Erlent

Bílsprengja kostar tuttugu manns lífið í Kaíró

Andri Eysteinsson skrifar
Frá vettvangi í Kaíró.
Frá vettvangi í Kaíró. Getty/ Jonathan Rashad
Tuttugu eru látnir í höfuðborg Egyptalands, Kaíró, eftir að bílsprengja sprakk við sjúkrahús í miðborg Kaíró, rétt við bakka Nílar. Guardian greinir frá.

Egypska innanríkisráðuneytið segir að bíll sem innihélt mikið magn sprengiefna hafi ekið rakleitt inn í aðvífandi umferð. Bíllinn lenti í árekstri við þrjá bíla sem óku á móti og hrinti það af stað sprengingunni. 

Talsverðar skemmdir urðu á nærliggjandi sjúkrahúsi sem olli því að rýma þurfti hluta byggingarinnar en sjúkrahúsið hýsir fremstu krabbameinsdeild Kaíró.

Ráðuneytið telur líklegt að samtökin Hasm standi að baki verknaðinum og segir að einn meðlimur samtakanna hafi verið handtekinn í tengslum við sprenginguna.

42 sjúkrabílar voru sendir á vettvang og hlúðu að hinum særðu en 47 eru sagðir hafa orðið fyrir áverkum og eru fjórir alvarlega slasaðir. Staðfest hefur verið að tuttugu hafi látist en leit stendur yfir í ánni Níl að fleiri fórnarlömbum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×