Sádi-Arabía staðfesti að Salman konungur hafi samþykkt flutninginn „til að efla öryggi og jafnvægi á svæðinu.“
Konungsríkið hefur ekki tekið á móti bandarískum hersveitum síðan árið 2003 þegar það dró sig úr Íraksstríðinu undir lok þess.
Viðvera bandaríska hersins í Sádi-Arabíu hófst árið 1991 þegar Írak réðst inn í Kuwait. Nú er verið að senda eldflaugakerfi til Prince Sultan herstöðvarinnar sem mannað er af 500 hermönnum.
„Þessi flutningur hergagna veitir okkur aukna vernd og gerir okkur kleift að verja hersveitir okkar og hagsmuni á svæðinu frá yfirvofandi ógn,“ sagði í tilkynningu frá yfirstjórn Bandaríkjahers.
Spenna á svæðinu hefur farið vaxandi síðustu misseri en síðast í gær hertók Íran tvö bresk olíuflutningaskip og enn annað er talið hafa verið hertekið á sunnudag en það sigldi undir panömskum fána.
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heldur því einnig fram að bandaríski herinn hafi skotið niður íranskan dróna, sem Íranar segjast ekkert kannast við.