Margir vanmeta aðstæður við Fimmvörðuháls Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. júlí 2019 06:00 Sigið í útkalli. Mynd/Landsbjörg. Þrjú slys urðu á aðeins fimm dögum á Fimmvörðuhálsi fyrir skemmstu. Einn hinna slösuðu var Íslendingur og hinir tveir erlendir ferðamenn. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir tíðarfarið og mannfjöldann helstu skýringuna. „Fjöldi útkalla sveiflast töluvert á milli ára,“ segir Davíð. „Sumarið í fyrra var rólegra og sumarið þar áður enn rólegra.“ Davíð segir að fólk eigi það til að vanmeta aðstæður og ofmeta eigin getu. Á stað eins og Fimmvörðuhálsi geti veður skipast skjótt í lofti. Í nýjasta útkallinu sá Davíð bláan himinn breytast í svartaþoku á örskömmum tíma. „Þarna ertu kominn upp á hálendi, í 1.100 metra hæð. Það var snjór þar sem útkallið var í gær. Við ákváðum að fara upp snjóskaflinn af því að það var talið öruggara en að fara upp grjótið.“ Að sögn Davíðs er sífellt verið að bæta við skiltum og auka upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna. „Í fullkomnum heimi væru þarna mannaðar stöðvar eins og þekkist víða erlendis. Þar ferðu ekki inn á gönguleiðir án þess að tala við landvörð, gera grein fyrir þér og fá mat á því hvort þú sért nógu vel búinn fyrir ferðina.“ Landsbjörg verðleggur ekki hvert útkall og Davíð segir að mesti kostnaðurinn felist í því að hafa menn til staðar. Allt sé unnið í sjálfboðavinnu og stuðningur atvinnurekenda sé ómetanlegur. Birtist í Fréttablaðinu Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Tengdar fréttir Björguðu göngumanni úr sjálfheldu í flókinni aðgerð Björgunarsveitir á Suðurlandi björguðu í gærkvöldi manni sem rann við klifur og festi fótinn milli steina í Goðahrauni. 23. júlí 2019 06:34 Rann 300 metra áður en hann nam staðar á syllu Björgunarsveitir á Suðurlandi fengu útkall um klukkan sex í gær að maður væri í sjálfheldu á í Goðahrauni. 23. júlí 2019 11:24 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Þrjú slys urðu á aðeins fimm dögum á Fimmvörðuhálsi fyrir skemmstu. Einn hinna slösuðu var Íslendingur og hinir tveir erlendir ferðamenn. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir tíðarfarið og mannfjöldann helstu skýringuna. „Fjöldi útkalla sveiflast töluvert á milli ára,“ segir Davíð. „Sumarið í fyrra var rólegra og sumarið þar áður enn rólegra.“ Davíð segir að fólk eigi það til að vanmeta aðstæður og ofmeta eigin getu. Á stað eins og Fimmvörðuhálsi geti veður skipast skjótt í lofti. Í nýjasta útkallinu sá Davíð bláan himinn breytast í svartaþoku á örskömmum tíma. „Þarna ertu kominn upp á hálendi, í 1.100 metra hæð. Það var snjór þar sem útkallið var í gær. Við ákváðum að fara upp snjóskaflinn af því að það var talið öruggara en að fara upp grjótið.“ Að sögn Davíðs er sífellt verið að bæta við skiltum og auka upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna. „Í fullkomnum heimi væru þarna mannaðar stöðvar eins og þekkist víða erlendis. Þar ferðu ekki inn á gönguleiðir án þess að tala við landvörð, gera grein fyrir þér og fá mat á því hvort þú sért nógu vel búinn fyrir ferðina.“ Landsbjörg verðleggur ekki hvert útkall og Davíð segir að mesti kostnaðurinn felist í því að hafa menn til staðar. Allt sé unnið í sjálfboðavinnu og stuðningur atvinnurekenda sé ómetanlegur.
Birtist í Fréttablaðinu Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Tengdar fréttir Björguðu göngumanni úr sjálfheldu í flókinni aðgerð Björgunarsveitir á Suðurlandi björguðu í gærkvöldi manni sem rann við klifur og festi fótinn milli steina í Goðahrauni. 23. júlí 2019 06:34 Rann 300 metra áður en hann nam staðar á syllu Björgunarsveitir á Suðurlandi fengu útkall um klukkan sex í gær að maður væri í sjálfheldu á í Goðahrauni. 23. júlí 2019 11:24 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Björguðu göngumanni úr sjálfheldu í flókinni aðgerð Björgunarsveitir á Suðurlandi björguðu í gærkvöldi manni sem rann við klifur og festi fótinn milli steina í Goðahrauni. 23. júlí 2019 06:34
Rann 300 metra áður en hann nam staðar á syllu Björgunarsveitir á Suðurlandi fengu útkall um klukkan sex í gær að maður væri í sjálfheldu á í Goðahrauni. 23. júlí 2019 11:24