Segir FEB beita vafasömum vinnubrögðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 12:49 Níu mánaða seinkun hefur orðið á afhendingu íbúðanna. Vísir/Friðrik Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. Kaupendum hafi verið settir afarkostir sem standist vart skoðun. Minnst þrettán hafa samþykkt að greiða hærra kaupverð.Greint var frá því í fjölmiðlum í síðustu viku að FEB hafi brugðið á það ráð að krefja kaupendur að nýjum íbúðum fyrir aldraða í nýrri blokk í Árskógum í Breiðholti um að meðaltali sex milljóna króna hærra verð fyrir íbúðirnar en kveðið er á um í kaupsamningi. Það sé gert til að bregðast við ófyrirséðum kostnaði umfram áætlun við framkvæmdir. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, hæstaréttalögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur, er lögmaður eins kaupendanna. Hann segir umbjóðanda sinn og aðra kaupendur hafa verið boðaða á fund þar sem þeim hafi verið kynntar þrjár leiðir sem færar væru í stöðunni. „Í fyrsta lagi að kaupendur samþykki skilmálabreytinguna, það er að segja samþykki að kaupa hærra verð. Númer tvö að þeir leiti réttar síns fyrir dómstólum,“ segir Vilhjálmur, en bætir við að slíkt ferli geti bæði verið tímafrekt og kostnaðarsamt. Í þriðja lagi sé sá valkostur sem kaupendum hafi verið kynntur sem feli í sér riftun á kaupsamningi.Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður.Segir FEB veita rangar upplýsingar „Það er eiginlega kannski það alvarlegasta í stöðunni, að á þessum fundum er félag eldri borgara að hóta því að þeir ætli að rifta kaupunum. Þarna erum við auðvitað með fólk sem að er örugglega í flestum tilfellum búið að selja sínar eigin fasteignir og vill eðli málsins samkvæmt þá ekki missa af þessari fasteign sem það er búið að kaupa og lenda á einhverskonar lausagöngu eða vergangi í einhvern tíma og vera þar af leiðandi sett í svo óþægilega aðstöðu,“ segir Vilhjálmur. „En staðan er sú að félag eldri borgara hefur engan rétt til þess að rifta kaupunum.“ Riftun sé veigamesta vanefndarúrræðið í viðskiptum og eini möguleiki félags eldri borgara til að rifta samningi væri í þeim tilfellum sem kaupandi myndi ekki greiða umsamið kaupverð samkvæmt kaupsamningi. „Það að þeir séu að hóta riftun hræðir fólk og með þá hræðslu að vopni er fólk að samþykkja hærra kaupverð. Þessar upplýsingar sem koma á þessum fundum eru þar af leiðandi verulega villandi og bara beinlínis rangar,“ segir Vilhjálmur. „Í öllu falli þá eru þetta vafasöm vinnubrögð hjá félaginu.“ Í samtali við fréttastofu segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður FEB, að stjórn muni funda um málið í dag og enn standi yfir fundir með kaupendum. Fyrir hádegi í dag höfðu þrettán kaupendur þegar samþykkt að greiða hærra kaupverð. Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður segir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, FEB, beita vafasömum vinnubrögðum með því að krefja kaupendur íbúða fyrir aldraða í Árskógum um hærra kaupverð. Kaupendum hafi verið settir afarkostir sem standist vart skoðun. Minnst þrettán hafa samþykkt að greiða hærra kaupverð.Greint var frá því í fjölmiðlum í síðustu viku að FEB hafi brugðið á það ráð að krefja kaupendur að nýjum íbúðum fyrir aldraða í nýrri blokk í Árskógum í Breiðholti um að meðaltali sex milljóna króna hærra verð fyrir íbúðirnar en kveðið er á um í kaupsamningi. Það sé gert til að bregðast við ófyrirséðum kostnaði umfram áætlun við framkvæmdir. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, hæstaréttalögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur, er lögmaður eins kaupendanna. Hann segir umbjóðanda sinn og aðra kaupendur hafa verið boðaða á fund þar sem þeim hafi verið kynntar þrjár leiðir sem færar væru í stöðunni. „Í fyrsta lagi að kaupendur samþykki skilmálabreytinguna, það er að segja samþykki að kaupa hærra verð. Númer tvö að þeir leiti réttar síns fyrir dómstólum,“ segir Vilhjálmur, en bætir við að slíkt ferli geti bæði verið tímafrekt og kostnaðarsamt. Í þriðja lagi sé sá valkostur sem kaupendum hafi verið kynntur sem feli í sér riftun á kaupsamningi.Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður.Segir FEB veita rangar upplýsingar „Það er eiginlega kannski það alvarlegasta í stöðunni, að á þessum fundum er félag eldri borgara að hóta því að þeir ætli að rifta kaupunum. Þarna erum við auðvitað með fólk sem að er örugglega í flestum tilfellum búið að selja sínar eigin fasteignir og vill eðli málsins samkvæmt þá ekki missa af þessari fasteign sem það er búið að kaupa og lenda á einhverskonar lausagöngu eða vergangi í einhvern tíma og vera þar af leiðandi sett í svo óþægilega aðstöðu,“ segir Vilhjálmur. „En staðan er sú að félag eldri borgara hefur engan rétt til þess að rifta kaupunum.“ Riftun sé veigamesta vanefndarúrræðið í viðskiptum og eini möguleiki félags eldri borgara til að rifta samningi væri í þeim tilfellum sem kaupandi myndi ekki greiða umsamið kaupverð samkvæmt kaupsamningi. „Það að þeir séu að hóta riftun hræðir fólk og með þá hræðslu að vopni er fólk að samþykkja hærra kaupverð. Þessar upplýsingar sem koma á þessum fundum eru þar af leiðandi verulega villandi og bara beinlínis rangar,“ segir Vilhjálmur. „Í öllu falli þá eru þetta vafasöm vinnubrögð hjá félaginu.“ Í samtali við fréttastofu segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður FEB, að stjórn muni funda um málið í dag og enn standi yfir fundir með kaupendum. Fyrir hádegi í dag höfðu þrettán kaupendur þegar samþykkt að greiða hærra kaupverð.
Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40
Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01