Tónleikarnir opna á að aðrar stórstjörnur komi hingað til lands Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2019 11:53 Tugþúsundir munu sækja tónleika Ed Sheeran á Laugardalsvelli. Vísir/Getty Takmarkanir verða settar á umferð í kringum Laugardal þegar tónleikastjarnan Ed Sheeran stígur á svið á Laugardalsvelli á laugardag og sunnudag. Blíðskaparveðri er spáð báða tónleikadagana. Tveir dagar eru þangað til breska poppstjarnan Ed Sheeran stígur á svið á Laugardalvelli á sínum fyrri tónleikum sem hann heldur hér á landi. Fljót seldist upp á tónleikana þegar miðasala fór í gang, eða þrjátíu þúsund miðar, þannig að ákveðið var að setja upp aukatónleika á sunnudagskvöld. Undirbúningur er í fullum gangi á Laugardalsvelli og búið er að reisa risavaxið sjöhundruð fermetra svið en búnaðurinn sem tónlistarmaðurinn kemur með vegur um 1500 tonn. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live hefur veg og vanda að skipulagi tónleikanna og uppsetningu þeirra og segir hann undirbúning gagna vel en í heildina munu um fimmtíu þúsund manns sjá Ed Sheeran um helgina. „Það bara gengur mjög vel. Þetta er allt á áætlun. Ég er hérna að horfa á menn leggja gólfið yfir grasið og sviðið er alltaf að taka á sig meiri og meiri mynd. Þetta er mjög aðdáunarvert og þetta gengur mjög vel,“ segir Ísleifur.Umferð um Laugardal takmörkuð á laugardag og sunnudag Umferð um tónleikasvæðið verður takmörkuð bæði á laugardag og sunnudag og til að mynda verður Suðurlandsbraut lokað að hluta á meðan tónleikum stendur. „Það eru skýringarmyndir inni á vefsíðunni okkar. Þær eru frekar takmarkaðar fyrir fólk hérna í hverfinu. Við höfum unnið þetta í samráði við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og reynt að gera sem allra minnstu truflun,“ segir Ísleifur. Ed Sheeran hélt tónleika í Búdapest í gær en búist er við að poppstjarnan komi til landsins í dag eða á morgun. Ísleifur segir veðurspána gerir ráð fyrir afskaplega góðu veðri á laugardag sem hjálpi mikið til. Fleiri tónlistarmenn munu einnig koma fram sem eru síður þekktari. „Þetta er svona hálf fáránlegt hversu stórar stjörnur eru að hita upp fyrir Ed Sheeran. Sarah Larsson fyllti Laugardalshöllina á tónleikum sem við héldum í október 2017 og svo er James Bay stórstjarna líka og svo er Glowie okkar, sem byrjar tónleikana klukkan 18:00,“ segir Ísleifur.Hvaða stórstjarna heldur tónleika næst á Íslandi? Ísleifur segir að umboðsaðilar annarra tónlistarmanna fylgist með hvernig þessir tónleikar ganga og að það geti opnað á að aðrar stórstjörnur haldi tónleika hér á landi. „Við munum örugglega hefja viðræður við einhverja þeirra eftir þessa tónleika,“ segir ÍsleifurHver er draumurinn? „Það væri gaman að ná Rolling Stones, Paul McCartney eða U2,“ segir Ísleifur. Ertu að skoða þá möguleika? „Við erum í sambandi við alla um allt,“ segir Ísleifur. Ed Sheeran á Íslandi Íslandsvinir Laugardalsvöllur Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Spáir þurru og mildu veðri þegar Ed Sheeran stígur á svið Lítið annað en norðan átt í kortunum fram í næstu viku. 8. ágúst 2019 08:37 Lyftir tónleikahaldi hér á næsta stig Tónleikar Eds Sheeran, stærstu stjörnu heims, verða þeir langstærstu sem hafa verið haldnir á Íslandi. Koma hans hefur átt sér langan aðdraganda og hann mætir með yfir 1.500 tonn af búnaði. 8. ágúst 2019 11:15 Annað höfðatöluheimsmet slegið á Ed Sheeran tónleikum Þetta er bara alveg nýtt [stig] fyrir íslenskt tónleikahald og íslenska bransann en þetta gengur allt mjög vel, segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live. 6. ágúst 2019 16:53 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Takmarkanir verða settar á umferð í kringum Laugardal þegar tónleikastjarnan Ed Sheeran stígur á svið á Laugardalsvelli á laugardag og sunnudag. Blíðskaparveðri er spáð báða tónleikadagana. Tveir dagar eru þangað til breska poppstjarnan Ed Sheeran stígur á svið á Laugardalvelli á sínum fyrri tónleikum sem hann heldur hér á landi. Fljót seldist upp á tónleikana þegar miðasala fór í gang, eða þrjátíu þúsund miðar, þannig að ákveðið var að setja upp aukatónleika á sunnudagskvöld. Undirbúningur er í fullum gangi á Laugardalsvelli og búið er að reisa risavaxið sjöhundruð fermetra svið en búnaðurinn sem tónlistarmaðurinn kemur með vegur um 1500 tonn. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live hefur veg og vanda að skipulagi tónleikanna og uppsetningu þeirra og segir hann undirbúning gagna vel en í heildina munu um fimmtíu þúsund manns sjá Ed Sheeran um helgina. „Það bara gengur mjög vel. Þetta er allt á áætlun. Ég er hérna að horfa á menn leggja gólfið yfir grasið og sviðið er alltaf að taka á sig meiri og meiri mynd. Þetta er mjög aðdáunarvert og þetta gengur mjög vel,“ segir Ísleifur.Umferð um Laugardal takmörkuð á laugardag og sunnudag Umferð um tónleikasvæðið verður takmörkuð bæði á laugardag og sunnudag og til að mynda verður Suðurlandsbraut lokað að hluta á meðan tónleikum stendur. „Það eru skýringarmyndir inni á vefsíðunni okkar. Þær eru frekar takmarkaðar fyrir fólk hérna í hverfinu. Við höfum unnið þetta í samráði við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og reynt að gera sem allra minnstu truflun,“ segir Ísleifur. Ed Sheeran hélt tónleika í Búdapest í gær en búist er við að poppstjarnan komi til landsins í dag eða á morgun. Ísleifur segir veðurspána gerir ráð fyrir afskaplega góðu veðri á laugardag sem hjálpi mikið til. Fleiri tónlistarmenn munu einnig koma fram sem eru síður þekktari. „Þetta er svona hálf fáránlegt hversu stórar stjörnur eru að hita upp fyrir Ed Sheeran. Sarah Larsson fyllti Laugardalshöllina á tónleikum sem við héldum í október 2017 og svo er James Bay stórstjarna líka og svo er Glowie okkar, sem byrjar tónleikana klukkan 18:00,“ segir Ísleifur.Hvaða stórstjarna heldur tónleika næst á Íslandi? Ísleifur segir að umboðsaðilar annarra tónlistarmanna fylgist með hvernig þessir tónleikar ganga og að það geti opnað á að aðrar stórstjörnur haldi tónleika hér á landi. „Við munum örugglega hefja viðræður við einhverja þeirra eftir þessa tónleika,“ segir ÍsleifurHver er draumurinn? „Það væri gaman að ná Rolling Stones, Paul McCartney eða U2,“ segir Ísleifur. Ertu að skoða þá möguleika? „Við erum í sambandi við alla um allt,“ segir Ísleifur.
Ed Sheeran á Íslandi Íslandsvinir Laugardalsvöllur Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Spáir þurru og mildu veðri þegar Ed Sheeran stígur á svið Lítið annað en norðan átt í kortunum fram í næstu viku. 8. ágúst 2019 08:37 Lyftir tónleikahaldi hér á næsta stig Tónleikar Eds Sheeran, stærstu stjörnu heims, verða þeir langstærstu sem hafa verið haldnir á Íslandi. Koma hans hefur átt sér langan aðdraganda og hann mætir með yfir 1.500 tonn af búnaði. 8. ágúst 2019 11:15 Annað höfðatöluheimsmet slegið á Ed Sheeran tónleikum Þetta er bara alveg nýtt [stig] fyrir íslenskt tónleikahald og íslenska bransann en þetta gengur allt mjög vel, segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live. 6. ágúst 2019 16:53 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Spáir þurru og mildu veðri þegar Ed Sheeran stígur á svið Lítið annað en norðan átt í kortunum fram í næstu viku. 8. ágúst 2019 08:37
Lyftir tónleikahaldi hér á næsta stig Tónleikar Eds Sheeran, stærstu stjörnu heims, verða þeir langstærstu sem hafa verið haldnir á Íslandi. Koma hans hefur átt sér langan aðdraganda og hann mætir með yfir 1.500 tonn af búnaði. 8. ágúst 2019 11:15
Annað höfðatöluheimsmet slegið á Ed Sheeran tónleikum Þetta er bara alveg nýtt [stig] fyrir íslenskt tónleikahald og íslenska bransann en þetta gengur allt mjög vel, segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live. 6. ágúst 2019 16:53