Hinsegin myndlist: Ósýnileg í 35 ár Ynda Gestsson skrifar 6. ágúst 2019 14:10 Fyrsta myndlistarsýningin var haldin í húsakynnum Samtakanna ´78 árið 1985. Með henni var stigið mikilvægt skref í menningarlegum sýnileika hinsegin fólks á Íslandi og lagður grunnur að tjáningu sjálfsvitundar hinsegin fólks með hjálp myndlistarinnar. Sýningin var kynnt í fréttabréfi samtakanna og var hluti af vandaðri menningardagskrá. Ekki er að sjá að fréttatilkynningar um sýninguna hafi birst í fjölmiðlum enda hefur Örn Karlsson sem hélt sýninguna sagt að það hefði ekki þýtt vegna þeirrar ritskoðunar sem samtökin sættu á þessum árum. Sjálfgefið var því að einu sýningargestirnir væru félagsfólk Samtakanna ´78. Gagnrýnendur dagblaðanna létu ekki sjá sig á þessari sýningu né öðrum síðar. Það liðu tíu ár frá sýningu Arnar þar til gagnrýni um sýningu sem fjallaði um hinsegin málefni birtist í íslensku dagblaði. Þetta var sýning Sólrúnar Jónsdóttur (Sólu), Við minnumst þeirra og var sýningin tileinkuð minningu Íslendinga sem látist höfðu úr AIDS til ársins 1995. En sýningin var haldin á Mokka og engin hætta á að gagnrýnandinn skapaði sér vafasamt orðspor. Næstu árin fjölgaði fréttatilkynningum um sýningar og aðra menningarviðburði hjá samtökunum og hvöttu stjórnir og framkvæmdastjórar Samtakanna ´78 hinsegin myndlistarfólk til að sýna verk sín hjá samtökunum. Þau vissu hversu mikilvægt þetta var fyrir sjálfsmynd listafólksins, sýnileika og mannréttindabaráttu. Hinsvegar var það ekki fyrr en árið 2000 að sýning í húsakynnum samtakanna fékk veglega kynningu með viðtali og mynd af listakonunni Viktoríu Guðnadóttur og einu verka hennar. En myndlistargagnrýnandi dagblaðsins lét ekki sjá sig. Næstu fjögur árin heldur myndlistarfólk áfram að sýna í húsakynnum samtakanna og fjölmiðlaumfjöllun einskorðast við einstakar fréttatilkynningar. Frá og með október 2015 til dagsins í dag hafa verið reglulegar sýningar í Galleríi 78 sem rekið er í húsakynnum samtakanna. Á þessum fjórum árum hafa nokkrar fréttatilkynningar birst og mér er kunnugt um útvarpsviðtöl við a.m.k. tvær listamanneskjur. Það er allt og sumt. Hvers vegna er þetta rifjað upp núna þegar allt virðist slétt og fellt? Þegar raddir heyrast um að við getum nú hætt að berjast og farið að njóta ávaxtanna af erfiði okkar? Ástæðan er sú að mánudaginn 22. júlí sl. kölluðu stjórnendur Tengivagnsins á RÚV, Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Kristján Guðjónsson, til sín þau Guðrúnu Erlu Geirsdóttur myndhöfund og menningarmiðlara, Jón Proppé listheimspeking og Jónu Hlíf Halldórsdóttur stjórnanda Gerðarsafns í Kópavogi til að ræða um stöðu íslenskrar myndlistar þessa dagana. Núna hlýtur eitthvað að gerast hugsaði ég, heill þáttur með þessu frábæra, menntaða og víðsýna fólki. Eitthvert þeirra hlýtur að minnast á hinsegin list núna þegar sýningin Út fyrir sviga: Myndlist og Samtökin ´78, stendur yfir í Grófarhúsi, og Hinsegin dagar eru handan við hornið. Taldir voru upp hinir fjölbreyttustu sýningarsalir, sýningar, samfélagshópar og vaxandi áhugi ungra listnema á að fjalla um sjálfsmynd sína og sjálfsvitund í verkum sínum. Á hinsegin myndlist var aftur á móti ekki minnst einu orði í þættinum. Stundum finnst mér ekkert hafa breyst á Íslandi síðan 1985. Síðustu tæp 35 árin hafi bara verið löng og undarleg ferð hinsegin myndlistarfólks utan listheima. Þrátt fyrir augljóst gildi hinsegin myndlistar virðist ekki hafa tekist að brjóta henni leið inn í meðvitund þeirra sem hafa áhrif í íslenskri myndlist. Við erum enn ósýnileg. Hvers vegna?Höfundur er listfræðingur og baráttukona fyrir sýnileika hinsegin