu nefndarinnar um frestunina er einkum vísað til óvissu um túlkun ákvæðis um undanþágu upplýsingaréttar í málum sem varða starfsmenn opinberra stofnanna; umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í niðurstöðunni segir að fyrri úrskurður hennar um rétt blaðamannsins styðjist hvorki við skýr fordæmi dómstóla eða rótgróna úrskurðarframkvæmd nefndarinnar sjálfrar. Ekki verði séð að dómstólar hafi áður tekið afstöðu til sambærilegs ágreinings og úrskurðurinn tekur til. Því kunni að vera ástæða til að bera ágreining um túlkun fyrrgreinds ákvæðis upplýsingalaga undir dómstóla. Liðnir eru átta mánuðir frá því að blaðamaðurinn hugðist skrifa frétt um námsstyrk bankans til starfsmannsins. Fyrirséð er að yfirvofandi málaferli Seðlabankans við blaðamanninn um rétt hans til upplýsinga muni valda áframhaldandi töfum á því starfi. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst í gær á beiðni Seðlabanka Íslands um frestun réttaráhrifa úrskurðar sem kveðinn var upp 10. júlí síðastliðinn. Ekki hefur verið fallist á slíka beiðni áður, í máli sem varðar upplýsingarétt fjölmiðils. Með úrskurði nefndarinnar frá 10. júlí var bankanum gert skylt að veita blaðamanni Fréttablaðsins aðgang að upplýsingum um fjármögnun bankans á framhaldsnámi fyrrverandi forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða greiðslur á annan tug milljóna króna. Forsendur þeirrar niðurstöðu voru meðal annars að almenningur hefði ríkari hagsmuni af því að skjalið verði gert opinbert en viðkomandi starfsmaður af því að það fari leynt. Með úrskurði sínum í gær féllst nefndin hins vegar á beiðni bankans um að samningurinn verði ekki afhentur fyrr en dómur um skyldu til að afhenda samninginn liggur fyrir. Frestunin er bundin því skilyrði að bankinn vísi málinu til dómstóla innan sjö daga og krefjist flýtimeðferðar. Í niðurstöðu nefndarinnar um frestunina er einkum vísað til óvissu um túlkun ákvæðis um undanþágu upplýsingaréttar í málum sem varða starfsmenn opinberra stofnanna; umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í niðurstöðunni segir að fyrri úrskurður hennar um rétt blaðamannsins styðjist hvorki við skýr fordæmi dómstóla eða rótgróna úrskurðarframkvæmd nefndarinnar sjálfrar. Ekki verði séð að dómstólar hafi áður tekið afstöðu til sambærilegs ágreinings og úrskurðurinn tekur til. Því kunni að vera ástæða til að bera ágreining um túlkun fyrrgreinds ákvæðis upplýsingalaga undir dómstóla. Liðnir eru átta mánuðir frá því að blaðamaðurinn hugðist skrifa frétt um námsstyrk bankans til starfsmannsins. Fyrirséð er að yfirvofandi málaferli Seðlabankans við blaðamanninn um rétt hans til upplýsinga muni valda áframhaldandi töfum á því starfi.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira