Rúmur hálfur milljarður gæti glatast Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. ágúst 2019 06:15 Byggja þarf upp nýja flugstöð á Akureyri að mati formanns bæjarráðs. Fréttablaðið/Pjetur Um hálfur milljarður gæti tapast í norðlenskri ferðaþjónustu vegna gjaldþrots ferðaskrifstofunnar Super Break. Unnið er að því að fá nýja aðila til að fljúga til Akureyrar í vetur þar sem nú þegar er búið að selja um helming þeirra flugsæta sem voru í boði. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir um mikla blóðtöku að ræða. „Það er búið að leggja peninga í markaðssetninguna og við erum að skoða að fá nýja aðila að borðinu. Við vorum að fara inn í þriðja árið með Super Break og því hefur komið ágætis reynsla á þetta flug,“ segir Arnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Arnheiður Jóhannesdóttir„Þetta verður högg fyrir fyrirtæki á svæðinu. Við reiknum með að þetta verði um 9.000 gistinætur sem gætu tapast í febrúar og mars og vegna árstíðasveiflna í ferðaþjónustu á Norðurlandi er um mikla veltu að ræða á þessum árstíma.“ Arnheiður vonast hins vegar til að markaðssetningin hafi skilað sér til fleiri aðila og að önnur fyrirtæki séu til í að stökkva á millilandaflug milli Akureyrar og meginlands Evrópu eða Bretlandseyja. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir málið í deiglunni á Akureyri og því verður rætt við ráðamenn þjóðarinnar um hvað sé hægt að gera til að fjölga ferðamönnum norður á Akureyri. Guðmundur Baldvin Guðmundsson„Við munum funda með þingmönnum og fara yfir stöðuna. það er klárt mál að ef enginn kemur inn í þetta mun þetta hafa áhrif á ferðaþjónustuna. Við viljum og munum ekki gefast upp í þeirri baráttu heldur snúa bökum saman,“ segir Guðmundur Baldvin. „Einnig höfum við rætt við Isavia og lagt áherslu á að ef við ætlum að taka við auknu flugi þurfi að flýta uppbyggingu flugstöðvarinnar á Akureyrarflugvelli.“ Málefni Akureyrarflugvallar voru rædd á samráðsfundi ríkisstjórnarinnar og sveitarstjórna á svæðinu sem haldinn var í Mývatnssveit í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru ráðherrar áfram um að byggja upp ferðaþjónustu með beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. – sa Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira
Um hálfur milljarður gæti tapast í norðlenskri ferðaþjónustu vegna gjaldþrots ferðaskrifstofunnar Super Break. Unnið er að því að fá nýja aðila til að fljúga til Akureyrar í vetur þar sem nú þegar er búið að selja um helming þeirra flugsæta sem voru í boði. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir um mikla blóðtöku að ræða. „Það er búið að leggja peninga í markaðssetninguna og við erum að skoða að fá nýja aðila að borðinu. Við vorum að fara inn í þriðja árið með Super Break og því hefur komið ágætis reynsla á þetta flug,“ segir Arnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Arnheiður Jóhannesdóttir„Þetta verður högg fyrir fyrirtæki á svæðinu. Við reiknum með að þetta verði um 9.000 gistinætur sem gætu tapast í febrúar og mars og vegna árstíðasveiflna í ferðaþjónustu á Norðurlandi er um mikla veltu að ræða á þessum árstíma.“ Arnheiður vonast hins vegar til að markaðssetningin hafi skilað sér til fleiri aðila og að önnur fyrirtæki séu til í að stökkva á millilandaflug milli Akureyrar og meginlands Evrópu eða Bretlandseyja. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir málið í deiglunni á Akureyri og því verður rætt við ráðamenn þjóðarinnar um hvað sé hægt að gera til að fjölga ferðamönnum norður á Akureyri. Guðmundur Baldvin Guðmundsson„Við munum funda með þingmönnum og fara yfir stöðuna. það er klárt mál að ef enginn kemur inn í þetta mun þetta hafa áhrif á ferðaþjónustuna. Við viljum og munum ekki gefast upp í þeirri baráttu heldur snúa bökum saman,“ segir Guðmundur Baldvin. „Einnig höfum við rætt við Isavia og lagt áherslu á að ef við ætlum að taka við auknu flugi þurfi að flýta uppbyggingu flugstöðvarinnar á Akureyrarflugvelli.“ Málefni Akureyrarflugvallar voru rædd á samráðsfundi ríkisstjórnarinnar og sveitarstjórna á svæðinu sem haldinn var í Mývatnssveit í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru ráðherrar áfram um að byggja upp ferðaþjónustu með beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. – sa
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Sjá meira