Ummæli starfsmanns Hafró verða ekki dregin til baka Birgir Olgeirsson skrifar 7. ágúst 2019 10:26 Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafró. Vísir/Pjetur „Ég held að það sé svolítill mikill ofsi í þessari umræðu,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, sem ætlar ekki að verða við óskum stjórnar Hvalaskoðunarsamtakanna þess efnis að ummæli líffræðings stofnunarinnar verði dregin til baka. Líffræðingurinn heitir Sverri Daníel Halldórsson en hann velti því upp í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins hvort að hvalaskoðunarskip hefðu truflað grindhvali sem leiddi til þess að þeir strönduðu við Garð á Reykjanesi síðastliðinn föstudag. „Minn ágæti starfsmaður nefndi þennan möguleika og þau neita því ekki sjálf að það þarf að fara sérstaklega varlega í kringum þessa hvali. Umræðan verður að fá að þroskast og það þarf að tala um þetta af skynsemi,“ segir Sigurður. Hann segir engan vita af hverju þessir hvalir strönduðu frekar en aðrar vöður. „Þessi dýr eru sérstaklega viðkvæm og hrekjast undan bátum og það hafa frændur vorir í Færeyjum nýtt sér. Þessi möguleiki var nefndur og fór eitthvað illa í hvalaskoðunarmenn en það er önnur saga,“ segir Sigurður. Hann segir ummæli starfsmannsins ekki þess eðlis að draga þurfi þau til baka og telur Sigurður að það sé ágætt að umræðan eigi sér stað. Hvalaskoðun hafi smám saman aukist og hvalaskoðunarfyrirtækin hafa sjálf kallað eftir reglum til að fylgja. Hann segir að samráð verði haft við fyrirtækin og reynt að finna ásættanlegan farveg en nefnir að auki að þörf sé á frekari rannsóknum þess efnis hvaða áhrif ágangurinn hefur á þessi dýr. Stjórn Hvalaskoðunarsamtakanna óskaði eftir fundi með Hafrannsóknarstofnunar vegna ummælanna en Sigurður segist ekki hafa fengið nein fundarboð frá þeim en hyggur að stjórnin hafi sett sig í samband við starfsmenn stofnunarinnar sem hafa eftirlit með hvölum. „Og að sjálfsögðu munum við funda með þeim innan tíðar.“ Dýr Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
„Ég held að það sé svolítill mikill ofsi í þessari umræðu,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, sem ætlar ekki að verða við óskum stjórnar Hvalaskoðunarsamtakanna þess efnis að ummæli líffræðings stofnunarinnar verði dregin til baka. Líffræðingurinn heitir Sverri Daníel Halldórsson en hann velti því upp í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins hvort að hvalaskoðunarskip hefðu truflað grindhvali sem leiddi til þess að þeir strönduðu við Garð á Reykjanesi síðastliðinn föstudag. „Minn ágæti starfsmaður nefndi þennan möguleika og þau neita því ekki sjálf að það þarf að fara sérstaklega varlega í kringum þessa hvali. Umræðan verður að fá að þroskast og það þarf að tala um þetta af skynsemi,“ segir Sigurður. Hann segir engan vita af hverju þessir hvalir strönduðu frekar en aðrar vöður. „Þessi dýr eru sérstaklega viðkvæm og hrekjast undan bátum og það hafa frændur vorir í Færeyjum nýtt sér. Þessi möguleiki var nefndur og fór eitthvað illa í hvalaskoðunarmenn en það er önnur saga,“ segir Sigurður. Hann segir ummæli starfsmannsins ekki þess eðlis að draga þurfi þau til baka og telur Sigurður að það sé ágætt að umræðan eigi sér stað. Hvalaskoðun hafi smám saman aukist og hvalaskoðunarfyrirtækin hafa sjálf kallað eftir reglum til að fylgja. Hann segir að samráð verði haft við fyrirtækin og reynt að finna ásættanlegan farveg en nefnir að auki að þörf sé á frekari rannsóknum þess efnis hvaða áhrif ágangurinn hefur á þessi dýr. Stjórn Hvalaskoðunarsamtakanna óskaði eftir fundi með Hafrannsóknarstofnunar vegna ummælanna en Sigurður segist ekki hafa fengið nein fundarboð frá þeim en hyggur að stjórnin hafi sett sig í samband við starfsmenn stofnunarinnar sem hafa eftirlit með hvölum. „Og að sjálfsögðu munum við funda með þeim innan tíðar.“
Dýr Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira