Hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál Sighvatur Jónsson skrifar 20. júlí 2019 22:00 Skjáskot úr frétt Það er hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál, segir biskup í Jerúsalem. Hann segir skiptingu Jerúsalem-borgar lykilinn að friði milli Ísraels og Palestínu. Munib Younan er biskup í Jerúsalem og fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins. Á Skálholtshátíð ræðir hann meðal annars um hlutverk kirkjunnar í opinberri umræðu. Biskupinn segir að trúin skipti máli við sáttaviðræður. „Það er hlutverk okkar að tengja stjórnmál við boðun fagnaðarerindisins. Oft og tíðum skortir stjórnmálin gildismat og mannkynið nýtur ekki góðs af stjórnmálastarfi heldur starfa stjórnmálamenn í eigin þágu. Það er ekki rétt. Ef kirkjan þegir um þessi mál skapar það hættu. Þar að auki er það hlutverk kirkjunnar að tala um jafnrétti kynjanna,“ segir Younan. Munib Younan hrósar Íslendingum fyrir góðan árangur í jafnréttismálum. Hann segir það til marks um góða stöðu mála að biskup Íslands er kona. Biskupinn hvetur til friðar milli Ísraels og Palestínu. Hann segir fæðingarborg sína Jerúsalem vera mikilvæga í því sambandi. „Það á að skipta Jerúsalem jafnt á milli þriggja trúarbragða og tveggja þjóða, þ.e.a.s gyðingdóms, kristnidóms og íslam. Palestínumanna og Ísraelsmanna. Þetta þýðir líka að við viðurkennum að Vestur-Jerúsalem skuli vera höfuðborg Ísraelsríkis en Austur-Jerúsalem með landamærunum frá 1967 skuli einnig vera höfuðborg Palestínuríkis. Fólkið okkar í Palestínu er langþreytt á striði, uppreisn, átökum og daglegum morðum. Við viljum að manneskjan fái lifað með reisn. Það er markmið okkar í kirkjunni,“ segir Younan. Ísrael Palestína Trúmál Tengdar fréttir Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag. 16. júní 2019 18:12 Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Palestína hafnar áformum Bandaríkjanna vegna hliðhylli við Ísrael Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. 28. maí 2019 17:51 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Það er hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál, segir biskup í Jerúsalem. Hann segir skiptingu Jerúsalem-borgar lykilinn að friði milli Ísraels og Palestínu. Munib Younan er biskup í Jerúsalem og fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins. Á Skálholtshátíð ræðir hann meðal annars um hlutverk kirkjunnar í opinberri umræðu. Biskupinn segir að trúin skipti máli við sáttaviðræður. „Það er hlutverk okkar að tengja stjórnmál við boðun fagnaðarerindisins. Oft og tíðum skortir stjórnmálin gildismat og mannkynið nýtur ekki góðs af stjórnmálastarfi heldur starfa stjórnmálamenn í eigin þágu. Það er ekki rétt. Ef kirkjan þegir um þessi mál skapar það hættu. Þar að auki er það hlutverk kirkjunnar að tala um jafnrétti kynjanna,“ segir Younan. Munib Younan hrósar Íslendingum fyrir góðan árangur í jafnréttismálum. Hann segir það til marks um góða stöðu mála að biskup Íslands er kona. Biskupinn hvetur til friðar milli Ísraels og Palestínu. Hann segir fæðingarborg sína Jerúsalem vera mikilvæga í því sambandi. „Það á að skipta Jerúsalem jafnt á milli þriggja trúarbragða og tveggja þjóða, þ.e.a.s gyðingdóms, kristnidóms og íslam. Palestínumanna og Ísraelsmanna. Þetta þýðir líka að við viðurkennum að Vestur-Jerúsalem skuli vera höfuðborg Ísraelsríkis en Austur-Jerúsalem með landamærunum frá 1967 skuli einnig vera höfuðborg Palestínuríkis. Fólkið okkar í Palestínu er langþreytt á striði, uppreisn, átökum og daglegum morðum. Við viljum að manneskjan fái lifað með reisn. Það er markmið okkar í kirkjunni,“ segir Younan.
Ísrael Palestína Trúmál Tengdar fréttir Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag. 16. júní 2019 18:12 Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Palestína hafnar áformum Bandaríkjanna vegna hliðhylli við Ísrael Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. 28. maí 2019 17:51 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag. 16. júní 2019 18:12
Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00
Palestína hafnar áformum Bandaríkjanna vegna hliðhylli við Ísrael Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. 28. maí 2019 17:51