Eftir tvo sigra gegn Síle og Argentínu fengu íslensku strákarnir skell gegn Norðmönnum í gær. Hann sat hins vegar ekki í þeim gegn Dönum og vann Ísland 25-22 sigur.
Iceland break Denmark's winning streak at #Spain2019 after defeating them 25:22 #handtasticpic.twitter.com/9uY5k2mr8XÍslenska liðið var yfir 13-9 í hálfleik og hélt forystunni allt til loka. Íslensku strákarnir urðu því fyrstir til þess að leggja Dani að velli í mótinu.
— IHF (@ihf_info) July 20, 2019
Bjarni Ófeigur Valdimarsson fór mikinn í liði Íslands og skoraði 9 mörk. Orri Freyr Þorkelsson skoraði fjögur.
Ísland á nú góða möguleika á að fara áfram úr riðlinum, þeir fara í annað sætið á eftir Dönum á markatölu. Síðasti leikur Íslands er gegn Þjóðverjum, en þeir mæta Norðmönnum í kvöld.
Markaskorarar Íslands: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 9, Orri Freyr Þorkelsson 4, Ásgeir Snær Vignisson 3, Elliði Snær Viðarsson 3, Sigþór Gunnar Jónsson 2, Gabriel Martinez Robertsson 2, Sveinn Jose Rivera 1, Hafþór Már Vignisson 1.