myndlistar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Myndlist Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Fyrsta myndlistarsýningin var haldin í húsakynnum Samtakanna ´78 árið 1985. Með henni var stigið mikilvægt skref í menningarlegum sýnileika hinsegin fólks á Íslandi og lagður grunnur að tjáningu sjálfsvitundar hinsegin fólks með hjálp myndlistarinnar. Sýningin var kynnt í fréttabréfi samtakanna og var hluti af vandaðri menningardagskrá. Ekki er að sjá að fréttatilkynningar um sýninguna hafi birst í fjölmiðlum enda hefur Örn Karlsson sem hélt sýninguna sagt að það hefði ekki þýtt vegna þeirrar ritskoðunar sem samtökin sættu á þessum árum. Sjálfgefið var því að einu sýningargestirnir væru félagsfólk Samtakanna ´78. Gagnrýnendur dagblaðanna létu ekki sjá sig á þessari sýningu né öðrum síðar. Það liðu tíu ár frá sýningu Arnar þar til gagnrýni um sýningu sem fjallaði um hinsegin málefni birtist í íslensku dagblaði. Þetta var sýning Sólrúnar Jónsdóttur (Sólu), Við minnumst þeirra og var sýningin tileinkuð minningu Íslendinga sem látist höfðu úr AIDS til ársins 1995. En sýningin var haldin á Mokka og engin hætta á að gagnrýnandinn skapaði sér vafasamt orðspor. Næstu árin fjölgaði fréttatilkynningum um sýningar og aðra menningarviðburði hjá samtökunum og hvöttu stjórnir og framkvæmdastjórar Samtakanna ´78 hinsegin myndlistarfólk til að sýna verk sín hjá samtökunum. Þau vissu hversu mikilvægt þetta var fyrir sjálfsmynd listafólksins, sýnileika og mannréttindabaráttu. Hinsvegar var það ekki fyrr en árið 2000 að sýning í húsakynnum samtakanna fékk veglega kynningu með viðtali og mynd af listakonunni Viktoríu Guðnadóttur og einu verka hennar. En myndlistargagnrýnandi dagblaðsins lét ekki sjá sig. Næstu fjögur árin heldur myndlistarfólk áfram að sýna í húsakynnum samtakanna og fjölmiðlaumfjöllun einskorðast við einstakar fréttatilkynningar. Frá og með október 2015 til dagsins í dag hafa verið reglulegar sýningar í Galleríi 78 sem rekið er í húsakynnum samtakanna. Á þessum fjórum árum hafa nokkrar fréttatilkynningar birst og mér er kunnugt um útvarpsviðtöl við a.m.k. tvær listamanneskjur. Það er allt og sumt. Hvers vegna er þetta rifjað upp núna þegar allt virðist slétt og fellt? Þegar raddir heyrast um að við getum nú hætt að berjast og farið að njóta ávaxtanna af erfiði okkar? Ástæðan er sú að mánudaginn 22. júlí sl. kölluðu stjórnendur Tengivagnsins á RÚV, Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Kristján Guðjónsson, til sín þau Guðrúnu Erlu Geirsdóttur myndhöfund og menningarmiðlara, Jón Proppé listheimspeking og Jónu Hlíf Halldórsdóttur stjórnanda Gerðarsafns í Kópavogi til að ræða um stöðu íslenskrar myndlistar þessa dagana. Núna hlýtur eitthvað að gerast hugsaði ég, heill þáttur með þessu frábæra, menntaða og víðsýna fólki. Eitthvert þeirra hlýtur að minnast á hinsegin list núna þegar sýningin Út fyrir sviga: Myndlist og Samtökin ´78, stendur yfir í Grófarhúsi, og Hinsegin dagar eru handan við hornið. Taldir voru upp hinir fjölbreyttustu sýningarsalir, sýningar, samfélagshópar og vaxandi áhugi ungra listnema á að fjalla um sjálfsmynd sína og sjálfsvitund í verkum sínum. Á hinsegin myndlist var aftur á móti ekki minnst einu orði í þættinum. Stundum finnst mér ekkert hafa breyst á Íslandi síðan 1985. Síðustu tæp 35 árin hafi bara verið löng og undarleg ferð hinsegin myndlistarfólks utan listheima. Þrátt fyrir augljóst gildi hinsegin myndlistar virðist ekki hafa tekist að brjóta henni leið inn í meðvitund þeirra sem hafa áhrif í íslenskri myndlist. Við erum enn ósýnileg. Hvers vegna?Höfundur er listfræðingur og baráttukona fyrir sýnileika hinsegin myndlistar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun