Jarðarberjahúsið sprakk og Einar bóndi opnaði bílaverkstæði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. júlí 2019 08:00 Einar Pálsson og garðyrkjufjölskyldan í Sólbyrgi siglir nú í mótbyr. Fréttablaðið/Ernir Framleiðsla á jarðarberjum í Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði hefur legið niðri eftir að plönturnar drápust er gróðurhúsið splundraðist í vetrarveðri og gríðarlegt rigningarsumar fylgdi í kjölfarið. „Við lentum í óveðri í febrúar í fyrra og þá drápust plönturnar sem við ætluðum að nota um vorið. Svo fengum við seint og síðar meir loksins plöntur fyrir náð og miskunn og þá stytti ekki upp í níutíu daga. Við vorum því að lýsa allt sumarið. Og þá bara situr ekkert eftir af þessu,“ segir Einar Pálsson, garðyrkjubóndi í Sólbyrgi. Einar segir þó standa til að vera í meiri garðyrkju. „En við höfðum bara ekki ráð á að kaupa plöntur í vetur eftir svona lélegt ár þannig að það er bara verið að reyna að redda sér dag fyrir dag,“ segir hann. Einhver ræktun er þó enn í gangi í Sólbyrgi. Segir Einar að þau hafi fengið jarðarber í eitt lítið hús. Einnig er eitt hús með tómötum og að auki eru ræktaðar gúrkur. „Við fórum í mikla fjárfestingu til að vera í vetrarræktun en rafmagnið hjá Rarik bara hækkar og hækkar og hækkar og við erum því miður bara hætt að sjá grundvöllinn fyrir því. Maður er fram á miðjan dag að vinna fyrir Rarik og þá er allt hitt eftir. Við erum ekki með neitt starfsfólk, erum bara í þessu, við og dóttir okkar.“ Einar er bifvélavirki og kveðst hafa dustað rykið af þeirri menntun. „Við opnuðum bílaverkstæði í vetur og erum bara að reyna að lifa af. Svo er hugmyndin að geyma hjólhýsi og fellihýsi í vetur og sinna viðhaldi á því. Við ætlum að reyna að vera farin að standa í lappirnar næsta vor svo við getum verið með jarðarber næsta sumar í einhverju alvöru magni.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Framleiðsla á jarðarberjum í Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði hefur legið niðri eftir að plönturnar drápust er gróðurhúsið splundraðist í vetrarveðri og gríðarlegt rigningarsumar fylgdi í kjölfarið. „Við lentum í óveðri í febrúar í fyrra og þá drápust plönturnar sem við ætluðum að nota um vorið. Svo fengum við seint og síðar meir loksins plöntur fyrir náð og miskunn og þá stytti ekki upp í níutíu daga. Við vorum því að lýsa allt sumarið. Og þá bara situr ekkert eftir af þessu,“ segir Einar Pálsson, garðyrkjubóndi í Sólbyrgi. Einar segir þó standa til að vera í meiri garðyrkju. „En við höfðum bara ekki ráð á að kaupa plöntur í vetur eftir svona lélegt ár þannig að það er bara verið að reyna að redda sér dag fyrir dag,“ segir hann. Einhver ræktun er þó enn í gangi í Sólbyrgi. Segir Einar að þau hafi fengið jarðarber í eitt lítið hús. Einnig er eitt hús með tómötum og að auki eru ræktaðar gúrkur. „Við fórum í mikla fjárfestingu til að vera í vetrarræktun en rafmagnið hjá Rarik bara hækkar og hækkar og hækkar og við erum því miður bara hætt að sjá grundvöllinn fyrir því. Maður er fram á miðjan dag að vinna fyrir Rarik og þá er allt hitt eftir. Við erum ekki með neitt starfsfólk, erum bara í þessu, við og dóttir okkar.“ Einar er bifvélavirki og kveðst hafa dustað rykið af þeirri menntun. „Við opnuðum bílaverkstæði í vetur og erum bara að reyna að lifa af. Svo er hugmyndin að geyma hjólhýsi og fellihýsi í vetur og sinna viðhaldi á því. Við ætlum að reyna að vera farin að standa í lappirnar næsta vor svo við getum verið með jarðarber næsta sumar í einhverju alvöru magni.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira