„Þetta er barnaskemmtun og hann var bara ekki í ástandi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2019 11:15 Gísli Pálmi er meðal áhrifameiri rapptónlistarmanna landsins. Lag hans Set mig í gang, sem kom út árið 2011, er af mörgum talið hafið blásið nýju lífi í íslenska rappið. Vísir/Vilhelm „Það var ekki ætlunin að gera neitt mál úr þessu,“ segir Pétur Albert Sigurðsson, einn skipuleggjenda Dýrafjarðardaga, aðspurður um hvers vegna tónlistarmaðurinn Gísli Pálmi Sigurðarson hafi ekki stigið á stokk á hátíðinni í ár. „Þetta er barnaskemmtun og hann var bara ekki í ástandi.“ Dýrafjarðardagar fóru fram á Þingeyri í upphafi mánaðar, hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og áætlað er að um 2000 manns hafi verið á Þingeyri þegar mest lét í ár. Íbúafjöldi bæjarins margfaldaðist. „Það er eins og ef það væru tvær milljónir á Klambratúni,“ segir Pétur léttur. Aðalsmerki hátíðarinnar og um leið eitt helsta aðdráttarafl hennar er ríkuleg tónlistardagskrá, stórtónleikar í Bjarnaborg þar sem ekkert kostar inn. Tónlistarfólkið sem þar kom fram í ár er ekki af verri endanum; JóiPé & Króli, GDRN, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson, Bríet, Dúndurfréttir, Huginn, Daði Freyr og fleiri. Það vakti þó athygli gesta að rapparinn Gísli Pálmi, sem auglýst hafði verið að myndi stíga á stokk í Bjarnaborg, lét ekki sjá sig. Gísla Pálma hafði verið flogið inn frá Reykjavík síðdegis þennan sama dag. Þegar klukkan sló 19:30 og komið var að Gísla í dagskránni gripu skipuleggjendur þó í taumana. „Ég hleypti honum ekkert upp á svið,“ segir Pétur. „Hann var bara ekki í ástandi.“ Örstutt hlé var gert á dagskránni meðan næsti tónlistarmaður gerði sig kláran og Gísla var komið aftur upp í flugvél. „Við sendum hann því bara heim aftur að hvíla sig, það var ekkert flóknara en það. Það urðu engin eftirmálar af því eða vesen, hann bara var ekki í standi og gat því ekki spilað þarna.“Löng glíma Gísli Pálmi hefur tjáð sig opinskátt um glímu sína við fíkniefnadjöfulinn, hann hafi ekki verið nema 11 ára gamall þegar hann fór fyrst að sækjast í vímuna.„Maður er löngu kominn á þann stað að vera fíkill. Maður er búinn að brjótast inn út um allt og maður var að fjármagna neysluna sína með allskonar hætti. Með innbrotsþýfi og stolnu dóti. Maður lærði þetta af eldri gaurum og svona endist maður í þessu. Þegar ég var 15-16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað,“ sagði Gísli Pálmi í þættinum Rapp í Reykjavík, sem sýndur var á Stöð 2. Neysla og óheflaður lífstíll Gísla er jafnframt fyrirferðamikil í textasmíð hans, til að mynda á fyrstu plötu hans sem kom út árið 2015. Platan seldist í bílförmum og var meðal þeirra söluhæstu í sögu Smekkleysu. Þrátt fyrir gagnrýni sagðist Gísli ekki ætla að hætta að segja sögu sína og sannleikann. „Hvaða góðir tónlistarmenn eru góðar fyrirmyndir? Það er ekki það sem ég er að reyna að skapa. Þetta er bara lífsreynslan mín og ég reyni meira að segja að fela hlutina, dempa þá niður og dulkóða þá. Auðvitað er þetta gróft sums staðar en þetta er raunveruleikinn eins og hann er,“ sagði Gísli Pálmi skömmu eftir útgáfu plötunnar. Ísafjarðarbær Tónlist Tengdar fréttir Faðir biðlar til Gísla Pálma um upplýsingar varðandi andlát dóttur sinnar Faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur sem lést eftir of stóran skammt af MDMA árið 2013 segir dóttur sína hafa látist í partýi hjá Gísla Pálma. 7. júní 2016 12:15 Gísli Pálmi beitti skyndihjálp á vin sinn Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund í miðbænum aðfaranótt sunnudags. 25. ágúst 2016 19:47 Bubbi bendir á læknana: „Gísli Pálmi er ekki sökudólgurinn“ Bubbi segist vona að Gísla Pálma beri gæfa til þess að verða edrú því lífið sé stórkostlegt án efna. 30. ágúst 2016 10:45 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
„Það var ekki ætlunin að gera neitt mál úr þessu,“ segir Pétur Albert Sigurðsson, einn skipuleggjenda Dýrafjarðardaga, aðspurður um hvers vegna tónlistarmaðurinn Gísli Pálmi Sigurðarson hafi ekki stigið á stokk á hátíðinni í ár. „Þetta er barnaskemmtun og hann var bara ekki í ástandi.“ Dýrafjarðardagar fóru fram á Þingeyri í upphafi mánaðar, hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum og áætlað er að um 2000 manns hafi verið á Þingeyri þegar mest lét í ár. Íbúafjöldi bæjarins margfaldaðist. „Það er eins og ef það væru tvær milljónir á Klambratúni,“ segir Pétur léttur. Aðalsmerki hátíðarinnar og um leið eitt helsta aðdráttarafl hennar er ríkuleg tónlistardagskrá, stórtónleikar í Bjarnaborg þar sem ekkert kostar inn. Tónlistarfólkið sem þar kom fram í ár er ekki af verri endanum; JóiPé & Króli, GDRN, bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson, Bríet, Dúndurfréttir, Huginn, Daði Freyr og fleiri. Það vakti þó athygli gesta að rapparinn Gísli Pálmi, sem auglýst hafði verið að myndi stíga á stokk í Bjarnaborg, lét ekki sjá sig. Gísla Pálma hafði verið flogið inn frá Reykjavík síðdegis þennan sama dag. Þegar klukkan sló 19:30 og komið var að Gísla í dagskránni gripu skipuleggjendur þó í taumana. „Ég hleypti honum ekkert upp á svið,“ segir Pétur. „Hann var bara ekki í ástandi.“ Örstutt hlé var gert á dagskránni meðan næsti tónlistarmaður gerði sig kláran og Gísla var komið aftur upp í flugvél. „Við sendum hann því bara heim aftur að hvíla sig, það var ekkert flóknara en það. Það urðu engin eftirmálar af því eða vesen, hann bara var ekki í standi og gat því ekki spilað þarna.“Löng glíma Gísli Pálmi hefur tjáð sig opinskátt um glímu sína við fíkniefnadjöfulinn, hann hafi ekki verið nema 11 ára gamall þegar hann fór fyrst að sækjast í vímuna.„Maður er löngu kominn á þann stað að vera fíkill. Maður er búinn að brjótast inn út um allt og maður var að fjármagna neysluna sína með allskonar hætti. Með innbrotsþýfi og stolnu dóti. Maður lærði þetta af eldri gaurum og svona endist maður í þessu. Þegar ég var 15-16 ára gamall var ég kominn langt út af brautinni og var á kolvitlausum stað,“ sagði Gísli Pálmi í þættinum Rapp í Reykjavík, sem sýndur var á Stöð 2. Neysla og óheflaður lífstíll Gísla er jafnframt fyrirferðamikil í textasmíð hans, til að mynda á fyrstu plötu hans sem kom út árið 2015. Platan seldist í bílförmum og var meðal þeirra söluhæstu í sögu Smekkleysu. Þrátt fyrir gagnrýni sagðist Gísli ekki ætla að hætta að segja sögu sína og sannleikann. „Hvaða góðir tónlistarmenn eru góðar fyrirmyndir? Það er ekki það sem ég er að reyna að skapa. Þetta er bara lífsreynslan mín og ég reyni meira að segja að fela hlutina, dempa þá niður og dulkóða þá. Auðvitað er þetta gróft sums staðar en þetta er raunveruleikinn eins og hann er,“ sagði Gísli Pálmi skömmu eftir útgáfu plötunnar.
Ísafjarðarbær Tónlist Tengdar fréttir Faðir biðlar til Gísla Pálma um upplýsingar varðandi andlát dóttur sinnar Faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur sem lést eftir of stóran skammt af MDMA árið 2013 segir dóttur sína hafa látist í partýi hjá Gísla Pálma. 7. júní 2016 12:15 Gísli Pálmi beitti skyndihjálp á vin sinn Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund í miðbænum aðfaranótt sunnudags. 25. ágúst 2016 19:47 Bubbi bendir á læknana: „Gísli Pálmi er ekki sökudólgurinn“ Bubbi segist vona að Gísla Pálma beri gæfa til þess að verða edrú því lífið sé stórkostlegt án efna. 30. ágúst 2016 10:45 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Faðir biðlar til Gísla Pálma um upplýsingar varðandi andlát dóttur sinnar Faðir Evu Maríu Þorvarðardóttur sem lést eftir of stóran skammt af MDMA árið 2013 segir dóttur sína hafa látist í partýi hjá Gísla Pálma. 7. júní 2016 12:15
Gísli Pálmi beitti skyndihjálp á vin sinn Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson beitti skyndihjálp á vin sinn er hann missti meðvitund í miðbænum aðfaranótt sunnudags. 25. ágúst 2016 19:47
Bubbi bendir á læknana: „Gísli Pálmi er ekki sökudólgurinn“ Bubbi segist vona að Gísla Pálma beri gæfa til þess að verða edrú því lífið sé stórkostlegt án efna. 30. ágúst 2016 10:45