Mýtur um veitt og sleppt á laxi Karl Lúðvíksson skrifar 31. júlí 2019 10:00 Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út tilmæli til veiðimanna með að sleppa öllum veiddum laxi í sumar þar sem göngur eru með allra minnsta móti. Veitt og sleppt hefur ekkert annað en jákvæð áhrif á vatnasvæðin en það eru margar mýtur í gangi um að sleppa laxi sem sumar eru svo miklar rangfærslur að þeim verður bara að svara. Vefmiðilinn BB.is setti inn þessa grein fyrir stuttu sem er svo full af rangfærslum að okkur rennur blóðið til skyldunnar til að svara þessu. 1. Veitt og sleppt drepur lax. Nei, það gerir það ekki. Ef svo væri væru veiðimenn og leiðsögumenn í laxveiðiánum varir við dauða fiska um alla á en svo er ekki. Undirritaður hefur verið við leiðsögn og staðarhald í Langá á Mýrum síðan 2015 og fundið tvo dauða laxa á þeim tíma. Það er allt og sumt. Ef þú heldur að við sjáum ekki dauða laxa í ánum eða heldur að þeir fljóti hratt til hafs er það rangt. Þeir sökkva og sjást mjög vel í hyljunum ef þetta gerist sbr. þessa tvo sem ég hef fundið. 2. Veitt og sleppt fer illa með laxinn og er ekki dæmi um velferð dýra. Sko, þetta er sport, laxinn tekur, það er tekist á við hann og honum er sleppt. Hann lifir af, hrygnir og heldur við stofninum í ánni. Ef greinarhöfundum er annt um velferð laxfiska má benda á meðferð eldislaxa sem eru aldir og slátrað, en hvernig það samræmist dýravelferð er mér ráðgáta. 3. Lax sem hefur verið veitt og sleppt verður tökufælinn. Dæmi eru um laxa sem hafa verið veiddir 3-4 sinnum yfir sumarið (já það er lítið mál að þekkja þá), svo þetta er ekki rétt fullyrðing. 4. Þessi setning úr ofannefndri grein: "Að þeirra sögn er þetta ekki góð ráðgjöf þar sem veiða og sleppa aðferðin hafi slæm áhrif á laxinn og samrýmist varla reglum um dýravelferð. Þá sýni rannsóknir að laxinn læri að forðast öngulinn og að sá lærdómur flytist yfir á aðra laxa." Í hvaða rannsóknir er verið að vísa og hvaða tilgangi þjónar svona fullyrðing? Hér hefði verið rétt að ræða við leiðsögumenn með áratuga reynslu sem geta hrakið þessa fullyrðingu með reynslu við árnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stangveiði Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út tilmæli til veiðimanna með að sleppa öllum veiddum laxi í sumar þar sem göngur eru með allra minnsta móti. Veitt og sleppt hefur ekkert annað en jákvæð áhrif á vatnasvæðin en það eru margar mýtur í gangi um að sleppa laxi sem sumar eru svo miklar rangfærslur að þeim verður bara að svara. Vefmiðilinn BB.is setti inn þessa grein fyrir stuttu sem er svo full af rangfærslum að okkur rennur blóðið til skyldunnar til að svara þessu. 1. Veitt og sleppt drepur lax. Nei, það gerir það ekki. Ef svo væri væru veiðimenn og leiðsögumenn í laxveiðiánum varir við dauða fiska um alla á en svo er ekki. Undirritaður hefur verið við leiðsögn og staðarhald í Langá á Mýrum síðan 2015 og fundið tvo dauða laxa á þeim tíma. Það er allt og sumt. Ef þú heldur að við sjáum ekki dauða laxa í ánum eða heldur að þeir fljóti hratt til hafs er það rangt. Þeir sökkva og sjást mjög vel í hyljunum ef þetta gerist sbr. þessa tvo sem ég hef fundið. 2. Veitt og sleppt fer illa með laxinn og er ekki dæmi um velferð dýra. Sko, þetta er sport, laxinn tekur, það er tekist á við hann og honum er sleppt. Hann lifir af, hrygnir og heldur við stofninum í ánni. Ef greinarhöfundum er annt um velferð laxfiska má benda á meðferð eldislaxa sem eru aldir og slátrað, en hvernig það samræmist dýravelferð er mér ráðgáta. 3. Lax sem hefur verið veitt og sleppt verður tökufælinn. Dæmi eru um laxa sem hafa verið veiddir 3-4 sinnum yfir sumarið (já það er lítið mál að þekkja þá), svo þetta er ekki rétt fullyrðing. 4. Þessi setning úr ofannefndri grein: "Að þeirra sögn er þetta ekki góð ráðgjöf þar sem veiða og sleppa aðferðin hafi slæm áhrif á laxinn og samrýmist varla reglum um dýravelferð. Þá sýni rannsóknir að laxinn læri að forðast öngulinn og að sá lærdómur flytist yfir á aðra laxa." Í hvaða rannsóknir er verið að vísa og hvaða tilgangi þjónar svona fullyrðing? Hér hefði verið rétt að ræða við leiðsögumenn með áratuga reynslu sem geta hrakið þessa fullyrðingu með reynslu við árnar.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar