Eyðslan minnkar höggið af fækkun ferðamanna í sumar Ari Brynjólfsson skrifar 7. ágúst 2019 07:15 Ferðamenn eru vissulega færri í ár en í fyrra, þeir eru þó enn umtalsvert fleiri en árið 2015. Fréttablaðið/Ernir Ferðamenn sem fóru frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll voru 47 þúsundum færri í júlí í ár en í sama mánuði í fyrra. Er um að ræða 17 prósenta fækkun milli ára. Þetta kemur fram í niðurstöðum talningar Ferðamálastofu og Isavia. Alls fóru rúmlega 231 þúsund erlendir farþegar frá landinu í júlí. Í fyrra voru þeir 278 þúsund, árið 2017 voru þeir 271 þúsund en 236 þúsund árið 2016. Í ár fóru þó 50 þúsund fleiri ferðamenn frá landinu í júlí en í sama mánuði árið 2015. „Fjöldatölur eru bara ein breytan sem við þurfum að horfa á. Þessar tölur segja þó ákveðna sögu, um hversu eftirsóknarvert það er að koma til Íslands og flugframboð. Einnig hverju við getum búist við á árinu varðandi rekstur fyrirtækja, en ekki allt,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Halldór Kári Sigurðarson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir fækkunina í takt við væntingar og spá Isavia frá því í júní. „Heildarfækkun ferðamanna á fyrstu fjórum mánuðunum sem eru liðnir frá falli WOW air nemur 18,5 prósentum þegar við miðum við sama tímabil í fyrra. Við gerum ráð fyrir að 16 prósent færri ferðamenn muni sækja landið heim í ár en í fyrra,“ segir Halldór Kári. Mestu munar um fækkun ferðamanna frá Bandaríkjunum, fækkar þeim um 35 prósent milli ára. „Það eru tæplega hundrað þúsund manns frá apríl til júní. Það skýrist af því að þær ódýru Ameríkuferðir sem stóðu til boða síðasta sumar eru ekki til staðar nú.“Halldór Kári Sigurðarson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion bankaÞetta hefur leitt til breyttrar samsetningar ferðamanna. „Frá falli WOW air hefur meðaldvalartími ferðamanna lengst um tæp 18 prósent og meðaleyðsla vaxið um 12,4 prósent,“ segir Halldór Kári. „Í kortaveltutölum Rannsóknarseturs verslunarinnar má einnig sjá tugprósenta heildaraukningu í eyðslu ferðamanna í menningartengda viðburði á sama tíma og eyðsla í bílaleigubíla er að dragast saman sem er enn ein vísbendingin um breytt neyslumynstur ferðamanna hér á landi.“ Halldór Kári telur að kortaveltutölur síðustu mánaða sýni hagfelldari samsetningu ferðamanna og býst við að meðaleyðsla ferðamanna muni halda áfram að aukast á svipaðan veg á næstu mánuðum. Verði það raunin muni það draga úr tekjutapi þjóðarbúsins og auka viðskiptaafgang. Jóhannes Þór segir að þó að þessi þróun sé vissulega jákvæð séu ferðamenn að eyða minna en þeir gerðu fyrir nokkrum árum. „Útgjöld ferðamanna á föstu verðlagi hafa verið að lækka mikið undanfarin ár. Þannig að núna erum við að hækka úr algjöru lággildi,“ segir Jóhannes. „Þetta vegur upp á móti fækkuninni en við erum enn langt frá þeim stað sem við viljum vera á.“ Heilt yfir segir Jóhannes að fækkun ferðamanna sé hraðari en ferðaþjónustan hefði viljað. „Við vissum að árlegur vöxtur upp á 25 til 40 prósent væri ekki sjálfbær. Við höfum verið að horfa til þess sem gengur og gerist erlendis, sem er 3 til 6 prósenta fjölgun milli ára, við teljum að það yrði jákvætt að ná þriggja til fimm prósenta vexti á ári til framtíðar,“ segir Jóhannes. „Þessi högg sem við höfum fengið, gjaldþrot WOW air, aukinn kostnaður, gengisþróun og verkföll, hafa gert þessa fækkun talsvert skarpari en við hefðum viljað sjá.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Ferðamenn sem fóru frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll voru 47 þúsundum færri í júlí í ár en í sama mánuði í fyrra. Er um að ræða 17 prósenta fækkun milli ára. Þetta kemur fram í niðurstöðum talningar Ferðamálastofu og Isavia. Alls fóru rúmlega 231 þúsund erlendir farþegar frá landinu í júlí. Í fyrra voru þeir 278 þúsund, árið 2017 voru þeir 271 þúsund en 236 þúsund árið 2016. Í ár fóru þó 50 þúsund fleiri ferðamenn frá landinu í júlí en í sama mánuði árið 2015. „Fjöldatölur eru bara ein breytan sem við þurfum að horfa á. Þessar tölur segja þó ákveðna sögu, um hversu eftirsóknarvert það er að koma til Íslands og flugframboð. Einnig hverju við getum búist við á árinu varðandi rekstur fyrirtækja, en ekki allt,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Halldór Kári Sigurðarson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir fækkunina í takt við væntingar og spá Isavia frá því í júní. „Heildarfækkun ferðamanna á fyrstu fjórum mánuðunum sem eru liðnir frá falli WOW air nemur 18,5 prósentum þegar við miðum við sama tímabil í fyrra. Við gerum ráð fyrir að 16 prósent færri ferðamenn muni sækja landið heim í ár en í fyrra,“ segir Halldór Kári. Mestu munar um fækkun ferðamanna frá Bandaríkjunum, fækkar þeim um 35 prósent milli ára. „Það eru tæplega hundrað þúsund manns frá apríl til júní. Það skýrist af því að þær ódýru Ameríkuferðir sem stóðu til boða síðasta sumar eru ekki til staðar nú.“Halldór Kári Sigurðarson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion bankaÞetta hefur leitt til breyttrar samsetningar ferðamanna. „Frá falli WOW air hefur meðaldvalartími ferðamanna lengst um tæp 18 prósent og meðaleyðsla vaxið um 12,4 prósent,“ segir Halldór Kári. „Í kortaveltutölum Rannsóknarseturs verslunarinnar má einnig sjá tugprósenta heildaraukningu í eyðslu ferðamanna í menningartengda viðburði á sama tíma og eyðsla í bílaleigubíla er að dragast saman sem er enn ein vísbendingin um breytt neyslumynstur ferðamanna hér á landi.“ Halldór Kári telur að kortaveltutölur síðustu mánaða sýni hagfelldari samsetningu ferðamanna og býst við að meðaleyðsla ferðamanna muni halda áfram að aukast á svipaðan veg á næstu mánuðum. Verði það raunin muni það draga úr tekjutapi þjóðarbúsins og auka viðskiptaafgang. Jóhannes Þór segir að þó að þessi þróun sé vissulega jákvæð séu ferðamenn að eyða minna en þeir gerðu fyrir nokkrum árum. „Útgjöld ferðamanna á föstu verðlagi hafa verið að lækka mikið undanfarin ár. Þannig að núna erum við að hækka úr algjöru lággildi,“ segir Jóhannes. „Þetta vegur upp á móti fækkuninni en við erum enn langt frá þeim stað sem við viljum vera á.“ Heilt yfir segir Jóhannes að fækkun ferðamanna sé hraðari en ferðaþjónustan hefði viljað. „Við vissum að árlegur vöxtur upp á 25 til 40 prósent væri ekki sjálfbær. Við höfum verið að horfa til þess sem gengur og gerist erlendis, sem er 3 til 6 prósenta fjölgun milli ára, við teljum að það yrði jákvætt að ná þriggja til fimm prósenta vexti á ári til framtíðar,“ segir Jóhannes. „Þessi högg sem við höfum fengið, gjaldþrot WOW air, aukinn kostnaður, gengisþróun og verkföll, hafa gert þessa fækkun talsvert skarpari en við hefðum viljað sjá.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?