Fjöldi lögreglumanna í Alaska dæmdir afbrotamenn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2019 17:47 Alls eru 42 lögreglumenn við störf í Alaska sem dæmdir hafa verið fyrir ofbeldisglæpi. Vísir/Getty Að minnsta kosti 14 borgir í Alaska-ríki í Bandaríkjunum hafa veitt dæmdum afbrotamönnum vinnu í lögregluliði sínu. Þetta er niðurstaða rannsóknarskýrslu sem unnin var af fréttamiðlunum Anchorage Daily News og ProPublica. Lög sem í gildi eru í ríkin ættu þó að koma í veg fyrir að mennirnir sem um ræðir gætu starfað við löggæslu. Í skýrslunni kemur fram að lögregluumdæmi í minnst 14 borgum í Alaska hafi ráðið yfir 34 dæmda glæpamenn til starfa í lögreglulið sitt, aðeins mánuði eftir að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir almannavarnaneyðarástandi í ríkinu, sökum gríðarhás hlutfalls ofbeldisglæpa og heimilisofbeldis miðað við önnur ríki. USA Today greinir frá þessu. Staðbundnar ríkisstjórnir ættbálka í ríkinu hafa einnig ráðið menn dæmda fyrir heimilisofbeldi eða kynferðisglæpi í lögregluna, í minnst átta ættbálkasamfélögum. Sem dæmi má nefna smáborgina Stebbins, sem telur um 570 íbúa, en allir sjö starfandi lögreglumenn borgarinnar hafa gerst sekir um og verið dæmdir fyrir heimilisofbeldisglæpi á síðustu tíu árum. Lögreglumennirnir sem um ræðir eru samtals 42 en lög sem í gildi eru víðs vegar um Bandaríkin hefðu komið í veg fyrir ráðningu hvers eins og einasta þeirra, sökum þess að þeir eru á sakaskrá. Eins leiðir skýrsla fréttamiðlanna í ljós að borgarstjórnir tilkynntu ráðningar fæstra mannanna til sérstakrar nefndar hvers hlutverk er að sjá til þess að stöðlum sé fylgt við ákvarðanatöku borganna. Það var aðeins gert í þremur tilfellum og margir mannanna starfa enn við löggæslu í borgunum. Melanie Bahnke, stjórnarmeðlimur í Samtökum ættbálka í Alaska sem nær til 191 ættbálks í ríkinu, segir ástandið forkastanlegt. „Það er fáránlegt að ástand almannavarna hjá okkur sé svo slæmt að farið sé að ráða ofbeldishneigða einstaklinga til þess að sinna löggæslu og setja þá í aðstöðu til þess að valda fórnarlömbum glæpa enn meiri skaða,“ hefur USA Today eftir Bahnke. Í síðasta mánuði veitti dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sex milljónum dollara, eða um 750 milljónum króna, til Alaska-ríkis. Var það gert með það fyrir augum að hægt yrði að ráða og þjálfa lögreglumenn í ættbálkasamfélögum og bæjum ríkisins. Bandaríkin Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Að minnsta kosti 14 borgir í Alaska-ríki í Bandaríkjunum hafa veitt dæmdum afbrotamönnum vinnu í lögregluliði sínu. Þetta er niðurstaða rannsóknarskýrslu sem unnin var af fréttamiðlunum Anchorage Daily News og ProPublica. Lög sem í gildi eru í ríkin ættu þó að koma í veg fyrir að mennirnir sem um ræðir gætu starfað við löggæslu. Í skýrslunni kemur fram að lögregluumdæmi í minnst 14 borgum í Alaska hafi ráðið yfir 34 dæmda glæpamenn til starfa í lögreglulið sitt, aðeins mánuði eftir að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir almannavarnaneyðarástandi í ríkinu, sökum gríðarhás hlutfalls ofbeldisglæpa og heimilisofbeldis miðað við önnur ríki. USA Today greinir frá þessu. Staðbundnar ríkisstjórnir ættbálka í ríkinu hafa einnig ráðið menn dæmda fyrir heimilisofbeldi eða kynferðisglæpi í lögregluna, í minnst átta ættbálkasamfélögum. Sem dæmi má nefna smáborgina Stebbins, sem telur um 570 íbúa, en allir sjö starfandi lögreglumenn borgarinnar hafa gerst sekir um og verið dæmdir fyrir heimilisofbeldisglæpi á síðustu tíu árum. Lögreglumennirnir sem um ræðir eru samtals 42 en lög sem í gildi eru víðs vegar um Bandaríkin hefðu komið í veg fyrir ráðningu hvers eins og einasta þeirra, sökum þess að þeir eru á sakaskrá. Eins leiðir skýrsla fréttamiðlanna í ljós að borgarstjórnir tilkynntu ráðningar fæstra mannanna til sérstakrar nefndar hvers hlutverk er að sjá til þess að stöðlum sé fylgt við ákvarðanatöku borganna. Það var aðeins gert í þremur tilfellum og margir mannanna starfa enn við löggæslu í borgunum. Melanie Bahnke, stjórnarmeðlimur í Samtökum ættbálka í Alaska sem nær til 191 ættbálks í ríkinu, segir ástandið forkastanlegt. „Það er fáránlegt að ástand almannavarna hjá okkur sé svo slæmt að farið sé að ráða ofbeldishneigða einstaklinga til þess að sinna löggæslu og setja þá í aðstöðu til þess að valda fórnarlömbum glæpa enn meiri skaða,“ hefur USA Today eftir Bahnke. Í síðasta mánuði veitti dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sex milljónum dollara, eða um 750 milljónum króna, til Alaska-ríkis. Var það gert með það fyrir augum að hægt yrði að ráða og þjálfa lögreglumenn í ættbálkasamfélögum og bæjum ríkisins.
Bandaríkin Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira