Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. júlí 2019 20:00 Heiða Björg Hilmarsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa sem reisa á milli áfangaheimilis fyrir fíkla á batavegi og AA fundarsala, þrátt fyrir gagnrýnisraddir fyrrum fíkla. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs telur staðsetninguna heppilega. Smáhýsi sem Reykjavíkurborg hyggst byggja við Héðinsgötu hafa sætt nokkurri gagnrýni vegna staðsetningar. Smáhýsin eru ætluð heimilislausu fólki en lóðin er staðsett á milli AA fundarsala og áfangaheimilis fyrir fyrrum fíkla sem lokið hafa meðferð. Fyrrverandi fíklar hafa gagnrýnt staðsetninguna og telja beinlínis hættulegt fyrir þá að labba í gegnum smáhýsin þar sem neysla sé heimil.Sjá einnig:„Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa“Sara Hörn Hallgrímsdóttir og Erla Ingibjörg Árnadóttir búa báðar á áfangaheimilinu Draumasetrinu. Þær óttast að Smáhýsunum fylgi of mikil neysla til að geta verið í nálægð við áfangaheimili.Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir það misskilning að á svæðinu verði fólk í neyslu enda sé um fjórðungur heimilislausra einstaklinga án vímuefna. Þó geti borgin ekki lofað að í Smáhýsunum verði enginn í neyslu. „Það er akkúrat ekkert sem segir að hér verði einstaklingar í neyslu. Það hefur hvergi komið fram frá Reykjarvíkurborg, alls ekki. Við lofum engu um það og getum lítið gefið upp um það hvaða einstaklingar búa í hvaða húsum,“ sagði Heiða Björg Hilmarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Í kvöldfrétt Stöðvar2 sem sjá má hér að ofan bendir fréttamaður Heiðu á að fyrir aftan hana sé áfangaheimilið Draumasetrið þar sem fíklar eru á batavegi og að við hliðina á henni sé húsnæði þar sem AA fundir fari fram. Fyrrum fíklar hafi talað um að það sé beinlínis hættulegt fyrir þá að labba í gegnum Smáhýsin á leið sinn á AA fund. Aðspurð hvað Heiða hafi að segja um ummæli fyrrum fíkla segir hún: „Við höfum góða reynslu af því að blanda saman hópum. Við gerum það víða í borginni, sérstaklega miðborginni þar sem flest rýmin okkar eru. Við sjáum það frekar sem kost að það sé stutt á AA fundi þar sem margir af okkar einstaklingum nýta sér þá frábæru þjónustu sem þar er í boði,“ sagði Heiða Björg.Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að hlusta eigi betur á fólkið í kringum Héðinsgötu 8.Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja staðsetninguna illa ígrundaða og að hlusta þurfi á sjónarmið aðila sem vinni í bataferli.Sjá einnig:„Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa“Heiða segir að hlustað hafi verið á gagnrýnisraddir en telur staðsetninguna þvert á móti heppilega. „Hún er tímabundin og hérna verður eflaust eitthvað annað í framhaldinu en já ég myndi segja að þetta væri nokkuð heppileg staðsetning fyrir þennan hóp,“ sagði Heiða Björg. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun. 15. júlí 2019 07:30 Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa Borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins telja að ekki hafi verið nægilega hlustað á raddir þeirra sem telja fyrirhugaða staðsetningu fimm smáhýsa fyrir fólk í neyslu við Héðinsgötu illa ígrundaða. 20. júlí 2019 23:00 Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa sem reisa á milli áfangaheimilis fyrir fíkla á batavegi og AA fundarsala, þrátt fyrir gagnrýnisraddir fyrrum fíkla. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs telur staðsetninguna heppilega. Smáhýsi sem Reykjavíkurborg hyggst byggja við Héðinsgötu hafa sætt nokkurri gagnrýni vegna staðsetningar. Smáhýsin eru ætluð heimilislausu fólki en lóðin er staðsett á milli AA fundarsala og áfangaheimilis fyrir fyrrum fíkla sem lokið hafa meðferð. Fyrrverandi fíklar hafa gagnrýnt staðsetninguna og telja beinlínis hættulegt fyrir þá að labba í gegnum smáhýsin þar sem neysla sé heimil.Sjá einnig:„Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa“Sara Hörn Hallgrímsdóttir og Erla Ingibjörg Árnadóttir búa báðar á áfangaheimilinu Draumasetrinu. Þær óttast að Smáhýsunum fylgi of mikil neysla til að geta verið í nálægð við áfangaheimili.Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir það misskilning að á svæðinu verði fólk í neyslu enda sé um fjórðungur heimilislausra einstaklinga án vímuefna. Þó geti borgin ekki lofað að í Smáhýsunum verði enginn í neyslu. „Það er akkúrat ekkert sem segir að hér verði einstaklingar í neyslu. Það hefur hvergi komið fram frá Reykjarvíkurborg, alls ekki. Við lofum engu um það og getum lítið gefið upp um það hvaða einstaklingar búa í hvaða húsum,“ sagði Heiða Björg Hilmarsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Í kvöldfrétt Stöðvar2 sem sjá má hér að ofan bendir fréttamaður Heiðu á að fyrir aftan hana sé áfangaheimilið Draumasetrið þar sem fíklar eru á batavegi og að við hliðina á henni sé húsnæði þar sem AA fundir fari fram. Fyrrum fíklar hafi talað um að það sé beinlínis hættulegt fyrir þá að labba í gegnum Smáhýsin á leið sinn á AA fund. Aðspurð hvað Heiða hafi að segja um ummæli fyrrum fíkla segir hún: „Við höfum góða reynslu af því að blanda saman hópum. Við gerum það víða í borginni, sérstaklega miðborginni þar sem flest rýmin okkar eru. Við sjáum það frekar sem kost að það sé stutt á AA fundi þar sem margir af okkar einstaklingum nýta sér þá frábæru þjónustu sem þar er í boði,“ sagði Heiða Björg.Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að hlusta eigi betur á fólkið í kringum Héðinsgötu 8.Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja staðsetninguna illa ígrundaða og að hlusta þurfi á sjónarmið aðila sem vinni í bataferli.Sjá einnig:„Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa“Heiða segir að hlustað hafi verið á gagnrýnisraddir en telur staðsetninguna þvert á móti heppilega. „Hún er tímabundin og hérna verður eflaust eitthvað annað í framhaldinu en já ég myndi segja að þetta væri nokkuð heppileg staðsetning fyrir þennan hóp,“ sagði Heiða Björg.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun. 15. júlí 2019 07:30 Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa Borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins telja að ekki hafi verið nægilega hlustað á raddir þeirra sem telja fyrirhugaða staðsetningu fimm smáhýsa fyrir fólk í neyslu við Héðinsgötu illa ígrundaða. 20. júlí 2019 23:00 Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun. 15. júlí 2019 07:30
Hlusta eigi á raddir þeirra sem mótmæla lóðavali smáhýsa Borgarfulltrúar sjálfstæðisflokksins telja að ekki hafi verið nægilega hlustað á raddir þeirra sem telja fyrirhugaða staðsetningu fimm smáhýsa fyrir fólk í neyslu við Héðinsgötu illa ígrundaða. 20. júlí 2019 23:00
Fyrrverandi fíklar mótmæla staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa Enda séu þau mitt á milli áfangaheimilis og AA fundarsala. Þau segja hættulegt að hafa fólk í neyslu beint fyrir framan dyrnar þeirra. 5. júlí 2019 20:00