Ummæli starfsmanns Hafró verða ekki dregin til baka Birgir Olgeirsson skrifar 7. ágúst 2019 10:26 Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafró. Vísir/Pjetur „Ég held að það sé svolítill mikill ofsi í þessari umræðu,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, sem ætlar ekki að verða við óskum stjórnar Hvalaskoðunarsamtakanna þess efnis að ummæli líffræðings stofnunarinnar verði dregin til baka. Líffræðingurinn heitir Sverri Daníel Halldórsson en hann velti því upp í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins hvort að hvalaskoðunarskip hefðu truflað grindhvali sem leiddi til þess að þeir strönduðu við Garð á Reykjanesi síðastliðinn föstudag. „Minn ágæti starfsmaður nefndi þennan möguleika og þau neita því ekki sjálf að það þarf að fara sérstaklega varlega í kringum þessa hvali. Umræðan verður að fá að þroskast og það þarf að tala um þetta af skynsemi,“ segir Sigurður. Hann segir engan vita af hverju þessir hvalir strönduðu frekar en aðrar vöður. „Þessi dýr eru sérstaklega viðkvæm og hrekjast undan bátum og það hafa frændur vorir í Færeyjum nýtt sér. Þessi möguleiki var nefndur og fór eitthvað illa í hvalaskoðunarmenn en það er önnur saga,“ segir Sigurður. Hann segir ummæli starfsmannsins ekki þess eðlis að draga þurfi þau til baka og telur Sigurður að það sé ágætt að umræðan eigi sér stað. Hvalaskoðun hafi smám saman aukist og hvalaskoðunarfyrirtækin hafa sjálf kallað eftir reglum til að fylgja. Hann segir að samráð verði haft við fyrirtækin og reynt að finna ásættanlegan farveg en nefnir að auki að þörf sé á frekari rannsóknum þess efnis hvaða áhrif ágangurinn hefur á þessi dýr. Stjórn Hvalaskoðunarsamtakanna óskaði eftir fundi með Hafrannsóknarstofnunar vegna ummælanna en Sigurður segist ekki hafa fengið nein fundarboð frá þeim en hyggur að stjórnin hafi sett sig í samband við starfsmenn stofnunarinnar sem hafa eftirlit með hvölum. „Og að sjálfsögðu munum við funda með þeim innan tíðar.“ Dýr Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
„Ég held að það sé svolítill mikill ofsi í þessari umræðu,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, sem ætlar ekki að verða við óskum stjórnar Hvalaskoðunarsamtakanna þess efnis að ummæli líffræðings stofnunarinnar verði dregin til baka. Líffræðingurinn heitir Sverri Daníel Halldórsson en hann velti því upp í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins hvort að hvalaskoðunarskip hefðu truflað grindhvali sem leiddi til þess að þeir strönduðu við Garð á Reykjanesi síðastliðinn föstudag. „Minn ágæti starfsmaður nefndi þennan möguleika og þau neita því ekki sjálf að það þarf að fara sérstaklega varlega í kringum þessa hvali. Umræðan verður að fá að þroskast og það þarf að tala um þetta af skynsemi,“ segir Sigurður. Hann segir engan vita af hverju þessir hvalir strönduðu frekar en aðrar vöður. „Þessi dýr eru sérstaklega viðkvæm og hrekjast undan bátum og það hafa frændur vorir í Færeyjum nýtt sér. Þessi möguleiki var nefndur og fór eitthvað illa í hvalaskoðunarmenn en það er önnur saga,“ segir Sigurður. Hann segir ummæli starfsmannsins ekki þess eðlis að draga þurfi þau til baka og telur Sigurður að það sé ágætt að umræðan eigi sér stað. Hvalaskoðun hafi smám saman aukist og hvalaskoðunarfyrirtækin hafa sjálf kallað eftir reglum til að fylgja. Hann segir að samráð verði haft við fyrirtækin og reynt að finna ásættanlegan farveg en nefnir að auki að þörf sé á frekari rannsóknum þess efnis hvaða áhrif ágangurinn hefur á þessi dýr. Stjórn Hvalaskoðunarsamtakanna óskaði eftir fundi með Hafrannsóknarstofnunar vegna ummælanna en Sigurður segist ekki hafa fengið nein fundarboð frá þeim en hyggur að stjórnin hafi sett sig í samband við starfsmenn stofnunarinnar sem hafa eftirlit með hvölum. „Og að sjálfsögðu munum við funda með þeim innan tíðar.“
Dýr Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira