Óska eftir því að ummæli starfsmanns Hafró verði dregin til baka Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2019 11:17 Frá aðgerðum björgunarsveitamanna í fjörunni við Garð um liðna helgi. Vísir/Sunna Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands lýsir furðu sinni á vangaveltum Sverris Daníels Halldórssonar líffræðings Hafrannsóknarstofnunar í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi þess efnis að svo kunni að vera að hvalaskoðunarbátar hafi átt þátt í því að grindhvalir syntu á land við Garð á Reykjanesi föstudaginn 2. ágúst síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni sem send hefur verið á fjölmiðla. Þar er vitnað orðrétt i ummæli Sverris í fréttinni: „En svo frétti ég af hópi sem var inni í Faxaflóanum, sem var sennilega þessi hópur, og það voru sex hvalaskoðunarskip í kringum hann. Þannig að mér finnst nú ekki ólíklegt að það gæti líka truflað þau. Sem sagt hávaði frá skipum.“ Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands segir að þann föstudag og dagana undan hafi engir hvalaskoðunarbátar verið nærri grindhvalavöðunni eftir því sem næst verður komist. Nokkrir hvalaskoðunarbátar hafi fylgst með grindhvalavöðunni sem var í höfninni í Keflavík þann 26. júlí síðastliðinn. „En þar voru einnig aðrir einkabátar og þá tókst að reka hvalina á haf út aftur,“ segir í yfirlýsingunni frá stjórninni.Rannveig Grétarsdóttir er formaður stjórnar samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja.VísirÞar kemur fram að tíu fyrirtæki séu aðilar að Hvalaskoðunarsamtökum Íslands og fylgi leiðbeinandi reglum um hvernig siglt er að og með hvölum. „Á undanförnum árum hafa hvalaskoðunarfyrirtæki, Háskóli Íslands ásamt erlendum aðilum unnið að rannsóknum á mögulegum áhrifum hvalaskoðunar á hegðun dýranna eins og fæðuöflun og hafa þær leitt í ljós að áhrifin eru lítil eða engin til lengri tíma litið,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin segir að það sé ábyrgðarhluti að fulltrúi Hafrannsóknarstofnunar skuli setja slíkt fram á opinberum vettvangi án þess að geta stuðst við vísindi eða rannsóknir máli sínu til stuðnings. Óskar stjórnin eftir því að yfirlýsing starfsmannsins frá því í gær verði dregin tafarlaust til baka. Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur segir orð líffræðings Hafrannsóknarstofnunar verulega óvarleg. „Það eru fjölmörg dæmi þess að grindhvali reki á land hér og þar í heiminum, jafnvel þar sem hvalaskoðun er mikil. En þrátt fyrir töluverðar rannsóknir finnast engin skýr dæmi um það að hvalaskoðun sé um að kenna,“ skrifar Edda á Facebook. „Það eru fjölmargar ástæður sem geta leitt til hvalreka af þessu tagi. Því miður leitumst við gjarnan eftir einföldum og skýrum svörum frá fréttamiðlum, þannig tapa fréttirnar oft sannleiksgildi sínu. Sú lenska hefur leitt til þess að höfuðáhersla er hér lögð á ansi langsótta athugasemd í fréttinni. Með þessari fyrirsögn er einfaldlega farið með fleipur og getgátum kastað fram án nokkurs stuðnings vísindanna,“ skrifar Edda. Dýr Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. 5. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands lýsir furðu sinni á vangaveltum Sverris Daníels Halldórssonar líffræðings Hafrannsóknarstofnunar í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi þess efnis að svo kunni að vera að hvalaskoðunarbátar hafi átt þátt í því að grindhvalir syntu á land við Garð á Reykjanesi föstudaginn 2. ágúst síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni sem send hefur verið á fjölmiðla. Þar er vitnað orðrétt i ummæli Sverris í fréttinni: „En svo frétti ég af hópi sem var inni í Faxaflóanum, sem var sennilega þessi hópur, og það voru sex hvalaskoðunarskip í kringum hann. Þannig að mér finnst nú ekki ólíklegt að það gæti líka truflað þau. Sem sagt hávaði frá skipum.“ Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands segir að þann föstudag og dagana undan hafi engir hvalaskoðunarbátar verið nærri grindhvalavöðunni eftir því sem næst verður komist. Nokkrir hvalaskoðunarbátar hafi fylgst með grindhvalavöðunni sem var í höfninni í Keflavík þann 26. júlí síðastliðinn. „En þar voru einnig aðrir einkabátar og þá tókst að reka hvalina á haf út aftur,“ segir í yfirlýsingunni frá stjórninni.Rannveig Grétarsdóttir er formaður stjórnar samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja.VísirÞar kemur fram að tíu fyrirtæki séu aðilar að Hvalaskoðunarsamtökum Íslands og fylgi leiðbeinandi reglum um hvernig siglt er að og með hvölum. „Á undanförnum árum hafa hvalaskoðunarfyrirtæki, Háskóli Íslands ásamt erlendum aðilum unnið að rannsóknum á mögulegum áhrifum hvalaskoðunar á hegðun dýranna eins og fæðuöflun og hafa þær leitt í ljós að áhrifin eru lítil eða engin til lengri tíma litið,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin segir að það sé ábyrgðarhluti að fulltrúi Hafrannsóknarstofnunar skuli setja slíkt fram á opinberum vettvangi án þess að geta stuðst við vísindi eða rannsóknir máli sínu til stuðnings. Óskar stjórnin eftir því að yfirlýsing starfsmannsins frá því í gær verði dregin tafarlaust til baka. Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur segir orð líffræðings Hafrannsóknarstofnunar verulega óvarleg. „Það eru fjölmörg dæmi þess að grindhvali reki á land hér og þar í heiminum, jafnvel þar sem hvalaskoðun er mikil. En þrátt fyrir töluverðar rannsóknir finnast engin skýr dæmi um það að hvalaskoðun sé um að kenna,“ skrifar Edda á Facebook. „Það eru fjölmargar ástæður sem geta leitt til hvalreka af þessu tagi. Því miður leitumst við gjarnan eftir einföldum og skýrum svörum frá fréttamiðlum, þannig tapa fréttirnar oft sannleiksgildi sínu. Sú lenska hefur leitt til þess að höfuðáhersla er hér lögð á ansi langsótta athugasemd í fréttinni. Með þessari fyrirsögn er einfaldlega farið með fleipur og getgátum kastað fram án nokkurs stuðnings vísindanna,“ skrifar Edda.
Dýr Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. 5. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. 5. ágúst 2019 13:15