Björn Leví: „Sigríður Á Andersen er ekki Ísland“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 14:48 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, þykir ekki mikið til röksemdarfærslu Sigríðar Á. Andersen koma. visir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gefur ekki mikið fyrir rök Sigríðar Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra sem sakaði Samfylkinguna um að taka afstöðu gegn Íslandi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist á dögunum gruna að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra, vildi ekki taka að sér erfið mál og það væri þess vegna sem hún hefði ekki svarað fyrirspurn Helgu Völu um kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins. Þórdís svaraði fyrirspurn Helgu Völu í síðasta mánuði en svarið hefur enn ekki birst á vef Alþingis. Eins og frægt er orðið gerði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fjórar breytingar á lista hæfisnefndar við skipan Landsréttardómara. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði brotið lög við skipan dómara við Landsrétt og sagði að lokum af sér. „Getur verið að ég fái ekki svarið því það er verið að bíða eftir nýjum dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks og sú sem þar situr vill bara alls ekki fá þennan skít á sig?“ spurði Helga Vala. Sigríður deildi frétt Fréttablaðsins um ummæli Helgu Völu og var harðorð í garð Samfylkingarinnar. „Háttvirtur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis notar orðið „skítur“ um það að íslenska ríkið taki til varna þegar að hagsmunum Íslands og íslenskrar stjórnskipunar er sótt í gegnum erlendar stofnanir.“ Hún sagði að þetta kæmi sér ekki á óvart í ljósi þess að Samfylkingin hefði „tekið afstöðu gegn Íslandi“ í Icesave málinu og með umsókn að Evrópusambandinu. Eins og frægt er orðið gerði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fjórar breytingar á lista hæfisnefndar við skipan Landsréttardómara. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði brotið lög við skipan dómara við Landsrétt og sagði að lokum af sér.Vísir/Vilhelm Björn Leví var langt frá því að vera hrifinn af röksemdarfærslu Sigríðar og sagði: „Þvílík og önnur eins skítarök hef ég sjaldan heyrt áður. Já, mér finnst orðið skítur viðeigandi við þetta tilefni.“ Hann sagði að það væri ekki Ísland sem væri í vörn út af Landsréttarmálinu. Um væri að ræða vörn fyrir fyrrverandi dómsmálaráðherra sem hefði „fótum troðið upplýsingaskyldu sína gagnvart Alþingi þegar gögn um ráðleggingar sérfræðinga ráðuneytisins,“ segir Björn Leví. Hann segir Sigríði hafa tekið ákvörðun um skipan dómara út frá sinni persónulegu þekkingu og ætti því ekkert með að draga þjóðernishygju inn í málið. Það sé ömurleg sjálfsvörn að spila málið þannig upp. „Sigríður Á Andersen er ekki Ísland.“ Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Uppfært: Svar ráðherra varðandi kostnað vegna Landsréttarmálsins sent á skrifstofu Alþingis Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er orðin langþreytt á bið sinni við fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra varðandi kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins svonefnda. 7. ágúst 2019 14:47 Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum og tíminn að renna út Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að það sé þinginu alls til góða að fyrirspurnum sé svarað hratt og örugglega. 11. júní 2019 13:10 Eiríkur hæfastur í Landsrétt Eiríkur Jónsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, er hæfasti umsækjandinn um stöðu Landréttardómara, að mati hæfnisnefndar. 24. júlí 2019 13:55 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gefur ekki mikið fyrir rök Sigríðar Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra sem sakaði Samfylkinguna um að taka afstöðu gegn Íslandi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist á dögunum gruna að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra, vildi ekki taka að sér erfið mál og það væri þess vegna sem hún hefði ekki svarað fyrirspurn Helgu Völu um kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins. Þórdís svaraði fyrirspurn Helgu Völu í síðasta mánuði en svarið hefur enn ekki birst á vef Alþingis. Eins og frægt er orðið gerði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fjórar breytingar á lista hæfisnefndar við skipan Landsréttardómara. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði brotið lög við skipan dómara við Landsrétt og sagði að lokum af sér. „Getur verið að ég fái ekki svarið því það er verið að bíða eftir nýjum dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokks og sú sem þar situr vill bara alls ekki fá þennan skít á sig?“ spurði Helga Vala. Sigríður deildi frétt Fréttablaðsins um ummæli Helgu Völu og var harðorð í garð Samfylkingarinnar. „Háttvirtur formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis notar orðið „skítur“ um það að íslenska ríkið taki til varna þegar að hagsmunum Íslands og íslenskrar stjórnskipunar er sótt í gegnum erlendar stofnanir.“ Hún sagði að þetta kæmi sér ekki á óvart í ljósi þess að Samfylkingin hefði „tekið afstöðu gegn Íslandi“ í Icesave málinu og með umsókn að Evrópusambandinu. Eins og frægt er orðið gerði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fjórar breytingar á lista hæfisnefndar við skipan Landsréttardómara. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði brotið lög við skipan dómara við Landsrétt og sagði að lokum af sér.Vísir/Vilhelm Björn Leví var langt frá því að vera hrifinn af röksemdarfærslu Sigríðar og sagði: „Þvílík og önnur eins skítarök hef ég sjaldan heyrt áður. Já, mér finnst orðið skítur viðeigandi við þetta tilefni.“ Hann sagði að það væri ekki Ísland sem væri í vörn út af Landsréttarmálinu. Um væri að ræða vörn fyrir fyrrverandi dómsmálaráðherra sem hefði „fótum troðið upplýsingaskyldu sína gagnvart Alþingi þegar gögn um ráðleggingar sérfræðinga ráðuneytisins,“ segir Björn Leví. Hann segir Sigríði hafa tekið ákvörðun um skipan dómara út frá sinni persónulegu þekkingu og ætti því ekkert með að draga þjóðernishygju inn í málið. Það sé ömurleg sjálfsvörn að spila málið þannig upp. „Sigríður Á Andersen er ekki Ísland.“
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Uppfært: Svar ráðherra varðandi kostnað vegna Landsréttarmálsins sent á skrifstofu Alþingis Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er orðin langþreytt á bið sinni við fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra varðandi kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins svonefnda. 7. ágúst 2019 14:47 Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum og tíminn að renna út Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að það sé þinginu alls til góða að fyrirspurnum sé svarað hratt og örugglega. 11. júní 2019 13:10 Eiríkur hæfastur í Landsrétt Eiríkur Jónsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, er hæfasti umsækjandinn um stöðu Landréttardómara, að mati hæfnisnefndar. 24. júlí 2019 13:55 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga Sjá meira
Uppfært: Svar ráðherra varðandi kostnað vegna Landsréttarmálsins sent á skrifstofu Alþingis Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er orðin langþreytt á bið sinni við fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra varðandi kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins svonefnda. 7. ágúst 2019 14:47
Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum og tíminn að renna út Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að það sé þinginu alls til góða að fyrirspurnum sé svarað hratt og örugglega. 11. júní 2019 13:10
Eiríkur hæfastur í Landsrétt Eiríkur Jónsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, er hæfasti umsækjandinn um stöðu Landréttardómara, að mati hæfnisnefndar. 24. júlí 2019 13:55